Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Blaðsíða 8
8 Víkingur Ég var vissum íslenskir fiskimenn hafa vissulega oft lagt af stað í róður í tvísýnu veðri. Því hefur þaö sjálfsagt ekki þótt tiltökumál þótt 4 bátar réru frá Akranesi þann 4. janúar 1952. Veðurútlit þetta kvöld var tvísýnt, en í veðurfréttum kl. 22.00 var því spáö að ekki myndi hvessa að ráði fyrr en uppúr hádegi næsta dag og þá af suðaustri, sem ekki þykir vond átt, né hættuleg góöum þátum á norðanverðum Faxaflóa. Samt réru aöeins 4 bátar, skipstjórum annarra leist ekki á veöurútlit, eftir að hafa „brætt“ meö sér horfurnar, eins og þaö var kallað þegar spáð var í veðrið. Einn þeirra fjögurra báta sem réru frá Akranesi þennan dag fyrir rúmum 30 árum kom aldrei aftur. Það var Val- ur AK. Annar, Sigrún AK 71, var mjög hætt kominn. Áhöfnin barðist fyrir lífi sinu í meira en tvo sólarhringa á brotnu og mikið löskuðu skipi í slíku veðri aö elstu menn mundu ekki annað eins. Var afrek áhafnarinnar taliö einstakt, einkanlega skipstjór- ans Guðmundar Jónssonar, sem stóð viö stýrið illa klæddur í gluggalausu stýrishús- inu mestan hluta þessa tíma. Stýrimaður á Sigrúnu AK 71 þegar þetta var, og einn af eigendum hennar, er Þórður Sigurösson, núverandi verkstjóri í veiöarfæradeild Hrafnistu í Reykjavík. Viö báóum Þórð aö rifja upp þennan sögulega róður, þar sem svo litlu munaði að enginn yröi til frásagnar um. Lagt í tvísýnu — Nokkuð er nú farið að firnast yfir smá atriði i huga manns, en i stórum dráttum man ég þennan róður vel og mun sjálfsagt aldrei gleyma honum meðan ég lifi, enda hefur ekkert um dagana haft eins mikil og afgerandi áhrif á mig og það sem fyrir okkur kom þessa rúma tvo sólar- hringa. Það var föstudaginn 4. janúar1952 sem við lögðum af stað i þennan róður. Auk okk- ar reru Svanur AK, Valur AK og Ásmundur AK. Þegar við lögðum af stað i róðurinn þarna um kvöldið var svona 4ra til 5 vindstiga norðaustan kaldi og veðurspá kl. 22.00 hafði verið sæmileg, ekki meira, og við lögðum i tvisýnu. Þó töldum við okkur sleppa ef spáin reyndist rétt. Hinsvegar hlustuðum við ekki á spána kl. 24.00, en þá hafði hún breyst og spáð enn verra veðri en áður, þó átti það ekki að versna aö mun fyrr en um hádegisbil daginn eftir. Við héldum út i norðaustur frá Akranesi og þegar stimaö hafði verið 24 sjómilur lögðum við línuna i sömu átt. Siðan var beðiö til morguns eins og lög gerðu ráð fyrir. Veðrið fór heldur versnandi en var þó ekki verra en það að við töld- um fært að draga linuna. Okk- ur varð á sú skyssa að líta ekki á barómetið undir morg- uninn. Hefðum við gert það, hefðum við strax lagt af stað í land, þvi nálin sneri beint nið- ur. Við settum út Ijósabaujuna, en færið slitnaði og fór i skrúf- una, án þess þó að hún yrði óvirk. Við héldum þá að næstu Ijósaþauju og um kl. 8 um morgunin var byrjað að draga linuna. Þá var komið vitlaust veður og haugasjór. En það er alltaf einhver þrái i sjómönn- um þegar svona stendur á og í stað þess að hætta við og halda til lands reyndum við að draga. Þegar við svo höfðum dregið 3 bjóð reið brotsjór yfir bátinn að framanverðu og tveir af áhöfninni, Gunnar Jör- undsson 1. vélstjóri og Trausti Jónsson háseti, köstuðust á spilið og slösuðust all mikið og urðu aö fara niður. Þá var veðrið orðið svo vont og sjórokið svo mikið að ekki sást út fyrir borðstokkinn. Vindur var genginn i suðaust- ur og haugasjór. Við sáum aö þetta þýddi ekki neitt og ákváðum að reyna að ná landi sem fyrst og héldum heimleið- is, sem er lens í þessari átt. Báturinn brotnar Ætli við höfum ekki verið búnir að sigla í um það þil 20 mínútur eða svo þegar brot- sjór hóf bátinn á loft og kast- aði honum niður á bakborðs- kinnung af sliku afli að ekkert var uppúr nema stjórnborðs- siða. Sumir töldu að báturinn hafi farið hring í sjónum en það tel ég af og frá. Hægt og bit- andi reisti Sigrún sig viö, en svo lengi var hún að þvi að manni fannst það heil eilifð, eftir að maður áttaði sig á þvi hvað hafði gerst. í Ijós kom að bakborðslunning ásamt ellefu styttum og skjólborði hafði sópast burt, auk þess sem all- ar rúður í þrúnni þrotnuðu og stýrishúsið fylltist , af sjó. Anker sem komið hafði verið framá kastaðist fyrir borð ásamt virrúllu sem boltuð var i dekkið. Einnig öll bjóð á dekki, lifbáturinn, ásamt öllu laus- legu. Allt sem losnað gat i lúg- arnum fór í einn hrærigraut. Þar sem báturinn var nú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.