Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Síða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Síða 47
Ný ratsjá frá Atlas Á „Posidonia ’82“ skipa- og tækjasýningunni í Píreus í Grikk- landi, sem haldin var fyrir skömmu, sýndi Krupp Atlas Elektronik í Bremen nýja tegund af ratsjá, sem nefnist Atlas 8500 A/CAS. Þessi ratsjá er búin sér- stökum aðvörunarbúnaði, sem aftur gefur til kynna ef hætta er á árekstri. Þessi ratsjá hefur vakið hrifningu manna og hefur hún verið tekin í notkun um borð í fjölda skipa, einkum skipa sem stunda siglingar á fjölförnum skipaleiðum. A myndinni má sjá Atlas A/ CAS í notnun um borð í feijunni „Olau Hollandia", en sú ferja gengur á milli Hollands og Bret- lands. Ný sjálfstýring frá Racal/Decca Nýja sjálfstýringin frá Racal/Decca. Kaupmannahafnarfyrirtækið Racal-Decca Pilot A/S hefur í mörg ár unnið að endurbótum á hinni hefðbundnu sjálfstýringu, í þeim tilgangi að sjálfstýringin væri auk þess að stýra vel, orku- sparandi. í stuttu máli má segja að venju- leg sjálfstýring leitist við að halda beinni stefnu skips milli tveggja ákveðinna punkta. Breytilegur vindur og straumar leiða til þess að sjálfstýringin er sífellt að hreyfa stýri skipsins. Eðlilega þýðir þetta beinni stefnu, en óskin um beina stefnu skipsins virkar á móti ósk- inni um minni eldsneytisnotkun, því hver einasta hreyfing á stýrinu virkar sem hemill á framskrið skipsins. Af þessum ástæðum hafa menn lengi reynt að finna hið rétta jafnvægi milli góðrar stýringar og lágmarks eldsneytisnotkunar og VÍKINGUR það er þetta sem Racal/Decca segir að hafi tekist að þróa í nýju sjálfstýringunni. Japanskt útgerðarfyrirtæki, sem nú þegar hefur tekið nýju sjálf- stýringuna í notkun, heldur því fram að olíusparnaðurinn við til- komu hennar, nemi 2,61%. Þetta þýði að 150.000 tonna skip spari 40.000 danskar krónur á einni ferð yfir Kyrrahafið, með því að nota nýju sjálfstýringuna frá Racal/- Decca. Þó svo að sjálfstýringin þyki dýr miðað við aðrar gerðir á markaðnum, þá borgi hún sig um borð í stærri skipum á sex mán- uðuin. Þessi danska sjálfstýring hefur, auk þess að vera seld til Japan, verið seld til útgerðarfyrirtækja í Englandi, Frakklandi, Ítalíu og Danmörku. 47

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.