Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Blaðsíða 11
mjög flókin. Ég get greint frá því að tilraunir sem við höfum gert hjá Rannsóknarstofnun fiskiðn- aðarins bendir til þess að geymslutími við heppilegar að- stæður, það er við 0 gráður C, i góðri ísun og hreyfingarleysi, sýn- ir að geymslutími í kössum getur verið mjög takmarkaður 9—11 dagar. Það er þó erfitt að fullyrða um þetta. Maður heyrir aftur á móti sögur um að sum fiskiskip geti landað afla erlendis í kössum og selt á góðu verði eftir mun lengri útivistartíma, en við teljum að hægt sé að geyma hann við þær aðstæður sem við þekkjum. Það er öruggt mál að kassar hafi bæði mikla kosti og eins miklar hættur í för með sér og verður að hafa það í huga hverju sinni. Mér finnst menn vera almennt sammála um það sem hér er rætt. Það koma að vísu fram nokkuð mismunandi viðhorf gagnvart því hver beri mestu sökina. Ef maður reynir að velta þessum málum fyrir sér, þá kemur í ljós, að ýmislegt er að. Ég get alveg tekið undir það með Hafþór, að sjó- menn þekkja ekki afleiðingar þessa eða hins í þeim atriðum sem snúa beint að þeim og á ég þar við blóðgun o.fl. Það er ekki hægt að VÍKINGUR fara fram á meira af þeim en það sem þeim er kunnugt um nú þeg- ar. Kapphlaupið hefur hættur í för með sér Þegar við lítum yfir allan far- veginn sjáum við að breyttar afla- forsendur hafa leitt til þess að kapphlaupið, eins og Ingólfur segir, hefur vaxið og það hefur eðlilega auknar hættur í för með sér. Við fiskum öðruvísi nú en áður, hölin eru stærri, togað er lengur o.s.frv. Ég er líka sammála Ingólfi um, að ferskfiskmatið uppfyllir ekki nema hluta af þeim skyldum, sem mér finnst að það ætti að sinna. Starfsfólk frystihús- anna veit hvað það er helzt sem veldur rýrnun vörunnar. Það veit vel hvað léleg snyrting, ormar eða bein í flökum þýða. I öðrum greinum fiskiðnaðarins eins og til dæmis við saltsíldarverkun, skreiðarframleiðslu og saltfisk- verkun þekkir fólk síður hvaða þýðingu þetta og hitt hefur í framleiðslunni. Þetta stafar meðal annars af því, að gæðamatið sjálft er ekki nógu mikið í höndum fyrirtækjanna sjálfra. Síðan þegar komið er að útflutningnum kemur í ljós að mat Framleiðslueftirlits- ins stendur ekki nærri nógu vel föstum fótum og það er nokkuð dularfullt í sjálfu sér. Fólk fær ekki almennilega að vita hvað felst í matinu og á hverju það byggist. Til þess að mæta þessu viljum við sem erum hér sjá einhverjar breytingar eiga sér stað. Hjalti ræðir um dagmerk- ingar á kössum og vissar reglur um útivistartíma, nákvæmari vinnubrögð við blóðgun og fleira. Þá má bæta við að víða vantar betri geymslur í landi. Sá sem skemmir vöruna, á að finna fyrir því Kjarni málsins er hins vegar sá, að menn verða að finna fyrir því hvað þetta og hitt í meðferð hrá- efnis kostar. Ef maður skemmir vöru einhversstaðar, þá á hann að finna fyrir því. Ef menn landa til dæmis dauðblóðguðum afla þá eiga menn að fá að vita, hvað það þýðir í gæðum og afurðum og ennfremur á að meta þannig afla við skipshlið á því verði, sem er sanngjarnt. H.E.: Vegna ummæla Hafþórs vil ég taka fram eins og ég sagði áðan, að ýmsu er ábótavant i landi, en þegar ég tala um sjó- menn á ég lika við skipstjóra og stýrimenn, og þeir geta ráðið miklu um útivistartíma og tog- tíma. Ég tel ákaflega þýðingar- mikið að rnenn átti sig á því, að fiskfarmar sem að landi berast hafa farið stækkandi, þegar skipt er um skip er yfirleitt keypt stærra skip en hið gamla. Taka verður tillit til þess að fiskvinnslan þarf tíma til að vinna þann fisk, sem að landi berst, það verður sjaldnast samdægurs. Þá koma helgarfríin einnig til, fólk vill eiga frí á laug- ardögum og sunnudögum, sem er skiljanlegt, en þá verður líka að gera ráð fyrir því að vinna við fisk sem landað er á föstudegi, hefst ekki fyrr en á mánudegi. Á meðan fiskurinn bíður í hráefnageymslu II
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.