Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Side 63

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Side 63
 Fundarmenn á fundi Norrænna skipstjórnarmanna. íslcnsku fulltrúarnir eru 1., 3. og 5. frá vinstri. Frá Stýrimannafélaginu: Dagana 2. og 3. september sl. var haldinn, í fyrsta sinn hér á landi, fundur Norrænna skipstjómar- manna, Nordisk Navigatörs Kongress. Fundur sem þessi er haldinn tvisvar á ári, til skiptis hjá aðildarfélögunum en aðilar að sambandinu eru öll félög skip- stjómarmanna á farskipum á Norðurlöndum að undanskildum Færeyjum og Grænlandi. Af hálfu Stýrimannafélags íslands sátu fundinn þeir Baldur Halldórsson, formaður, Páll Hermannsson, varaformaður og Guðlaugur Gíslason, starfsmaður félagsins. Að sögn Guðlaugs var margt rætt á fundinum sem snertir hags- munamál skipstjórnarmanna á farskipum. Má þar nefna fjölda í áhöfn en nú er mjög víða til- hneiging til að fækka mönnum um borð samfara öðrum samdrætti hjá útgerðarfélögum. Sá sam- dráttur kemur einnig fram í því að útgerðarfélög taka upp erlendan fána, hagkvæmnisfána svokallað- ann. Við það fást lægri skattar og ódýrari mannskapur. Eru lönd eins og Panama, Grikkland og Singapore, vinsæl í þessu efni. Að vonum eru skipstjórnarmenn ekki hrifnir af slíku og vilja hamla gegn þessari þróun. Einnig voru örygg- ismál og menntunarmál mikið rædd. Fundir þessir afgreiða ekki samþykktir, þeir eru til samráðg- unar fyrir forystumenn skip- stjórnarfélaganna svo auðveldara sé fyrir þá að fylgjast með hver hjá öðrum. Tólf erlendir gestir sátu fundinn og létu þeir vel af dvöl sinni á Is- landi. Þeir skoðuðu Gullfoss, Geysi og Þingvelli en hápunktur ferðarinnar fannst þeim að fara til Vestmannaeyja. Næsti fundur forystumanna skipstjórnarmanna verður haldinn í Oslo, 17.-18. mars á næsta ári. E.Þ. Útbúum lyfjakistur fyrir skip og báta. Eigum ávallt tilbúin lyfja- skrín fyrir vinnustaði, bif- reiðar og heimili. INGÓLFS APÓTEK Hafnarstræti 5. Sími 29300 Lesendur 67 ára og eldri Eins og frá hefur verið skýrt í blaðinu var ákveðið að veita ellilífeyrisþegum helmings afslátt á áskrift blaðsins. Ekki hefur sú framkvæmd gengið sem skyldi því á áskriftarlistum okkar kemur aldur áskrifenda ekki fram svo gíróseðlar með fullu verði voru sendir út til allra sem ekki hafa sérstaklega tilkynnt aldur sinn. Viljum við hvetja þá sem rétt hafa á þessum afslætti að tilkynna það á skrifstofuna að Borgartúni 18, sími 15653 eða 29933. VÍKINGUR 63

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.