Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Page 34
Magnea Guðlaugsdóttir kokkur, hefur kokkað um borð í sanddæluskipum í sautján ár.
Þarna er hún í eldhúsinu, búin að koma matnum á borðið, tilbúin í uppvaskið á eftir.
Eigum oftast fyrirliggjandi ýmsar stærðir af plastkössum — bökkum
— bæði til notkunar á sjó og í landi. — Einnig ýmsar stærðir af
umbúðafötum/Stömpum, fyrir matvælaiðnaðinn o.fl.
Einnig höfum við fengið nýja gerð af gólfmottum til notkunar á vinnu-
stöðum þar sem standa þarf við vinnu.
B. Sigurðsson s.f.
Skemmuvegi 12 — Kópavogi —
Sími 7 77 16.
dekkist bunan út um lúguna og
sandurinn hleðst upp í lestinni.
Hét áður Grjótjötunn.
Mikið hefur verið dælt upp af
hafsbotninum í Hofsvíkinni svo
lítið er bitastætt eftir. Skipstjórinn
færir skipið til og frá, reynir að
finna heppilegan jarðveg. Hann
hækkar og lækkar stóra rörið með
örlitlum takka í brúnni en vír festir
rörinu við spil, fremst á hval-
baknum. Hásetinn sem nú er
kominn á vakt, heitir Jóhann
Ingvarsson og sér hann um að
opna og loka lúgunum eftir því
hvað hleðst í lestina. Eitthvað er
Jón Óli óánægður með afköstin
við dælinguna svo hann hífir upp
rörið og biður Jóhann að fara fram
á og athuga það. Rörið reynist þá
fullt af þara svo ekki var von að vel
gengi. Jóhann nær þaranum út
með langri stöng og síðan er hald-
ið áfram að dæla.
Efnið sem fæst í Hofsvík er
frekar leirkenndur skeljasandur
sem notaður er til uppfyllingar.
Mikið er einnig dælt upp úr Salt-
vík og Leirvogi en þar fæst betra
byggingarefni. Uppi í Hvalfirði
fæst hins vegar sandur.
Nafnið á Perlunni er líklega
dregið af einni tegund byggingar-
efnis sem seld er hjá fyrirtækinu,
perlumöl sem notuð er i steypu.
Perlan var smíðuð í Þýskalandi
1964 og telst 500 brúttólestir að
stærð. Skipið hét Gijótjötunn fyrst
er það kom til landsins og munu
sjálfsagt margir minnast sögunnar
sem tengist þeim skipakaupum.
Björgun h/f er þriðji eigandi
skipsins hér á landi, eignaðist
skipið fyrir fjórum árum.
Skipt um dæluhjól
eftir fjörtíu ferðir.
Klukkan er að verða þrjú og
skipið að verða fullt. Öm vélstjóri
býður mér að skoða vélarrúmið,
setur á mig eyrnahlífar en heldur
erfiðlega gengur okkur að skipt-
34
VÍKINGUR