Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Side 64

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Side 64
Ævintýri . . . Fariöeraö amast viö Hæringi, öörum skipaeigendum finnst hann pláss- frekur og bæjarstjórnar- andstaöan kastar hnútum aö honum. 64 Víkingur Stefán Jóhann Stefánsson forsætisráðherra, og for- maður Alþýöuflokksins, batt miklar vonir við bræðsluskip- ið Hæring. ber 1948 leggst Hæringur að bryggju. Helstu framámenn þjóðarinnar, ráðherrar, þing- menn og stjórnendur bæjarins eru samankomnir niðri við Höfn. Forsætisráðherrann, Stefán Jóhann Stefánsson, flytur ræðu: Að áliti ríkisstjórnarinnar er hér um þjóðþrifafyrirtæki að ræða. Ég þakka þeim sem forystu hafa haft um fram- kvæmd þess. En þess er ekki að dyljast að þaö er árangur af samvinnu hinna 16 Vestur-Evrópuþjóða um endurreisn Vestur-Evrópu (Mbl. 17.10. '48). Greinilegt er að ríkisstjórn- in hefur tröllatrú á þessu fyrirtæki og lánar eigend- unum stóran hluta þess fjár, sem þarf til kaupa og breyt- inga á skipinu. Stjórnvöld láta 625 þúsund dali renna til Hærings af Marsjallláninu, en það samsvarar um 4 milljón- um ísl. kr. á þáverandi gengi, en tilbúið til vinnslu er það talið kosta um 5,5 milljónir. Nú er næst á dagskrá að gera skipið klárt sem fyrst. Verkefninu á að miða vel; sagt er að 150 manns eigi að vinna við að koma síldarbræðslu- vélunum fyrir í skipinu og full- búa það að öðru leyti. Framkvæmdir ganga að óskum, skipið er tilbúið að taka á móti síld [ byrjun desember 1948 og verk- smiðjan er reynd með því að vinna úr um 50 tonnum af síld, en vinnslugeta hennar er talin vera um 700 tonn á sólar- hring. Með Hæringi og nýju Faxaverksmiðjunni í Örfirisey er afkastageta síldarbræðsl- anna á Faxaflóasvæðinu um 4 þúsund tonn á sólarhring eða níföld á við það sem var árið áður. Á Hæringur að vera á landakortinu? Það er komið vor árið 1950 og Alþýðublaðið veltir fyrir sér hvort fara eigi að gera Hæring upp vegna skulda. Og blaðið spyr hvort ekki sé hægt að leigja skipið til Noregs, frekar en láta það liggja aögerðar- laust: Nei, sá kostur er ekki vænlegur að mati Jóhanns Hafsteins, stjórnarformanns fyrirtækisins, af þeirri ástæðu að skipið hefur aldrei verið notað neitt og engin reynsla á þaö komin. (Alþ.bl. 18.2. '50 og 14.4. '50). Hvers vegna er ástandið svona slæmt? Jú, það gerðist, sem ýmsir ótt- uðust, en varla nokkur þorði að segja upphátt á árinu 1948. Síldin hvarf, það var nánast engin veiði allt árið 1949 og ekki eru horfurnar góðar. Þar að auki hafa aðrar bræðslur setið fyrir þeirri sild sem fengist hefur og sama er að segja um annan gúanófisk og fiskúrgang. Farið er að amast við Hær- ingi, öðrum skipaeigendum finnst hann plássfrekur og bæjarstjórnarandstaðan kastar hnútum að honum. Það Sveinn Benediktsson út- gerðarmaður var einn helsti hvatamaöur að stofnun Hær- ings. er löngu orðið brýnt að verk- efni fáist fyrir skipið og loks er tekin ákvörðun um að Reykja- víkurbær og Sildarverksmiðjur rikisins taki að sér á eigin ábyrgð að nota skipið við Austfirði um sumarið. En sú ferð reynist ekki til fjár, um haustið liggur Hæringur aftur við Ægisgarð og hefur aðeins brætt rúmlega 500 tonn í austurferðinni. Enn bætist við skuldahalann og útlitið framundan er ekki kræsilegt. Ekki eru likur til að fáist nema eitthvað smávegis af sild og karfa næstu mánuðina. Allir eru löngu hættir að hrósa sér af þvi að hafa átt þátt i kaupunum á Hæringi. Skipið er fariö að láta á sjá, viöhaldið hefur veriö litiö og á góunni kviknaði i þvi. Uppgjaf- artónn er kominn í þæjar- stjórnina; hún samþykkir i árs- lok 1952 að kjósa skilanefnd til að slita hlutafélaginu Hær- ingi h/f. Framtið Hærings er vinsælt umræðuefni; er hægt að breyta honum i flutningaskip, eöa á að selja hann i þvi ástandi sem hann er? Jónas

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.