Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Síða 62

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Síða 62
Búið að opna kassann og talning að hefjast. Ingólfur frá Vélstjórafélaginu telur og Ingólfur Stcfánsson frá F.F.S.Í. skráir. Atkvæðagreiðsla um samninga F.F.S.Í. Atkvæðagreiðsla um samninga F.F.S.Í. sem birtust í síðasta tölu- blaði Víkings, fór fram dagana 12. ágúst til 10. september. Atkvæði greiddu 135. Þann 10. september voru at- kvæði talin og féllu þau þannig: Vélstjórar: 49 já, 17 nei, 2 auðir. Stýrimenn: 45 já, 18 nei. Loftskeytamenn: 5 já, 1 auður. Ógildir seðlar voru þrír. Samtals samþykktu því 94 samningana en 35 voru á móti. Auðir og ógildir voru 6. E.Þ. Nýr Jón Þórðarson til Patreks- fjarðar Þessa dagana er væntan- legur til landsins nýr 200 tonna fiskibátur, sem fær væntanlega nafnið Jón Þórð- arson BA. Jón Þóröarson er keyptur frá Noregi og kemur í stað eldri Jóns Þórðarsonar, sem væntanlega verður seld- ur í brotajárn, en þaö skip var smíðað árið 1958 í A-Þýzka- landi og er einn af tappatog- urunum svonefndu. Eigandi Jóns Þórðarsonar er Héðinn Jónsson. Talningamenn við störf sín.Trá vinstri Ingólfur Stefánsson, framkvæmdastjóri F.F.S.I., Ingólfur Ingólfsson formaður Vélstjórafélags íslands, Guðlaugur Gíslason, starfsmaður Stýrimannafélags íslands, ísak J. Ólafsson starfsmaður Vélstjórafélagsins, Bogi Þórð- arson, frá Félagi íslenskra loftskeytamanna og Baldur Hermannsson, formaður Stýri- mannafélagsins. 62 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.