Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Page 67

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Page 67
LANDSSMIOJAN JltlasCopce lOFT PRESSUR AlIarstæróirfYrir verktakaog iöníYrirtæki Einnig ræsilof tþjöppur ÍYrir skip LANDSSMIÐJAN S 20 6 80 r Alit fjármálaráöherra: Innheimtumenn sýni sjómönnum lipurð við innheimtu gjalda Margir sjómenn eiga nú í erfið- leikum með greiðslu opinberra gjalda og hafa leitað til samtaka sinna eftir því að þau tækju á málinu og leituðu leiða fyrir allan hópinn til að fá greitt úr þessum vanda. Af því tilefni skrifaði Far- manna- og fiskimannasambandið fjármálaráðherra bréf þann 20. september s.l. þar sem farið var fram á að hann beindi því til inn- heimtumanna ríkissjóðs um land allt, að tekið yrði á málum þessum af skilningi í Ijósi þess hvernig vandi sá sem um er að ræða væri til kominn. Fulltrúar F.F.S.Í. og Sjó- mannasamband íslands gengu skömu síðar á fund fjármálaráð- herra til að frétta af gangi máisins í ráðuneytinu. í ljós kom að fjár- málaráðherra hafði brugðist skjótt og vel við og sent innheimtu- mönnum sínum bref þann 5. október en bréfið fer hér á eftir: „Ráðuneytinu hefur borist bréf frá Farmanna- og fiskisamband- inu þar sem frá því er greint að sjómenn eigi víða erfitt með að standa í skilum með opinber gjöld, sbr. ljósrit af bréfinu. Hér mun fyrst og fremst um að ræða menn sem starfað hafa á loðnuskipum svo og menn af togaraflotanum. Á meðan byggt er á eftirá- greiðslukerfi skatta verður aldrei hjá því komist að hlutfall skatta og tekna greiðsluársins verði misjafn hjá þeim starfshópum, þar sem tekjusveiflna gætir mjög á milli ára. í ár kann að vera að fleiri til- vik af þessu tagi hafi komið upp en venjulega einkum hjá loðnusjó- mönnum þar sem engar loðnu- veiðar hafa verið leyfðar. Af þessum sökum telur ráðu- neytið sérstaka ástæðu til að inn- heimtumenn sýni lipurð í sam- skiptum sínum við gjaldendur í þeim tilvikum sem mánaðarleg greiðsluskylda á síðari hluta ársins virðist vera óvenjulega hátt hlut- fall af tekjum þessara mánaða. Eru það tilmæli ráðuneytisins að innheimtumenn verði tilbúnir til samninga við gjaldendur sem VÍKINGUR 67

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.