Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Blaðsíða 24
Greinina sem hér fylgir, skrifaði danskur dáti um borð í skrúfukorv- ettunni „Heimdal" fyrir nær 125 árum. Þá lá skipiö á Dýrafirði. Dátinn, sem einfaldlega er kallaður „Z“ segir mjög skemmtilega frá því sem honum er i huga. Greinin var birt í lllustreret Tidende árið 1860, en Einar Vilhjálms- son sendi Víkingn- um hana. íbúarnir viö fjöröinn eru nálægt þúsund aö tölu, fiski- menn og fjár- bændur, aö mestu fátækir og nægju- samir menn, sem berjast fyrir lífi sínu viö sjó, snjó og is og fagna hverju strái, sem vorsólin lífgar dalinn þeirra meö. 24 Víkingur DYRAFJORÐUR Það eru varla margir af les- endum þessa blaðs, sem þekkja Dýrafjörð eða hafa heyrt hans getið, þó hefur hann eöa gæti haft þýðingu fyrir valdajafnvægi Evrópu. Hugsum okkur 4 mílna lang- an fjörð, sem skerst frá hafi inn í landið. Við fjaröarmynnið er hann nálægt ein mila á breidd en mjókkar er innar dregur og tvær milur innan við mynnið er breiddin aðeins fjóröungur danskrar milu. Miðfjarðar er áll margir faömar á dýpt en með báðum löndum eru vikur, varðar af eyrum, þar sem skipin geta legið örugg sem í kommóöuskúffu og stærstu skip sem plægt hafa höfin, gætu siglt allt til vikur- botna. Fjarðarins er gætt af háum fjöllum. Innsiglingin er varin af Skagafjalli að norðan en Hafnarnesi að sunnan og inn af þeim svo langt sem aug- að eygir tekur eitt fjall við af ööru og ganga sumsstaðar i sjó fram en annars með ströndinni, allt voldugir risar um eitt til tvö þúsund fet á hæð með láréttum berglögum og ýmist háslétta efst eða hvass- ir hryggir. Miðsvegar inn með firðinum að sunnan gengur tangi út frá landi er nefnist „Þingeyri", þar sem fyrr á tima var haldið þing og eru þvi til sönnunar rústir gamals þinghúss. Á milli Þingeyrar og fjarðarmynnsins er stór vik, einskonar ytrihöfn eða her- skipalega, varin af annarri eyri, Sveinseyri, nægjanlega stórtil þess að rúma voldugan flota. Hin eiginlega innri höfn er innan við Þingeyri. Á milli Þingeyrar og fjaröarmynnisins eru minnst fjórir bæir, sem standa uppfrá ströndinni i döl- um, sem ganga inn á milli fjall- anna og eru staöarlegir með kirkjur sínar og aörar bygging- ar. Bæirnir Hraun og Sandar eru á suðurströndinni, hinir tveir, Núpur og Mýrar, á norð- urströndinni. Á herskipaleg- unni, sem heitir Haukadals- bugt, liggur stórt herskip fyrir akkerum. Á stórmastrinu er ekki veifa eins og á venjuleg- um herskipum heldur aðmír- álsfáni, sem gefur til kynna að stjórnandi skipsins, háttsettur sjóliðsforingi, kommandör af heiðursfylkingunni og riddari af Balh-orðunni, er flotaforingi en ekki aðeins stjórnandi eins skips. Og gangir þú út með firðinum þá munt þú sjá allan flotann, nokkuð yfir 200 beiti- skip, sem liggja dreifð út með ströndinni, skammt frá landi. Og hvar er svo þessi mikilvægi Dýrafjörður — þetta annað Sebastopol, sem gæti verið mikilvægt fyrir valdajafnvægið í Evrópu? Er þetta frönsk, ensk, rússnesk eöa amerísk flotahöfn? Er þetta flói við lahde eða Danzig, sem Rúss- ar hafa augastað á sem bæki- stöð fyrir hinn vaxandi þýska flota? Nei! Væri þessi staður við eitthvert þessara landa eða á álíka hagkvæmum stað, þá væri þýðing hans mikil, en á norð-vesturströnd íslands, þar sem hann er að finna er hann varla rúbin i kórónu Danakóngs. Hin glæsilegu fjöll, sem girða fjörðinn, eru ekki græn eða klædd grasi og vinviði og hvorki krýnd virkjum né virðu- legum rústum, heldur snæviþakin ófrjó fjöll án kjarrs og skóga, þar sem snjórinn þekur ekki eingöngu tindana heldur teygir sig niður dalina, allt til sjávar. Napur norövest- an vindur blæs oft inn fjörðinn um hásumarið og ber með sér grænlensku isþokuna, því Grænland er næsti granni og heimskautsbaugurinn er skammt undan. Hinir fjórir bæir við fjörðinn eru ekki staðir á borð við London eða Hamborg, heldur samanstanda af kirkjunni, sem er tjargaður kofi með hvitri flaggstöng umkringd af nokkrum steinkofum, hinum svonefndu bæjum. ibúarnir við fjörðinn eru nálægt þúsund að tölu, fiski- menn og fjárbændur, að mestu fátækir og nægjusamir menn, sem berjast fyrir lifi sinu við sjó, snjó og is og fagna hverju strái sem vorsólin lifgar dalinn þeirra með. Grasið er grátt, lágvaxið og gisið en árn- areru margar, vatnið tært, kalt og svalandi. Hún eru litil og hólfuð i mörg herbergi, með þykkum veggjum úr steini eöa torfi. Það er lágt til lofts og dimmt i þessum herbergjum, saggað og óhreint andrúms- loft. Dyr eru það lágar að menn verða allt að þvi að skriða til þess að komast um þær og óþægilegur móreykur- inn teygir sig um allar vistar- verur. Gakktu varlega um þessar vistarverur, annars stigurðu á hund, sem sefur á gæru, eða þú rekur þig á rúm- stokk og fellur i rúmið hjá gamla sjúklingnum, sem liggur þar, eða þú rekst á gamlan vefstól, sem stendur úti við litla ræfilslega skjáinn i djúpu gluggatóttinni. Frá innsta herberginu berst dauf birta á móti okkur. Hér getur þú gengið inn. Litill gluggi, með fjórum smáum rúðum, gefur þér næga birtu til þess að visa þér á borð og nokkra tréstóla þar sem þú tekur þér sæti og nýtur gestrisni húsráðenda, sem bera þér meðal annars nýmjólk. Settu það ekki fyrir þig, þótt af mjólkinni sé smávegis móreyksbragö. Skoskt viski er ekki ekta nema af þvi sé móreyksbragö! Ef þú vilt skoða umhverfið, skalt þú biðja bóndann að lána þér hest sinn. Þú færð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.