Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Side 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Side 50
Yfirbvggður björgunarbátur frá Viking. nefna að nú er hafið að framleiða þá með nýju opi, nýjum stiga og nýju rekakkeri allt eftir íslenskum kröfum. Gúmmíbátarnir munu halda áfram að þróast að þessu leiti, en að okkar mati er sleppi- búnaðurinn frá Sigmund, Sig- mundsgálginr., mesta bylting í meðferð gúmmíbjörgunarbáta, sem komið hefur síðustu 15 árin. Við erum mjög hrifnir af hug- mynd og útfærslu Sigmunds í Vestmannaeyjum á þessu kerfi og höldum að það muni ryðja sér til rúms um allan heim. Við hjá Vik- ing höfum þegar ákveðið að mæla með þessum sleppibúnaði og munum reyna að útfæra hann eftir bestu getu.“ Þeir Gudiksen og Bie sögðu að íslenskir eftirlitsmenn og skoðun- armenn gúmmíbjörgunarbáta væru yfirleitt mjög færir í sínu starfi, enda menn sem almennt hefðu 15 til 20 ára reynslu á þessu sviði. „Á undanförnum árum höfum við verið með námskeið í meðferð gúmmíbjörgunarbáta í Frakk- landi, í Bandaríkjunum og auð- vitað á Norðurlöndum, en það verður að segjast að íslenskir skoðunarmenn eru yfirleitt starfs- bræðrum sínum fremri. Helstu vandræðin sem við höf- um átt við í sambandi við okkar gúmmibáta, og svo er reyndar með alla framleiðendur, er hvað fáir sjómenn hafa séð þá uppblásna eða í notkun og kunna því lítið að fara með þessi tæki. Fyrir nokkr- um árum höfðu aðeins á milli 4 og 6% danskra sjómanna séð upp- blásinn gúmmíbjörgunarbát. Þessir menn vissu hvernig átti að nota þá, en aðrir sjómenn yfirleitt ekki. Vonandi þurfa menn aldrei að nota þessi björgunartæki, en ef svo fer þá er nauðsynlegt að menn viti það helsta sem þarf að gera. Því höfum við farið út í mikla upplýsingaherferð í meðferð gúmmíbjörgunarbáta. í því skyni höfum við látið gera kvikmyndir um notkun bátanna og hafa þær verið sýndar víða um heim. Með þessu móti náum við hvað mest til manna.“ Þess má geta að Nordisk Gummibaatfabrik framleiðir ekki aðeins gúmmíbáta, verksmiðjum- ar framleiða einnig hefðbundna björgunarbáta, opna eða yfir- byggða, björgunarvesti og ýmis fleiri tæki sem notuð eru til björg- unarstarfa. Hefðbundinn gúmmíbjörgunarbátur af Viking gerð. 50 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.