Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Page 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Page 24
Oft voru líka fluttir sjúklingar milli staða á sjúkrahús.“ — Þurfti ekki að annast þá? spyr ég. „Maður reyndi að gera sitt besta,“ endurtekur Guðrún og horfir fast á mig. Henni finnst sjálfsagt ekki þörf að hafa um það fleiri orð. Allan sinn starfsferil hefur hún farið eftir þessari setn- ingu. „Eftir fjögur ár á Esju fórum við á Heklu og vorum á henni þar til hún var seld um 1966. Á Heklu unnum við í borðsal, vorum þjónar eins og það var kallað. Þá þjónaði maður farþegunum til borðs, það var mun rólegra starf. Við unnum ekki í uppvaski né í matsölum skipverja, eins og síðar varð. Við klæddumst bláum kjólum með hvíta svuntu. Það voru oft margir farþegar um borð á þessum árum, sérstak- lega á sumrin í hringferðunum. Þá var mikið um útlendinga sem sumir komu ár eftir ár. Ein þýsk hjón komu á hverju ári, fannst ekkert sumar nema þau kæmu til íslands og sigldu kringum landið. Ég man líka eftir útlendum rit- höfundi sem sagði að ef eitthvað Surtseyjargosið. Meðan á Surtseyjargosinu stóð, sigldum við í kringum eyjuna, frá Þorlákshöfn og síðan til Reykja- víkur. Það var mjög fallegt að sjá gosið og þegar tók að skyggja líkt- ist eyjan uppljómaðri stórborg. Þessar ferðir voru mjög vinsælar og því mikið að gera. Vikurinn settist á allt svo þrífa þurfti hátt og lágt. Það var einkennilegt að sjá hvernig vikurinn flaut á sjónum í kringum eyjuna. Ég man líka eftir því að einu sinni þurftum við að bíða í þrjá sólarhringa til þess að komast inn á Höfn í Homafirði. Þar fyrir utan Úr reyksalnuni, ljós viður prýddi veggina og teikningar eftir örlyg Sigurðsson. Þegar Esjan var seld til Baliama, fylgdi allt með, m.a. þessar teikningar og stórt málverk. Myndin er tekin í söngferð Sunnukórsins, f.v. Guðrún Jónsdóttir, eiginkona Guðinundar Guðmundssonar útgerðarmanns, Halldór Pálsson f.v. verkstjóri Hraðfrystihússins í Hnífsdal, Gabríella Jóhannesdóttir eiginkona Jóakims Pálssonar útgerðarmanns í Hnífsdal, Ólafía Alfonsdóttir eiginkona Jóakims Hjartarsonar verkstjóra í Hnífsdal og Inga Ingimarsdóttir, eiginkona Halldórs. Konurnar eru allar látnar, nema Ólafía. Dekkað borð í borðsal Esjunnar. Farþegarnir eru félagar í Sunnukórnum á ísafirði en kórinn fór í söngleikjaferð mcð Esju 1968. fæddist um borð í Esjunni. Konan sem ól barnið kom um borð á Djúpavogi og ætlaði til Norð- fjarðar að fæða. Hún var hörð af sér, kom út að skipinu á litlum bát því við gátum ekki lagst upp að og klifraði upp stiga á skipshlið. Þeg- ar við komum til Reyðarfjarðar fæddi hún barnið. Svo heppilega vildi til að Sigga systir hafði sett inn til hennar unglingsstúlku frá Reyðarfirði og þegar við komum þangað hljóp hún í land og náði í ömmu sína sem var vön að að- stoða við barnsburð. Stýrimenn- irnir hjálpuðu líka til og allt gekk vel. getur oft verið vont í sjóinn en logn þegar kemur inn fyrir ósinn. Maður var hættur að vita hvemig maður ætti að vera því sjógangur- inn var svo mikill. Maður reyndi að gera sitt besta. Fólk varð oft ósjáífbjarga þegar vont var í sjóinn en maður reyndi að gera sitt besta til að hjálpa því. 24 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.