Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1985, Síða 16
FELAGSMAL
32. þing FFSI
Fiskveiöisteínan var án efa mál málanna á 32. þingi Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands, sem stóö dagana 5.-9. nóvember s.l. Tekist
var á um stefnuna af mikilli alvöru og einurö, og niöurstaöan varö, eins
og flestir vita nú oröiö, aö stefna sú sem Guöjón A. Kristjánsson forseti
FFSÍ baröist fyrir, og lagöi endurkosningu sína aö veöi fyrir, varö ofaná,
meö nokkrum mun.
Öryggismálin voru einnig ofarlega íhugum manna á þinginu og fengu
talsveröa umfjöllun, enda er ekki einleikiö hversu erfitt sumir menn eiga
meö aö skilja aö líf sjómanna er þess viröi aö halda því til haga.
Fulltrúar á þinginu voru 71, samkvæmt bókum, frá 15 félögum sem
mynda FFSÍ. Hluta þingtímans var fulltrúum skipt í níu starfshópa, sem
hver grandskoöaöi þau mál sem til þeirra var vísaö, og geröu tillögur til
þingsins um afgreiöslu þeirra. Samtals skiluöu starfshóparnir 63 álykt-
unum til þingsins og þingiö afgreiddi þær allar, sumar óbreyttar og aörar
meö mismunandi þýöingarmiklum breytingum.
Þaö er mál manna aö þetta hafi veriö starfsamt þing, en um afrakstur
þess hafa menn auövitaö deildar meiningar, eftir því hvernig afgreiöslu
þeirra hjartans mál fengu á þinginu.
SV
16 VÍKINGUR