Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1985, Blaðsíða 62
Laxeldi við Djúp
Texti og myndir:
Friðrik
Indriöason
Viö Laxeldisstööina á Reykjanesi er nú framkvæmd athyglisverö tilraun, sú fyrsta
sinnar tegundar, til sjódælingar i staðbundið laxeldi á landi. Sjónum er dælt beint
upp úr Reykjarfirði og hann síöan blandaöur heitu vatni, af staðnum, til að ávallt
haldist rétt hitastig á honum. Allt bendir til þess aö ná megi eldisfiskinum frá klaki til
sláturstærðar á tveim árum meö þessari aöferö en til samanburðar má geta þess aö
í Noregi tekur sú þróun nú þrjú ár.
Viö tilraunina eru nú notuö tvö eldisker, 56 rúmm., og eru um 3000 laxar í ööru
þeirra en rúmlega 1500 í hinu. Stærö laxins liggur nú á bilinu 2—300 gr en seiðin
voru sett í kerin síöla vetrar. Verið var aö byggja yfir tvö ker til viðbótar er Sjó-
mannablaöið Víkingur var þarna á ferð í lok október s.l. Blaðiö ræddi þar viö aö-
standendur stöövarinnar um tilraunina og framtíöartengsl stöðvarinnar viö Héraös-
skólann á Reykjanesi, þá Pétur Bjarnason, Skarphéöinn Ólafsson skólastjóra og
Hilmar Pálsson kennara.
Myndin til vinstri er af
sjókvinni, en hin er af
mönnum við störf þar.
Saga stöðvarinnar
Aö sögn Péturs Bjarnason-
ar er saga stöðvarinnar á
Reykjanesi i stuttu máli sú að
hann, ásamt fyrrverandi fé-
lögum sinum og bændum i
nágrenninu, stóð að hafbeit-
arstöö í Reykjafirði á árunum
1974 til 1982. Þá varð Ijóst aö
hafbeit á þessum slóðum var
stopul og bar Pétur af þeim
sökum upp tillögu á aðalfundi
félagsins 1982 um að opna
þaö fyrir nýju hlutafé til rekst-
urs staðbundinnar stöðvar á
Reykjanesi.
„Þar sem flestir félaga
minna voru þá fluttir til
Reykjavíkur reyndist ekki
grundvöllur fyrir þessu innan
félagsins og þvi ákvað ég
sjálfur að hefja undirbúning
að stofnun eigin stöðvar“
sagði Pétur Bjarnason í sam-
tali viö Sjómannablaðið Vik-
ing.
„Svo til á sama tima og
þetta er i bigerð hjá mér er is-
lax hf. i Nauteyrarhreppi með
hugmynd um þessa tilraun á
Reykjanesi og ákveðið var að
efna til samstarfs okkar á
milli. I framhaldi af þvi var
gerður tveggja ára samstarfs-
samningur okkar i millum. í
sumar komu þeir Skarphéð-
inn og Hilmar svo inn í þetta
samstarf“ sagði Pétur.
Framkvæmd
tilraunarinnar
Eins og fram kom i upphafi
greinarinnar eru nú notuð tvö
eldisker við tilraun þá er nú er
framkvæmd á Reykjanesi. i
máli þeirra félaga kom fram
aö i upphafi var sjódælingin
látin ganga af sjálfsdáðum
yfir heitustu mánuðina i fyrra-
sumar en yfir köldustu mán-
uðina i fyrravetur var heitu
vatni, sem nóg er af á Reykja-
nesi, blandaö saman við
sjóinn til að stöðugt hitastig
væri i kerjunum. Er þessi
beina blöndun margfalt
kostnaðarminni en forhitun
sjávarins.