Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Side 27
Sjólag er oft erfitt við íslandsstrendur en áfram brutust strandferðaskipin, hvernig sem viðraði og var koma þeirra fagnaðarefni út
ú landsbyggðinni. Þær systur voru aidrei sjóveikar en þurftu oft að hlú að þeim sem leið illa í slæmu veðri. Esja að sigla út úr
Vcstmannaeyjaböfn í talsverðum sjó.
armeðlimum beðið þín? held ég
áfram.
— Nei, nei, nei, nei, svarar
Gunna og hlær enn meir svo aug-
un pírast enn meir. „Hef ekki ver-
ið í neinum slíkum hugleiðingum“
bætir hún rólega við og brosir
kankvíslega.
— Þú hefurkannske fengið nóg
af því að hugsa um karla um borð.
— Já, já, það var alveg nóg að
hugsa um þá.
Til Kína og Thailands
sama áríð.
— Við eigum systur í Ameríku
og fórum einu sinni að heimsækja
hana. En 1977 skelltum við okkur
til Kína. Við heyrðum auglýsta
hópferð til Kína í útvarpinu og
drifum okkur strax upp á skrif-
stofu þegar við komum í land.
Ferðaskrifstofa Kjartans Helga-
sonar stóð fyrir ferðinni og hann
var til í að lána okkur það sem
þurfti að greiða fyrst, þar til við
kæmum næst í land. Við vorum
alveg hissa hvað hann treysti okkur
VÍKINGUR
vel. Ferðin var stórkostleg, við sá-
um heilmikið af landinu og einnig
þrjá uppskurði, fengum að standa
alveg við skurðborðið. Það tók
smá tíma að venja sig á að borða
með prjónum en maturinn var
sérstaklega góður. Mér finnst kín-
veijar mjög elskulegt fólk, það
gerir aðrar kröfur til lífsins en við.
Þegar við vorum þar klæddust
flestir sams konar fötum en ég hef
heyrt að það hafi breyst eftir að
einhver frönsk tískusýning var
leyfð í landinu. Þá fór fólk að vilja
„Fyrst eftir að nýju skipin komu, háttaði maður oft ekki allan túrinn. Við gáfum mat í
þrjá horðsali, sjö sinnuin á sólarhring og vöskuðum upp og önnuðumst farþega, hvenær
sólarhringsins sem á þurfti að halda.“
27