Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Page 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Page 35
ast á orðum þar inni. Stóra dælu- hjólið sem er helsta galdratæki skipsins, eins og mótorinn í ryk- sugunni, er staðsett í vélarrúminu. Þangað liggur líka rörið af síðunni og upp úr því rörið sem dælir í lestina. Örn lítur á mæla og at- hugar hvort ekki sé allt í lagi. Ekki ber á öðru þó skipsvélin sjálf sé orðin fremur lasin. Vélstjóramir sjá sjálfir um þrif í vélarrúmi því ekki eru neinir dagmenn í vél. Stærsta verkefni þeirra er hins vegar að skipta um dæluhjól eftir hverjar fjörutíu ferðir. Getur það komið þannig út að vélstjóri sem er að byrja úthald, lendi í að skipta um hjól í byrjun úthalds og aftur Jarðvegurinn streymir upp af hafsbotni, gegnum fyrsta lúguopið. Eitthvað virðist bita- stætt þama því bunan erdökkleit. Sjórinn rennur síðan aftur út um affallsrörið. Stóra „ryksugurörið“ liggur oní sjóinn og leitar að góðum jarðvegi sem síðan á eftir að hlaðast upp í stofuvegg eða nýtt land. Skoðun og viógerðir gúmmíbáta allt árið. Teppi og dreglar til skipa ávallt fyrirlyggjandi. GÚMMIBÁTAÞJÓNUSTAN Eyjargötu 9 Örfirisey Sími: 14010 áður en úthaldinu er lokið því um það bil hálfan mánuð tekur að fara fjörutíu ferðir. Björgun h/f starfrækir myndarlegt verkstæði í landi sem sér um að útbúa ný hjól og allt annað viðhald sem við- kemur skipunum og öðrum tækj- um fyrirtækisins. Þegar vélarrúmsferðinni er lok- ið kemur á móti okkur ilmandi vöffluangan og við setjumst að borðum. Magnea er búin að baka vöfflur og þeyta rjóma og við gæðum okkur á kræsingunum. Dælingunni er nú lokið. Hún tók ívið lengri tíma en venjulega og Pétur stýrimaður tilkynni hafn- sögumanni Reykjavíkurhafnar að við verðum við vesturhöfnina um hálf-fjögur. Þar er Björgun með annað löndunarsvæði sem þeir kalla í gríni útimarkaðinn. Þar er selt fyllingarefni til einstaklinga og einnig unnið að uppfyllingu nýs byggingarsvæðis fyrir Reykjavík- urhöfn. B.Ú.R. hefur nú þegar reist á því svæði frystigeymslur og önnur fiskvinnsluhús munu rísa þar síðar. Losunarrörið er tengt við rörið á höfninni og byrjað að dæla farm- inurn, 600 tonnum af möl og sandi, í sandhóla, hinu megin við götuna sem rörið liggur undir. Hreinsun- ardeildin er mætt á vettvang, kan- VÍKINGÚR 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.