Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Qupperneq 41
ástæðan fyrir þessari lækkun sé
einfaldlega offramboð af netum á
mörkuðunum og því keppist fram-
leiðendur um að undirbjóða hver
annan. Hins vegar eru menn sam-
mála um að verðið fari ekki neðar
en nú. Framleiðendur geta ekki
boðið netin á lægra verði.
Bresk sjávar-
útvegssýning
á Loftleiöum
í febrúar
Bresk sjávarútvegssýning verður
haldin að Hótel Loftleiðum dagana
15. og 16. febrúar næst komandi.
Þar munu fjplmörg bresk fyrirtæki
kynna framleiðslu sína, bæði verða
veiðarfæri kynnt og eins ýmiskonar
tæknibúnaður og vélar.
Þetta er í annað sinn, sem bresk
fyrirtæki sameinast með sjávarút-
vegssýningu á íslandi. Sú fyrri var
haldin á Hótel Loftleiðum í febrúar
1978. Þotti forráðamönnum bresku
fyrirtækjanna sýningin takast það
vel þá, að þeir ákváðu að halda
aðra sýningu á (slandi í vetur.
Landhelgis-
gæslan fær
85 millj. króna
í fjárlögum fyrir næsta ár er gert
ráð fyrir að Landhelgisgæslan fái
samtals 85.474 þús. kr., sem er
hækkun um 30.067 þús. kr. frá yfir-
standandi ári.
(fjárlögunum er gert ráð fyrir að
fjögur varðskip verði í rekstri, sam-
tals í 31 mánuð, þ.e. Ægir og Týr í
10 mánuði hvort skip, Þór í 6 mán-
uði og Óðinn í 5 mánuði. Hjá flug-
gæslu er gert ráð fyrir rekstri
þriggja flugvéla, þ.e. einum Fokker
(TF-SÝN) og tveimur þyrlum.
Gert er ráð fyrir að laun hjá
Gæslunni hækki um 12.670 þús. kr.
og verði 35.568 þús. kr. önnur
rekstrargjöld hækka um 10.617
þús. kr. eða 50,0%, og verða 31.824
þús. kr. Segir í greinargerð með
fjárlagafrumvarpinu, að þá hafi
sérstaklega verið tekið tillit til örra
verðhækkana á olíu.
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem Víkingur hefur aflað sér, þá
finnst starfsmönnum Gæslunnar
að olíulióurinn hefði mátt hækka
meira. Allt þetta ár, hefur Land-
helgisgæslan átt í hinum mestu
vandræðum með að kaupa olíu á
skipin og oft hafa þau farið frá
Reykjavík með 1 til 2 sólarhringa
olíuforða um borð. Segja Gæslu-
menn að ef varðskipin þyrftu
skyndilega að fara til leitar eða
veita sérstaka aðstoð á annan hátt,
þá lægi Ijóst fyrir að fyrst þyrftu þau
að fara inn til hafnar til þess að
freista þess að fá meiri olíu. Olía til
eins sólarhrings dugar skammt og í
raun og veru er stórhættulegt að
gera varðskipin út, svo til olíulaus.
Fyrsti báturinn
með svartoiíuvél
Vélsmiðja Seyðisfjarðar á Seyð-
isfirði er nú með í smíðum 190
tonna stálbát fyrir Ritu h.f. á
Vopnafirði. Báturinn, sem á að
verða tilbúinn í mars/apríl á næsta
ári er mjög svipaður Otto Wathne
NS, nema hvaö hann er bæði lengri
og breiðari.
Það sem vekur kannski hvað
mesta athygli viö þennan bát er að
hann erfyrsti bátursem íslendingar
láta smíða, sem er með sérstakri
svartolíuvél. Aðalvélin er af gerð-
inni Wartsilaa, 800 hestöfl, sér-
staklega smíðuð til brennslu á
svartolíu.
Fram til þessa hefur svartolíu-
notkun eingöngu verið um borð í
skuttogurunum, nokkrum nóta-
skipum og sumum flutningaskip-
anna. Nú virðist hins vegar ætla að
verða sú þróun að svartolíu-
brennsla verði einnig tekin upp um
borð í minni bátum. Eigendur báts-
ins, sem nú er í smíðum á Seyðis-
firði telja sig munu spara hundruð
þúsunda króna, á ári hverju með
því að láta vélina brenna svartolíu í
stað gasolíu.
Hagnaður í
Krossanesi
Það eru ekki allar fiskimjölsverk-
smiðjur landsmanna, sem geta
státað af því að hafa skilað stór-
hagnaði á síðastliðnu ári. Reikn-
ingar Krossanesverksmiðjunnar í
Eyjafirði sýna að rekstur hennar
hefur gengið mjög vel. Hagnaður
varð á rekstrinum sem nam 6.7
milljónum króna. Þrátt fyrir aó nú sé
engin loðnubræösla og verð á af-
urðum mjög lágt á heimsmarkaði,
er gert ráð fyrir að verksmiðjan
muni bera sig á þessu ári.
Fékk 2500 tonn
af loðnu
í einu kasti
— Þetta er ævintýri. Hugsið
ykkur að við skyldum hafa náð 2500
tonnum af loðnu í einu kasti. Sjálfir
tókum við 720 tonn, 400 til 500 tonn
sluppu út úr nótinni og þrír bátar
fengu samtals 1770 tonn úr nótinni
hjá okkur, þá hentum við að lokum
400 til 500 tonnum. Það var mikið
meira í nótinni í upphafi, því mikið
rann yfir korkateininn þegar við
vorum að draga. Þannig komst
skipstjórinn á norska loðnubátnum
Flömann að orði þegar þeir á Flö-
mann fengu eitt hið stærsta loðnu-
kast sem um getur, en báturinn var
þá á veiðum í Barentshafi.
Loðnuveiðar Norðmanna í Bar-
entshafi gengu vel í sumar og segja
norskir sjómenn að meira hafi verið
þar af loðnu en oft áður. Bátarnir
fengu oft stór köst, þótt fáir næðu
köstum í líkingu við það sem Flö-
mann náði. Stærsta loðnukast, sem
vitað er til að norskur bátur hafi
áður náð fékkst í fyrra en þá fékk
bátur 2100 tonn í einu kasti.
VÍKINGUR
41