Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Page 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Page 43
Heyra þernur brátt sögunní til? — spjallað við formann og varaformann Þernufélags íslands Sjómennska hefur mest verið stunduð af karlmönnum eins og allir vita en þó er ein stétt kvenna sem tilheyrir sjómannastéttinni þ.e. þemumar. Þegar meira var um farþegaflutninga á íslenskum skipum, voru fleiri þernur starfandi en nú fækkar sífellt í stéttinni. Síðastliðinn Sjómannadag í Reykjavík var þerna í fyrsta sinn heiðruð. Var það Stefanía Jakobsdóttir sem stundað hefur sjóinn í um 25 ár. Þemur hafa með sér félag sem nefnist Þemufélag íslands. í því eru þemur af flutningaskipum, skipum Ríkisskips, af Herjólfi og Akraborg. Þemufélagið var í mikilli lægð í nokkur ár en var endurreist fyrir rúmu ári. Formaður þess er Emma Ámadóttir sem vinnur á Akra- borg og varaformaður er Jóhanna Óskarsdóttir, þerna á Álafossi. Við hittum þær Emmu og Jóhönnu nýlega og forvitnuðumst um félagið og þemustörfin. „Mikið aukaálag felst í því að „stiga ölduna“ þegar vont er í sjóinn,“ segir Jóhanna Óskarsdóttir, þema á Álafossi, „þá getur skúringarfatan tekið af inanni völdin." Bilið milli launa þemu og háseta, breikkar stöðugt. Þær stöllur voru staddar inn á skrifstofu Sjómannasambands ís- lands að ganga frá kröfugerð sem þær ætla að afhenda sáttasemjara. „Starfsmaður Sjómannasam- bandsins, hún Kristín Firðriks- dóttir, hefur verið okkur ómetan- leg hjálp við samningu nýju kröfugerðarinnar og raunar við öll störf varðandi félagið,“ segja þær Emma og Jóhanna. „Vegna þess hvað við erum fámennar höfum við ekki ráð á starfsmanni. Vinna við félagsmálin er mörgum vand- kvæðum bundin fyrir félagskonur því við erum alltaf úti á sjó.“ Þernumar eru aðilar að Sjó- mannasambandinu eins og félög annarra undirmana og ætla að boða verkfall eins og hásetamir hafa þegar gert þegar þetta er skrifað, 17. september. Eruð þið óánægðar með kjör ykkar? — „Við höfum dregist alltof mikið aftur úr undanfarið,“ segir Jóhanna. „Bilið milli launa okkar og hásetanna breikkar stöðugt og við förum fram á það nú að fá sömu laun og þeir. Það er líka alltaf verið að skera niður yfir- vinnuna en á henni höfum við lif- að. Fasta mánaðarkaupið er nefnilega ekki nema rúmar sex þúsund krónur.“ — Er eitthvað nýtt sem þið berið fram í þessum samningum? — Já, við förum fram á að þernur á flutningaskipum fái VÍKINGUR 43

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.