Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Side 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Side 23
Fra forystunni Á þróunin að stýra okkur eöa eigum viö aö stýra þróuninni. Þessi yfirskrift er tekin úr félagsblaöi vinnuveitenda í Noregi i sambandi viö viðtal viö framkvæmdastjóra Vinnu- veitendasambands Noregs. Þar stendur ennfremur: Ef viö ætlum aö halda okkar efna- legu stööu megum viö ekki stöðva tækniþróunina — þvert á móti. Og viö skulum einnig hafa þaö hugfast aö það eru takmarkaðir möguleikar á hvorutveggja aö stööva þessa þróun og stýra henni. Tækninýjungarnar ganga e.t.v. meö meiri hraöa en æskilegt er, sjómennirnir veröa aö fá sérstaka menntun og þjálfun meðan skipiö er byggt. Sjómannaskólar duga ekki til. Þaö er kapphlaup milli byggingartima skipsins og menntunar áhafnarinnar. Einstöku útgerðir hafa tekiö i notkun allan þann tækniþún- aö sem fáanlegur er og gera út mjög tæknibúin skip. Þessu fylgir svo fækkun i áhöfn bæöi yfir- og undirmanna og fulltrúi útgeröarinnar, skipstjórinn, verður aö standa sjóvaktir. En aftur aö upphafinu „stýr- um viö þróuninni eöa platar þróunin okkur?“. Amerísku geimferjunni „Discovery“ var nýlega skotiö á loft i annað sinn. Talningin var stöövuö aðeins fimm sekúndum „fyrir brottför“ vegna bilunar i tæknibúnaöi. Ekki eru allir svo heppnir aö geta stoppaö meö svo stuttum fyrirvara. I greininni sem vitnað var til hér að framan er þaö ekki tal- inn fjarlægur möguleiki aö skipstjórinn standi sjóvakt, fækkaö i öllum stéttum um þorð, hásetinn skal burt úr brúnni. Tæknin tekur viö. Þaö er talað um EO (vakt- fritt vélarúm) 24 tima á sólar- hring á öllum siglningaleiðum i hvaöa veöri sem er. Nýtt nafn Bl — eöa brúarvakt meö aöeins einn siglingafræðing (navigatör) á vakt er á óska- listanum. Þaö verður fámenn virk (effektiv) áhöfn sem gerir ekki annaö en aö vinna, sofa og matast. Enginn timi gefst til félagslegra samskipta. Þegar vélfræöingurinn lýkur námi sinu til aö veröa yfirmaður (offiser) höfum viö fengið mann sem getur tekiö vaktir á stjórnpalli (Bl) eöa unnið viö vélaviögeröir ef svo til verkast (multi nurpose man). Áöur en sá timi kemur — ef hann kem- ur — verðum viö endilega aö koma auga á aö þau tvö stétt- arfélög, sem nú eru fulltrúar stýrimanna og vélstjóra, veröa aö taka upp mjög nána sam- vinnu. Fyrsta skrefið hefur þegar veriö tekið i Noregi meö samkomulagi um launastiga. Nýlega var haldinn sameigin- legur fundur i Mariehavn þar sem samtök skipstjórnar- manna og samtök vélstjóra á Norðurlöndum héldu sameig- inlegan fund, sem er lika spor i þessa átt. Útgerðarmennirnir hafa lagt á þaö ríka áherslu og staöhæft aö lif norska farskipaflotans (Norsk skipsfart) sé m.a. háö þvi aö fækkaö sé i áhöfnum. Nú er timinn kominn til aö fara í saumana á og meta hvort ekki er einhver sem situr viö skrifboröiö i landi og mætti missa sin, og hvort ekki mætti endurskipuleggja vinnubrögð- in þar og gera þau virkari. Framanritað er þýðing á for- ystugrein úr félagsblaði Skip- stjórafélags Noregs og er eftir framkvæmdastjóra þess, Ragnar Grönsand. Guölaugur Gislason. Guðlaugur Gíslason framkvæmdastjóri Stýrimannafélags íslands. •.. er það ekki talinn fjarlægur möguleiki að skipstjórinn standi sjóvakt, fækkað verði íöllum stéttum um borð, hásetinn skal burt úr brúnni. Tæknin tekur við. Kaupskip á ytri höfn- inni í Reykjavík. Er framtíð manna um borð að vinna, sofa og matast án þess að hafa tima til félags- legra samskipta. Víkingur 23

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.