Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Side 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Side 33
öll áhöfnin matast þar í einu enda kannske ekki þörf á því en þar sem skipið er dvalarstaður skipverja allan sólarhringinn finnst blaða- manni heldur skrýtið að í kringum þetta borð skuli einnig setið við að horfa á sjónvarp sem reyndar er ekki til um borð. Fyrir ofan ís- skápinn sem stendur í homi mess- ans, er sjónvarpshillan fræga sem skipverjar henda gaman að því á henni er ekkert sjónvarp. Þar var áður gamalt viðtæki sem nú var búið að gefa upp andann en ekkert tæki var sjáanlegt þar nú, andstætt vonum sumra um borð. Þetta hlýtur að vera þolgæðis- fólk, hugsa ég með mér þó ekki sé ég mesti sjónvarpssjúklingur sem uppi hefur verið. Blaðabunki liggur á borðinu og ég spyr hvort þau fái dagblöðin send um borð. „Hann kemur með þetta til okkar einn sem vinnur á gröfu hjá fyrir- tækinu í landi“ segja þau. „Konan hans vinnur á Þjóðviljanum og fær blöðin þar. Við fáum þau stundum fyrst allra, um miðja nótt.“ Þessi afþreyingarþáttur er sem sagt í brúnni, frá vinstri Örn Tyrfingsson vélstjóri, Jóhann Ingvarsson háseti og Pétur Jó- hannsson stýrimaður. Athygli þeirra beinist öll að því hvort eitthvað bitastætt kemur í lestina eða hvort það er bara sjór. undir velvilja landi kominn. Eins og ryksuga. En nú erum vinnufélagans Setið að snæðingi í messanum, f.v. Jón Óli skipstjóri, Sigurgarðar háseti og „skipstjóri á Þristinuni“ og Kolbeinn Bjarnason vélstjóri. Kringum þetta borð er setið, löngum stundum við spjall og sjónvarpsgláp þegar tæki er á hillunni. Síðustu fregnir herma að nú sé komið litsjónvarp þangað og breytir það eflaust miklu fyrir áhöfn Perlunnar. áfangastað, Hofsvíkina sem liggur undir því margfræga fjalli Esju, milli Kjalarness og Saltvíkur. Að sögn Péturs stýrimanns er víkin ekki eins saklaus og hún lítur út fyrir að vera því skerjagarður lokar henni næstum svo sigla verður inn á hana um sund. Leyfilegt er að róta upp hafsbotn- inum sextíu föðmum út frá stór- straumsfjöru þangað út nær land bændanna. Nú er stóra rörið sem lá meðfram síðunni, látið síga til botns sem mun vera 8-9 metrar. Einfaldast er að líkja sanddælu- skipi við ryksugu sem bæði getur sogað að sér og blásið frá sér. Skipið sjálft er ósköp venjulegt nema það hefur opnar síður og liggur rör með sex lúguopum eftir því endilöngu, ofan við lestina sem er opin. Þegar dælan er sett af siað, streymir sandur, möl og sjór, gegnum stóra rörið og út um lúguopin, ofan í lestina. Stundum virðist ekkert koma inn annað en hvítfyssandi sjór sem síðan streymir út aftur í gegnum affalls- rörið á síðunni en við og við VÍKINGUR 33

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.