Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Page 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Page 40
Fyrsta fiskifóðursverk- smiðjan rís í Noregi Fyrirtækinu T. Skretting A/S í Stavanger hefur verið faliö aö byggja sérstaka fiskifóðursverk- smiðju á Avereyju á Norður-Mæri í Noregi. Verður þetta fyrsta fiski- fóðursverksmiðjan á Norðurlönd- um. Eigendur verksmiðjunnar segja að hún sé mjög vel staðsett á Norður-Mæri, þar sem þar falli til mjög mikið hráefni handa verk- smiðjunni. Fjölmargir aðilar í Nor- egi munu fylgjast glöggt með við- gangi verksmiðjunnar og fram- leiðslunni, þar á meðal Landbún- aðarháskólinn í Ási. Ein milljón vinnustunda fer í að plokka hringorm á ári hverju Kostnaður fiskvinnslunnar í landinu vegna hringorma er óhemju mikill, en sem kunnugt er þarf hringormurinn að komast í selsmaga til að þroskast. Hefur raunar ekki fundist kynþroska hringormslirfa í neinni annarri skeþnu en sel, enda er bein þýðing á latnesku heiti hringormsins, sel- ormur. Talið er að hér á landi fari um ein milljón vinnustunda í það aö plokka hringorm úr fiskflökum sem fara til útflutnings. Gera má ráð fyrir, aó hver stund kosti um 50 krónur með launatengdum gjöldum, þannig að þessi kostnaður nemur því sem næst 50 milljónum króna á ári. Þá verður rýrnun í fiskholdinu og komist fiskflak meö hringormi í á markað í Bandaríkjunum eru sölu- möguleikar okkar í stórkostlegri hættu. Við landið eru nú taldir 30 þús- und landselir og 5 þúsund útselir. Þeir þurfa a.m.k. 80—100 þúsund tonn af fiskmeti til aó lifa og rann- sóknir hafa sýnt að mest af ætinu er ungviði nytjafiska, eða um helm- ingur. Hefði allur þessi fiskurfengið að stækka má reikna með að um gæti verið að ræða 100 þúsund tonn. Fteikna má með að meðalverð á hvert kíló sé um fjórar krónur upp úr sjó. Geta menn þá leikið sér að því að finna útflutningsverðmætið. Samkvæmt rannsóknum þá þarf yfirborðshiti sjávar að vera um 4°C svo að hringormurinn klekjist út. Af þessum sökum aðallega er ekki hringormur í þorski á Grænlands- miðum. Rætt hefur verið um hvort ekki megi skjóta getnaðarvarnarlyfi í selinn til að koma í veg fyrir frekari fjölgun hans. Það mun fræðilega mögulegt en lyfin eru hins vegar ekki betri en það að selurinn þyrfti að fá slíka ,,sprautu“ mánaðarlega. Verö á þorska- netum hefur hríöfalliö á heimsmarkaði Verð á þorskanetum hefur hríð- fallið á heimsmarkaði að undan- förnu og er þá miðað við verð í dollurum. Á síðastliðinni vetrarver- tíð borguðu innflytjendur í kringum 26 dollara fyrir hverja netaslöngu frá fyrirtækjum í Japan, Kóreu og Taiwan. Síóan þá hefur verðið lækkað mikið og nú bjóða framleiðendur slönguna á 20 doll- ara. Innflytjendur hér segj aað 40 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.