Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Síða 81
FELAGSMAL
Dagana 22. og 23. október
1984 kom saman i Borgartúni
18, Reykjavík, húsi F.F.S.Í.,
fiskveiðinefnd F.F.S.Í.. Nefnd
þessi var fyrst stofnuð á þingi
F.F.S.Í. 1981, en var aldrei köll-
uö saman 1982. Á þinginu
1983 var aftur samþykkt að
stofna slika nefnd. Verksvið
nefndarinnar skyldi vera að
kynna sér allar leiðir er til
greina koma við stjórnun fisk-
veiða og taka afstöðu til þeirra
hugmynda sem fram kunna að
koma á næsta ári, 1984, um
stjórnun veiða. Nefndin skal
þannig skipuð að öll félög inn-
an F.F.S.Í., sem eiga starfandi
menn við fiskveiðar, skulu
skipa tvo menn í nefndina.
Annar starfi á togurum en hinn
á bátaflotanum. Þau félög sem
eingöngu eiga starfandi menn
i annarri greininni skipi einn
mann i nefndina. Nefnd þessi
skal vera til staðar og taka fyr-
ir þau mál sem henni berast
um stjórnunarleiðir i fiskveið-
um. Nefndinni skal skipt i tvær
undirnefndir og fjalli önnur um
veiðar togara og hin báta.
Forseti og varaforseti
F.F.S.Í. skulu vera formenn
nefndarinnar og skipta með
sér verkum þannig að annar
sé með bátaveiðar og hinn
með veiðar togara.
Mættir voru eftirtaldir menn frá
þeásumfélögum:
Farmanna- og fiskimanna-
samband íslands:
Guöjón A. Kristjánsson,
Helgi Laxdal.
Skipstjóra- og stýrimannafél.
„Verðandi":
ÓskarÞórisson.
Skipstjóra- og stýrimannafél.
„Aldan":
Gunnar Gunnarsson,
Sturla Einarsson.
Skipstjóra- og stýrimannafél.
„Visir“:
Garðar Garðarsson,
Sig. Trausti Þóröarson.
Skipstjóra- og stýrimannafél.
„Bylgjan":
Flosi Jakobsson,
Guðni Einarsson.
Skipstjóra- og stýrimannafél.
„Sindri":
Halldór Jónasson.
Sá hluti nefndarinnar sem fjallaði um veiðar togaranna.
Skipstjóra- og stýrimannafél.
„Ægir“:
Ólafur Jónsson.
Vélstjórafélag íslands:
Samúel Guðmundsson,
Guömundur Hafsteinsson.
Vélstjórafélag Vestmanna-
eyja:
Halldór Waagfjörð.
Skipstjórafélag Norlendinga:
Gisli Jóhannsson,
Sigurður Haraldsson.
Félag islenskra loftskeyta-
manna:
ReynirBjörnsson.
Fyrir nefndina voru lögð eft-
irfarandi gögn L fundarbyrjun:
Öll lög og reglugeröir sem i
gildi eru á þessu ári um fisk-
veiöar. Uppkast að frumvarpi
til laga um stjórnun fiskveiða
næstu ár með tillögum til
breytinga. Gæðaskýrsla Fiski-
félags íslands. Úttekt á veið-
um skipa á þeim 7 tegundum
sem eru í kvótaskiptingu á
þessu ári miðað við stöðuna 3.
október 1984. Reglugerðir um
sérstök togveiðisvæði. Yfirlit
yfir aflann 1978—1983. Tillög-
ur Hafrannsóknarstofnunar
og hvað var veitt af hverri teg-
und.
Dagskrá var þannig 22.
október að forseti setti fund-
inn kl. 14:10 og bauð menn
velkomna. Siðan ræddi Jakob
Jakobsson um fiskistofna og
horfur. Fyrirspurnir voru marg-
ar og ræddu fundarmenn við
Jakob til kl. 16:15 um alla
þætti fiskveiða og rannsóknir
Hafrannsóknarstofnunar. Þá
var gefið kaffihlé til kl. 16:45.
Fundi haldið áfram og sameig-
inlegur fundur báta- og tog-
aramanna um hver heildara-
flaviðmiöun ætti að vera og
hvort marka ætti stefnu til fleiri
ára i senn. Samþykkt að
FFSÍ
mótar
fisk-
veiði-
stefnu
Nefndin skal þannig
skipuö aðöllfélög
innan FFS/, sem
eiga starfandi menn
viö fiskveiöar, skuli
skipa tvo menn í
nefndina. Annar
starfi á togara, hinn
á bátaflotanum.
Víkingur 81