Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Side 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Side 49
„Sigmi 1 li • ' 1 indsgálginn n iesta r r D 1 yinng • •• in í meöierö g ;ununi- Á b jorgui narbata sious tuann — segir Jens P. Bie og Jörgen Gudiksen frá Nordisk Gummibaatfabrik í Esberg Jörgen Gudiksen yfirfer ýmis tæknileg atriði varðandi gúmmíbjörgunabáta, með ís- lenskum skoðunarmönnum í húsakynnum Gúmmíbátþjónustunar. „Framleiðsla á Víking gúmmí- björgunabátum eykst sífellt og á síðastliðnu ári voru framleiddir bátar, sem taka alls 62 þúsund manns. Þessir bátar voru seldir hvorutveggja um borð í báta og skip og um borð í flugvélar. Um þesSar mundir framleiðum við 8 tegundir af gúmmíbjörgunarbát- um, af stærðinni 4 til 25 manna,“ sögðu þeir Jens Peter Bie og Jörg- en Gudiksen frá Nordisk Gummibaadsfabrik í Esbjerg í Danmörku í samtali við Víking fyrir skömmu. Þeir félagar voru þá staddir hérlendis á vegum um- boðsfyrirtækis síns, Kristján O. Skagfjörð. Þann tíma sem þeir dvöldu hér á landi héldu þeir námskeið fyrir skoðunarmenn gúmmíbjörgunarbáta á íslandi og námskeiðið sóttu 20 menn hvað- anæva af landinu. Framleiðsla á Víking gúmmí- björgunarbátum hófst í kringum 1960, en stofnendur Nordisk Gummibaatfabrik eru fiskimenn í Esbjerg. í upphafi höfðu þeir hugsað sér að verksmiðjan þjónaði fyrst og fremst danska markaðn- um en fljótlega jókst eftirspum, byrjað var að selja bátana til hinna Norðurlandanna og reyndar um allan heim. Viking komu fyrstir á markað með trefjahús utan um sjálfa bátana, en áður höfðu þeir verið geymdir í trékössum og hafði það reynst misjafnlega vel. „Við höfum fyrst og fremst beitt VÍKINGUR okkur að Norðurlandamarkaðn- um og þar er okkar langstærsta markaðshlutfall. Okkur er ekki alveg nógu vel kunnugt um mark- aðshlutfallið á íslandi, en best gætum við trúapð að það sé um 60%,“ sögðu þeir Bie og Gudiksen. Eftir því sem Nordisk Gummi- baatfabrik gúmmíbátaverksmiðj- uraar hafa stækkað, hafa þær reynt að ná betri fótfestu í öðrum löndum og það hefur tekist. Fyr- irtækið rekur nú verksmiðjur í Hollandi, Bretlandi og Bandaríkj- unum. Þegar þeir félagar voru spurðir um hvort mikil framþróun hafi orðið í gerð gúmmíbáta á síðustu árum svöruðu þeir: Sigmundsgálginn bylting. „Það er alltaf einhver framþró- un. Meðal annars koma sífellt sterkari gerviefni á markaðinn. En fyrst og fremst hafa kröfur um bætta báta komið frá íslandi. Það hefur verið mjög ánægjulegt að starfa með íslenskum stofnunum eins og Siglingamálastofnun ríkis- ins. íslendingar hafa unnið ómet- anlegt starf í sambandi við betri gúmmíbjörgunarbáta. Má þar 49

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.