Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Blaðsíða 45
stuðningsmenn fjórgengis- véla en stuðningsmenn tvi- gengisvélaí hinum. Þetta eiga þeir áreiðanlega erfitt með að skilja sem aðeins þekkja til bílvéla, þvi þær eru nær allarfjórgengisvélar, enda sparneytnari en tvígengisvél- ar. En fleira kemur til: Þegar þullan gengur niður opnast soglokinn sjálfvirkt og bensín- loftblandan sogast inn i brunahólfið. Þá lokast soglok- inn og bullan gengur upp og þéttir eldsneytisþlönduna. Þvi næst er kveiking og þá þrýst- ist bullan niður. Þegar hún gengur upp á ný opnast út- blásturslokinn og brunagasið þrýstist út. Að sjálfsögðu gerðu vélar- framleiðendur sér Ijóst að lok- arnir gerðu mögulegt að nýta eldsneytið sem best en það var þó gert á kostnað afkasta þvi að kveiking verður aðeins í öðru hverju slagi. Ef kveiking yrði í hvert skipti sem bullan gengi upp, þ.e. ef notuð er tvígengisaðferð, yrðu afköstin miklu meiri þvi að kveikingarnar yrðu þá tvöfalt fleiri en i fjórgengisvél. Auk þess fylgja þvi miklir kostir aö losna við sog- og útblásturs- lokana. Neðarlega i strokkn- um eru inntaks- og útblást- ursop sem opnast um stund þegar bullan gengur niður. Nýrri eldsneytisblöndu er dælt inn um inntaksopið og þrýstir hún brunagasinu út um út- blástursopið. Þetta er snjöll hugmynd og einföld. En hún hefur sína galla. Loftskiptin eru ekki eins nákvæm og í fjórgengisvélinni þar sem þau eru lokastýrð. Nokkuð af nýju eldsneytis- blöndunni sleppur út um út- blástursopið og nokkrar leifar af brunagasi verða alltaf eftir í strokknum. Tvígengisvél er þvi ekki tvöfalt afkastameiri en fjórgengisvél, heldur hefur hún aðeins 60% meiri afköst. Það þótti mörgum vélar- framleiðendum ekki nóg og þróunin tók nýja og óvænta stefnu. Til dæmis smíði tví- virkra tvígengisvéla en henni var síðar hætt. I þessum vélum voru brunahólf bæði yfir og undir bullunni. Þegar bullan var í hástöðu varð kveiking yfir bullunni en þegar hún var í lágstöðu varð kveiking undir henni. Á fjórða áratugnum var mörgum stórum herskipum með slíkum aflvélum hleypt af stokkunum, svo sem „Deutschland", Admiral Scheer“ og „Admiral Graf Spee“. í hverju þeirra voru átta aðalvélar og fjórar hjálp- arvélar. Heildarafköst þeirra voru 71.000 hestöfl. Um árabil voru þetta stærstu skipavéla- samstæöur í heimi. Þá hugs- uðu menn fyrst og fremst um sem mest afköst. Þá skipti minna máli eldsneytissparn- aöur sem nú er lögð höfuö- áherslan á varðandi rekstur skipavéla. Og hvernig lita þær út þess- ar sparneytnu dísilvélar sem framleiða rúm 40.000 hestöfl? Til dæmis má nefna tólf- strokka-vélina L 90 MCE sem fyrirtækin Burmeister & Wain og M.A.N hafa sameinast um að smíða. Þetta er tvigengis- vél og því, fræöilega séð, ekki eins sparneytin og fjórgengis- vélin. En við skulum gæta að þvi hvaða brögðum vélafram- leiðendurnir beita til þess að nýta eldsneytisorkuna sem best. Meö forþjöppu er orkan nýtt til hins ýtrasta Á þessari vél er einn út- blástursloki á hverjum strokki sem veldur þvi að loftskiptin verða eins og þau best geta Bullustengur orðið. Vélin er afar hábyggð til þess að unnt sé að hafa bull- una mjög háa, eða um þrjá metra. Þvermál hennar er 90 sentímetrar. Með þessu móti var hægt að koma snúnings- hraðanum niðuri 60 snúninga á minútu. Bullan hefur þvi hálfa sekúndu til að ganga niður strokkinn og er það nægur timi til þess að bruninn verði fullkominn og eldsneytið nýtist sem best. En fleira kemur til: Tvær risastórar forþjöppur, sem knúnar eru af heitu útblást- ursgasinu og nýta þar með orku sem annars tapast, þrýsta samþjöppuðu lofti inn í strokkinn. Bullurnar þurfa því ekki að þjappa loftinu saman og þannig sparast orka. Loks er unnt aö nota jafnvel lélegt eldsneyti, svo sem svartolíu, og er henni þá breytt í betra eldsneyti. Hún er látin fara gegnum skilvindur og siukerfi og er siðan hituð upp í allt að 100 stig á Celsius, eftir þvi hve seig hún er i byrjun. Sum- ar olíur eru seigfljótandi eins og hunang viö venjulegan lofthita. Eftir þessa meðferð er eldsneytið orðið hæft til að þvi sé sprautaö inn i strokkinn og brennt þar með góðum árangri. En þó að hér sé um ýmis góð tæknibrögð að ræða, koma þau bíleigendum að litl- um notum, því að hér skilja leiðir skipa- og bílvéla, og ekki aðeins hvað varðar tækni. Hundrað hestafla vél i nýjum bil er sennilega um 100.000 króna virði. Maður greiðir sem sagt 1000 krónur fyrir hvert hestafl. En reikningurinn fyrir nýja skipsdísilvél er af allt Beintenging: Bullur eru tengdar með krosshausum (renni klossum með tengingum) og sambandsstöngum við sveifarásinn og knýja hann. Viö skulum gæta aö þvíhvaöa brögöum vélaframleiö- endurnir beita til þess aö nýta elds- neytisorkuna sem best. Víkingur 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.