Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1985, Side 67

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1985, Side 67
Svo einfalt var það nú ekki i 8. tbl. Vikingsins 1985 birtist nokkuö einkennileg grein eftir formann Vélstjóra- félags islands, þar sem hann er aö svara grein Haralds Ing- ólfssonar um kjör vélstjóra á farskipum. Þar sem grein for- mannsins er uppfull af þvætt- ingi, kemst ég ekki hjá aö svara henni i nokkrum orðum. Strax i upphafi greinarinnar lætur formaðurinn i Ijós þá skoöun sína, aö honum beri ekki aö hafa skoöanir á efni, sem birtist i Vikingnum, þó fjallað sé um Vélstjórafélagiö. Þetta er rangt. Sem formaöur stærsta félagsins innan FFSI, ber honum aö hafa skoðanir á efni sem birtist í Vikingnum, hvort heldur fjallaö er um hagsmunamál vélstjóra eöa annað efni i blaðinu. Jafn- framt skal formaöurinn minnt- ur á aö Sjómannablaðið Vík- ingur á aö vera málgagn FFSÍ og þvi rétti staðurinn fyrir skoöanaskipti af þessu tagi. Þessu næst reynir formaö- urinn aö snúa út úr kjara- könnun Haralds Ingólfssonar meó því aö þenda á lág- markskröfur til menntunar 2. vélstjóra á farskipum. Þetta breytir ekki þeirri staðreynd, aö vélstjóri, sem lokið hefur námi úr Vélskólanum og sveinsprófi i vélvirkjun, byrjar oftast ævistarfiö i neðstu tröppunni (þaö er sem 2. eöa 3. vélstjóri). Annaö væri óeölilegt og má i þvi sam- bandi benda formanninum á, ef hann skyldi ekki vita þaö, aö i dag tekur þaö upp undir tuttugu ár aö vinna sig upp i stööu yfirvélstjóra hjá Eim- skip, en þaö stendur þó til bóta meö auknum flótta vélstjóra af skipunum vegna lélegra kjara. Og enn heldur formaöurinn áfram aö þvæla málin, nú um sameiginlega kjarakönnun, sem framkvæma átti ein- hverntima endur fyrir löngu i tengslum við þágeröa kjara- samninga og hefur veriö frestaö si og æ, aö sögn for- mannsins vegna þess hversu umfangsmikið verkefniö sé. Þetta er vitleysa. Kjarakönn- un sem þessa má fram- kvæma á örstuttum tima, séu vilji og gögn fyrir hendi. Þaö þýöir ekki aö biöa eftir þvi aó útgerðinni þóknist að taka þátt i henni, þvi hagsmunir hennar eru i þvi fólgnir aö draga könnunina á langinn. Og gögnin eru allt i kringum okkur, séum viö á þurru landi einsog formaðurinn. Þá heldur formaðurinn þvi fram, aö Haraldur telji félags- menn Sjómannafélags Reykjavikur búa viö mjög góö kjör. Honum væri nær aö lesa greinina betur, þvi aö Harald- ur segir undirmenn á skipun- um langt frá þvi að vera sæla af sinu. Má i þvi sambandi visa formanninum á þaö aö kjarakönnun Haralds bendir ekki á góö kjör annarra, held- ur frámunalega léleg kjör vélstjóra. i framhaldi af þessu fullyröir formaöurinn, aö kjör vélstjóra á farskipum hafi ekki skarast miöaö viö kjör félagsmanna í Sjómannafé- laginu i sinni formennskutið. Þessa fullyröingu er for- manninum óhætt aö éta ofan í sig aftur, þvi hvert einasta skip, sem bæst hefur i flotann á undanförnum árum, hefur veriö meö svokallaö vaktfrítt vélarúm, sem þýöir versnandi kjör vélstjóra vegna úreltra kjarasamninga. Einnig má geta þess aö félagsmenn Sjómannafélagsins náöu nýlega talsverðri leiöréttingu á kjörum sinum á sama tima og Vélstjórafélagið geröi litiö tl hagsbóta sinna félags- manna. Undir lok greinar sinnar kemur formaöurinn aöeins inn á þaö viökvæma atriði, sem er þaö aö standa sam- eiginlega aö kjarasamningum meö öörum yfirmönnum á farskipum. í þeim málum get ég ekki veriö sammála stjórn og formanni. Ástæöa þess er aö meö aukinni tæknivæö- ingu um borð i skipunum og mannafækkunum hafa kjör vélstjóra versnað meir en annarra. Vandamál bryta og loft- skeytamanna eru ekki aðeins versnandi kjör þeirra, sem veriö hafa i samræmi viö versnandi kjör annarra lág- launahópa í landinu, heldur útrýmingarstefna útgeröanna gagnvart þessum stéttum. Fækkun stýrimanna hefur reyndar einnig veriö ofarlega á blaöi hjá útgerðunum, en þótt sú fækkun hafi komið stéttinni illa, sem heild, hefur þaö einnig komið mörgum blönkum stýrimanninum vel aö lenda á tveggja stýri- manna skipi og fá þannig fjóra yfirvinnutima á hærri taxta fyrir hvern þann sólar- hring sem skipið er á sjó. Gagnvart vélstjóranum hefur þessi þróun hinsvegar orðið völd aö kjaraskeröingu. Sú stefna útgerðanna aö hafa eins fáa menn um borð i skipunum og mögulegt er, sú sama stefna og hefur nánast útrýmt brytum og loftskeyta- mönnum af skipunum, hefur leitt af sér stóruakið vinnu- álag á vélstjóra, en vegna nú- verandi greiðslufyrirkomu- lags fá þeir lægri laun fyrir yfirvinnu á kallvöktum heldur en fyrir dagvinnu, og þegar tekiö er tillit til þess aö meiri- hluti yfirvinnunnar er á lægri taxta gefur þaö auga leiö hversu fáránlegt þetta er. í ööru lagi má nefna svonefnt kælitillegg. Fyrir aö halda gangandi einu til tveimur kælikerfum um borö i skipum, Kristján G. Kristjánsson vélstjóri. Svo einfalt var það, skrifaði Helgi Laxdal i 8. tbl. Víkingsins. Kristján G. Kristj- ánsson heldur nú fram að svo ein- falt hafi það alls ekki veriö. Helgi Laxdal svarar svo í stuttu máli. Það er mat rit- stjórnar að rétt sé að gefa forustu- mönnum félaga innan FFSÍ kost á að svara strax ef þeir verða fyrir gagnrýni í blað- inu, og einkum ef til þeirra er beint spurningum. Komi fram óskir frá höfundum um að svariö birtist blaöi seinna, verða þær metnar hverjusinni. Ritst. VÍKINGUR 67
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.