Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Side 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Side 59
byggð. Enn hafði tognað úr kostnaðinum, 19.500.000,- var hann orðinn, að viðbættum 6.000.000,- vegna gengis- breytinga. Og einu ári siðar, þegar prófanir og endurbætur höfðu farið fram, voru enn komnar nýjar kostnaöartölur, nú hærri en nokkru sinni fyrr, 27.900.000.- Ástæður fyrir sihækkandi kostnaöi voru taldar meðal annars áðurnefnd verkföll og slæmt veðurfar fyrsta bygg- ingarárið, kostnaður vegna öryggis- og brunavarnarkerfis sem ekki var reiknað með í upphafi, gengisbreytingar og loks kostnaður við að breyta verksmiöjunni þannig aö hægt væri aö vinna úr öðru hráefni en sild. Höll handa sjö síldum Hvernig reyndist verksmiðj- an? Var „norska aöferðin" eins góð og um var rætt i upp- hafi? Gat verksmiðjan brætt 5000 mál á sólarhring? Þetta eru erfiðar spurningar, þvi i byrjun árs 1952, þegar verk- smiðjan hafði starfað i um það bil eitt ár, hafði hún aðeins brætt 13.000 tonn af fiski eða sem samsvaraði 20 daga af- köstum. Þar af var aðeins litill hluti sild, enginn raunveruleg reynsla fékkst þvi af starfsemi Faxaverksmiðjunnar né af „norsku aðferðinni". Þrátt fyrir þessa slæmu tið voru stjórnendur verksmiðj- unnar þjartsýnir á framtíðina. En svo var ekki um alla. Þórð- ur Björnsson bæjarfulltrúi var einn hinna efagjörnu. Hann lagði í nóvember 1952 fram spurningalista i niu liðum um fjármál og framkvæmdir Faxa- verksmiðjunnar. Svörin bárust skömmu siðar. Þar segir að hráefnisnýting hjá verk- smiðjunni, þann tima sem hún starfaði, hefði verið mun hetri Sveinn S. Einarsson verk- fræöingur var ráöinn fram- kvæmdarstjóri síldarverk- smiðjunnar Faxa. en hjá öðrum verksmiðjum i landinu. Mjölið væri betra, hvitara, eggjahvituauöugra og fituminna. Raunar var látiö að þvi liggja i svarinu að „norska aðferöin" væri það árangurs- rík að vel mætti framleiða i verksmiðjunni mjöl til mann- eldis. Lýsi verksmiðjunnar þótti reyndar lakara en annað lýsi, en það virtist ekki veru- legt vandamál, með viðbótar- tækjabúnaði mætti ráða bót á þvi. Reyndar hafði komið i Ijós við rannsóknir á lýsinu að i þvi leyndist mjög verömætt efna- samband sem ekki fyndist i liku magni i neinu öðru lýsi og hreint væri það margfalt verð- mætara en lýsið sjálft. Eftir- spurn eftir þessu efni væri mjög mikil úti í heimi. Þrátt fyrir hráefnisskortinn var því ekki að heyra neitt svartnættisraus frá stjórendunum Faxaverk- smiðjunnarveturinn 1952. Erfiðleikar verksmiðjunnar stöfuðu að mestu leyti af hráefnisskorti. Sildarleysiö vó þar þyngst, en einnig almenn aflatregða, eftir að verksmiðj- an var tilbúin til að taka við ýmsu öðru hráefni en sild til bræðslu. Stjórnendur verksmiðjunnar kvörtuðu sáran undan þvi að togarar bæjarins lönduðu afla sinum i öðrum höfnum. Einnig bentu þeir á að frystihúsin i bænum létu fiskimjölsverk- smiöjuna á Kletti ganga fyrir um fiskúrgang þar sem flest frystihúsin væru þar með- eigendur. Forsvarsmenn Faxaverksmiðjunnar bentu á að lausnin á þesum vanda væri að leysa sem fyrst tækni- leg vandkvæði á að nýta þá „gifurlegu sildargengd" sem þeir töldu sig hafa fulla vissu Verksmiöjan, eftir aö aörir eigendur tóku viö reksirinum og hún hét orðið Sildar- og fiski- mjölsverksmiðjan h.f. Þrátt fyrir hráefnisskortinn var ekki aö heyra neitt svartnættisraus frá stjórnendum Faxaverksmiöj- unnar veturinn 1952. Víkingur 59

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.