Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Blaðsíða 11
Viðtal orðinn opinn á bakborða, var ekki lengur hægt að halda undan og þvi ekki um annað að ræða en að andæfa og var bátnum þvi snúið uppi og haldið vest til suðvest. Þannig var barist allan daginn og gekk sæmilega. Enn versnaði veðrið um nóttina og við and- æfðum. Það var allt óvirkt um borð nema stýrið og vélin, sem blessunarlega gekk, annars sætum við ekki hér. Allt var brotið í lúgarnum svo hvorki var hægt að hita upp né elda matarbita. Þar að auki var talstöðin ónýt, því sjór flæddi um hana alla, þegar stýrishús- ið fylltist. Við gátum þvi ekkert látið af okkur vita. Undir morg- un á sunnudag vorum við komnirað Stafnnesi. Við sáum ekki land, en þótt- umst hafa séð vitaljós og töld- um þetta vera Garðskagavita, sem reyndist vera rétt. Um kl. 10 um morguninn spurði ég Guðmund skipstjóra hvort ég ætti ekki að fara út og uppá stýrishús og gæta að hvort ég sæi vita, þvi við óttuðumst að stranda. Hann samsinnti því og ég klifraði upp og hafði all góða handfestu. Sjór var þá með allra versta móti enda vorum við i röstinni miðri. og þar sem ég var að reyna að kikja eftir vitanum reið brot yfir skipið. Hélt að alltværi búið Báturinn lagðist aftur á hlið- ina, en rétti sig strax viö en mig tók út. Báturinn hafði fariö á kaf aö aftan og ég sogaðist út. Þegar mér svo skaut upp sá ég bátinn fjarlægjast og þá taldi ég að allt væri búið, það kæmi ekki til greina að þeir myndu finna mig og þó svo væri, aldrei ná mér upp. Það barst aö mér eitthvað spýttna- brak og ég kom þvi undir hendurnar og hékk á þvi. Þá var vindur 11 til 12 vindstig og sjór eftirþvi. Guðmundur skipstjóri hafði séð hvað gerðist og hann sneri þegar við og tókst aö koma skipinu að mér. Þeir Kristján Fredreksen 2. vél- stjóri og Ásgeir Ásgeirsson matsveinn köstuðu til min línu, en svo var af mér dregið að ég náði engu taki á henni. Guð- mundur kallaði til þeirra að setja i mig haka en þeir þorðu það ekki af ótta við að drepa mig. Einhvernveginn náði ég taki á hakanum og þeir náðu til min, en gátu ekki hift mig um borð. Guðmundur skipstjóri, sem var heljarmenni að burð- um, hljóp þá frá stýrinu, greip í mig, dró mig aöeins aftur eftir bátnum og kippti mér inn. Það var handtak drengur! Ég var þá nær meðvitundarlaus, bæði gegn kaldur og búinn aö drekka sjó. Þeir skáru utan af mér stakkinn og dældu uppúr mér sjó. Þetta gekk bærilega en ég var svo þjakaður aö ég stóð ekki. Ég hresstist samt furðu fljótt, en var samt svo helkaldur að það var tekið til bragös að leggja mig á vélina, það var eini staðurinn þar sem einhvern yl var að fá. Ég fór úr sokkum, peysu og utanyfir- buxum til að þurrka þetta og eftir nokkurn tima leið mér orðiðsæmilega. Dýrðleg sjón Áfram var haldið, en aldrei var sjór verri en þarna i Garð- skagaröstinni. En þegar við svo náðum fyrir Garðskaga varð sjólag strax betra og þegar við komum inn undir Gerðahólma hittum við fyrir varöskipið Þór, sem var þar i vari, en hafði reynt að leita okkar en gat ekkert aðhafst vegna veðurs. Ég held að það Sigrun AK-71 áleiði slipp eftir skemmdirnar i róðrinum 4. janúar 1952. Þegar mér svo skaut upp, sá ég bátirm fjarlægjast og þá taldi ég að allt væri búiö, þaö kæmi ekki til greina aö þeir mundu finna mig... Víkingur 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.