Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1984, Blaðsíða 62
Ævintýri Hærings gamla
Hann er gömul striöskempa, til oröinn í Buffalo í Ameríku. Hann er sendur hingað noröur, kom- inn hátt á fimmtugsaldurinn. Móttökurnar eru höföinglegar, þaö vantar ekki, sjálfur forsætis- ráöherrann býöur hann velkominn. Hann er kallaöur tákn Marsjallhjálparinnar. Honum er ætl- aöur mikill starfi og ferðalög. Hann heitir Hæringur.
Þaövarvesturí
Bandaríkjunum áriö
1903, nánar tiltekiö í
borginni Buffalo viö
Vötnin mikiu, aö
verkamenn hleyptu
af stokkunum
tæplega 1 þúsund
lesta skipi, 390 feta
á lengd og 50 feta á
breidd.
62 Víkingur
Fleiri bræðslur —
fleiri bræðslur
Það er ársbyrjun 1948, síldin
vaðandi og aðeins fjórar litlar
sildarbræöslur á Faxaflóa-
svæðinu, Akranesi, Hafnar-
firði, Njarðvik og Keflavík, sem
afkasta ekki nema rúmum
400 tonnum á sólarhring. Það
er varla nokkurt vit að sitja aö-
gerðarlaus, aflinn i fyrra af
Suðurlandssild var um 75
þúsund tonn og hann veiddist
á skömmum tima. Á þessu ári
stefnir i metafla og engin
bræðsla er i Reykjavík.
Útvegsmenn hafa líka tekið
við sér, enda telja þeir sig sjá
fram á að ekki verði nokkur
leið fyrir bræðslurnar að vinna
úr allri þeirri sild sem berst á
land. Þegar er búið að ákveða
að drifa i að stækka verk-
smiðjurnar sem fyrir eru og
byggja auk þess nýjar við
Köllunarklett i Reykjavik og i
Hvalfiröi, þannig að fyrir lok
ársins verði hægt að vinna úr
u.þ.b. tvö þúsund tonnum á
sólarhring.
Samkvæmt áætluninni á
aöeins ein þessara verk-
smiðja að vera i Reykjavík.
Það hlýtur að vekja spurning-
ar, auk þess sem ekki er sjálf-
sagt að fyrirhuguð stækkun
sé nægileg. Bæjarstjórnin i
Reykjavik ákveður að kanna
þetta nánar og fær til þess
helstu útgeröarstórlaxana i
bænum, þá Svein Benedikts-
son formann stjórnar Síldar-
verksmiðja rikisins, Ingvar
Vilhjálmsson forstjóra ísbjarn-
arins, Jón Axel Pétursson
forstjóra Bæjarútgerðar
Reykjavíkur og Jakob Haf-
stein framkvæmdastjóra LÍÚ.
Auk þeirra eru i nefndinni, Jó-
hann Hafstein bæjarfulltrúi og
alþingismaður og Þorvarður
Björnsson yfirhafnsögumaður
i Reykjavik.
Liðið er á janúar 1948, þeg-
ar nefndin skilar niðurstöðum:
Við teljum að bæjarstjórnin
eigi að beita sér fyrir þvi að
mynda hlutafélag um sildar-
verksmiðju í skipi sem geti
unnið úr allt að 10 þúsund
málum á sólarhring (1350
tonn) af sild. Til eru vélar i
landinu sem Óskar Halldórs-
son útgeröarmaður á. Það er
höfuðkostur við svona verk-
smiðju, að hana verður bæði
hægt aö nota til að vinna úr
Faxaflóasildinni á veturna og
á sumarvertið fyrir norðan.
Undir lok janúarmánaðar
samþykkir bæjarstjórnin að
hrinda tillögum sildarbræöslu-
nefndarinnar í framkvæmd.
Ákveðiö er að stofna hlutafé-
lag með þátttöku Reykjavikur-
bæjar, Sildarverksmiöja rikis-
ins, hlutafélagsins Hafsildar,
sem útgerðarmenn stofnuöu i
þessu skyni, og loks Óskars
Halldórssonar, sem leggur til
bræðsluvélarnar í skipið.
Hlutafélag er formlega stofn-
að þann 12. febrúar og hlýtur
nafnið Hræringur. Hlutaféð er
5 milljónir og á hver sinn fjórð-
ung.
Vestur í Buffalo
Það var vestur í Bandaríkjun-
um árið 1903, nánar tiltekið í
borginni Buffalo við Vötnin
miklu, að verkamenn hleyptu
af stokkunum tæpleg 7 þús-
und lesta skipi, 390 feta á
lengd og 50 feta á breidd.
Lífshlaup þess er ókunnugt að
öðru leyti en því, að nokkru
fyrir seinni heimsstyrjöldina
virðist sem skipinu hafi verið
lagt eftir langa og dygga þjón-
ustu, en tekið til handargagns
á ný árið 1943 þegar amer-
íska herinn vantaði skip og
lagfært mikið. Að striðinu
loknu var Duluth, eins og skip-
ið hét þá, verkefnalaust og
þeið nýrra starfa i Portland á
Kyrrahafsströnd Bandarikj-
anna. Ýmsir sýndu áhuga á að
fá Duluth i sína þjónustu og
varð italskt skipafélag loks
hlutskarpast. Duluth horfði
fram á Ijúfa daga við Italiu-
strendur en svo breyttist allt,
Ítalir gátu ekki staðiö í skilum
og samningunum var rift.
Áðurgreind sildarbræðslu-
nefnd lagði nú til að þetta skip
yrði keypt, samkvæmt ráöum
Jóns Gunnarssonar verk-
fræðings. Hann og fleiri höfðu
skoðað skipið og taliö skrokk
þess i ágætu ásigkomulagi,
enda hefði það alið nánast all-
an aldur sinn i ósöltu vatni og
tærðist þvi minna en ella. Talið
var að skipið gæti enst i 15 ár
án verulegs viðhalds, og
mundi kosta, komið hingað til
lands með ýmsum aukabún-
aði, um 3 milljónir króna, en
um 5,5 milljónir eftir að búið
væri aö koma sildarbræðslu-
vélunumfyririskipinu.
Stjórn Hærings komst að
þeirri niðurstöðu að rétt væri
að taka þessu iilboði. Duluth
er snúiö á norðurslóðir og