Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Síða 56
það, það má heita dautt og í því
hefur aldrei verið neinn lífsþrótt-
ur. Við getum því ekki veitt er-
lendum sjómönnum sem hingað
koma, neina fyrirgreiðslu þó við
séum í sambandi norrænna
velferðarráða.
— Hverning miðar starfi nefnd-
arinnar sem átti að afla mynd-
banda um öryggismál?
— Við höfum nú fest kaup á
Samningar tókust
í Danmörku.
— Hvernig er ástandið í þess-
um málum hjá nágrannaþjóðum
okkar?
— í Danmörku hefur tekist
samkomulag milli sjónvarpsins
annars vegar og rithöfunda og
flytjenda hins vegar um upptökur
á efni fyrir sjómenn. Þetta hefur
því miður ekki tekist hér. Við höf-
um sent menntamálaráðuneytinu
lög þau sem um þessi mál fjalla í
Danmörku en ekkert hefur heyrst
frá þeim varðandi það. Eins lof-
uðu þeir útvarpsmenn að reifa
þetta mál í síðustu samningum
sínum við leikarafélagið en ekki
hef ég heyrt að neitt hafi komið út
úr því.
Erlendis fá íslendingar alla
þjónustu sem velferðarráðin á
Norðurlöndum veita við útleigu á
myndböndum, bókum og fleiru.
Þessi velferðarráð senda efni um
allan heim með flugi.
Samningar um kaup
öryggismálainynda.
— Er til velferðarráð hér á
landi?
— Það er varla hægt að segja
Um borð í islcnska skuttogara er nú yfirleitt komið myndsegulband því ekki sést íslenska
sjónvarpið oft þar sem þeir eru staddir að veiðum. Myndbandaleigur leigja efni og tekið
er upp fyrir þá í landi og nú hefur nefnd á vegum Siglingamálastofnunar fest kaup á
öryggismálamyndum sem lánaðar verða í íslcnsk skip.
Um borð í farskipum gefast oft stundir til tómstundaiðkana og hefur myndbandavæð-
ingin haldið innreið sína þangað, skipverjum til dægrastyttingar. Ekki hefur barátta
F.F.S.I. við Ríkisútvarpið borið árangur enn um að sjónvarpið sendi fréttaútdrætti og
fleira íslenskt efni til þeirra íslcndinga sem ekki njóta þess að horfa á íslenskt sjónvarp.
talsverðu magni af myndum sem
síðan verða teknar upp á mynd-
bönd, tíu eintök af hverri mynd.
Vonandi verður búið að setja ís-
lenskt tal inn á þær um áramótin
svo hægt verði að fara að lána þær
út. Annars háir fjárskortur starf-
seminni mjög því hvergi eru til-
tækir aurar til kaupanna. Fisk-
veiðasjóður hljóp undir bagga
með fjárframlag sem þó dugar
hvergi nærri til þess að koma
myndbanka af stað. Peninga til
þessara mála hefur ekki verið afl-
að og þeir eru vitanlega ekki teknir
upp af götunni. Siglingamála-
stofnun mun líklega sjá um dreif-
ingu bandanna í skipin, þeim að
kostnaðarlausu.
Varðandi íslenska efnið frá
Ríkisútvarpinu þá finnst mér for-
ráðamenn stofnunarinnar áhuga-
lausir. Þeir virðast ekki vilja leggja
mikið á sig til að íslenskir sjómenn
fái að fylgjast með íslenskri
menningarumræðu eða frétta-
flutningi. Það virðist nóg að sjóar-
amir borgi skattana sína. Málið
hefur hvorki gengið né rekið síðan
byrjað var að ræða það og allt í
biðstöðu enn, sagði Ingólfur
Stefánsson að lokum. E.Þ.
56
VÍKINGUR