Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Blaðsíða 73
Er synd og skömm að bræða síld?
Norsku síldarmjölsverk-
smiöjurnar taka árlega á móti
um þaö bil 1,8 milljónum tonna
af hráefni, sem úr eru unnin
um þaö bil 200.000 tonn af
lýsi og 300.000 tonn af mjöli,
upplýsti Nils Urdahl, forseti
Rannsóknarstofnunar sildar-
lýsis- og síldarmjölsiðnaðar-
ins i Noregi, í ræöu sem hann
hélt á ráöstefnu um sildar-
mjölsframleiðslu i Stavanger
nýlega.
— Meira en helmingur nær-
ingarefna i fiskinum skilar sér i
lýsinu, sem er notaö í matvör-
ur. Næringarefnainnihald
þessara 200.000 tonna af
sildarlýsi er álika mikið og i
allri landbúnaöarframleiöslu
Noregs samanlagöri. Þegar
meginhluti lýsisins hefur veriö
tekinn og vatniö fjarlægt er
mjölið eftir. Það geymir þvi öll
þau efni sem i lifandi fiskinum
finnast. Mikill áhugi er á fjölda
þessara efna, bæöi frá sjónar-
hóli næringarefnafræðinnar
og lyfjafræöinnar, en þekktast
er samt sem áöur síldarmjölið
fyrir sitt rika eggjahvituefna-
innihald, sem er um 70%.
Eggjahvitan i þeim 300.000
tonnum af síldarmjöli, sem
árlega eru framleidd, er sex
sinnum meiri en i allri kjöt-
framleiöslu landbúnaöarins á
samatima.
Lýsið fer beint i neyslu og
mjölið i húsdýrafóöur. í næstu
umferö fáum viö svo matvörur
af húsdýrunum. Hversu mikinn
mat viö fáum út úr sildarmjöl-
inu er nokkuð breytilegt eftir
dýrategundum, en talið er
hæfilegt aö reikna meö 20%
sem meðaltali. Þegar 20 prós-
entunum af næringarefnunum
i mjölinu er bætt viö næringar-
efnin i lýsinu, fáum viö út aö
58% af upphaflegu næringar-
efnainnihaldi sildarinnar skilar
sér i tilbúinni marvöru.
Niöurstaöan hlýtur aö vera
sú aö meira fæst af mat út úr
síldinni meö þvi að breyta
henni i lýsi og mjöl, heldur en
meö ýmsum hefðbundnum
neysluaöferöum. Leyfiö mér
aö leggja áherslu á þaö strax,
aö ég lit alls ekki þannig á aö
viö eigum i framtiðinni aö neita
okkur um þá gleði, sem diskur
meö glansandi kryddsildar-
flaki meö örlitlu af dilli hlýtur
aö vera bæöi augum og
bragölaukum, en viö verðum
aö borga þaö þvi verði sem
þaö kostar, og viö skulum ekki
imynda okkur aö meö þvi móti
nýtum viö sildina endilega
best.
— Þegar fiskimaöurinn
heldur til veiöa, er mikil veiði
vafalaust efst i huga hans. En
raunverulegt markmiö hans er
þaö sama og verksmiöjueig-
andans, og raunar okkar allra,
þaö, að bera sem mest úr bit-
um fyrir þaö sem hann leggur
af mörkum. Hringnótabátur
nútimans er i sjálfu sér þróaö-
ur iönrekstur, þar sem mikil
fjárfesting er aö baki hvers
starfsmanns. Eigi endar aö
nást saman, veröur báturinn
aö eiga þess kost að skila
góöum afköstum. Þaö krefst
aftur á móti aö til sé þróaður
iðnaður, sem getur tekiö viö
aflanum og á hraöan og
hagkvæman hátt breytt hon-
um i seljanlega afurö. Þá kröfu
uppfyllir nýtísku sildarverk-
smiöja.
— Af þvi hvernig ég tala,
Ein nútimalegasta fiskimjölsverksmiöja heimsins er Romsdal Havprodukter í Harösund í Noregi. Hún er
tölvustýrð frá upphafi til enda og þar starfa aöeins 2—3 menn. Myndin er frá stjórnstöðinni, þar sem tölvan
fylgist grannt meö öllu sem gerist i verksmiöjunni.
Nils Urdahl
Þar af leiöandi er
þaö ekki synd og alls
ekki skömm aö láta
verulegan hluta
þeirrar síldar, sem
viö vonumst til aö
veiöa íframtíðinni,
fara í framleiöslu á
lýsi og mjöli.
Víkingur 73