Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1985, Síða 62

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1985, Síða 62
Laxeldi við Djúp Texti og myndir: Friðrik Indriöason Viö Laxeldisstööina á Reykjanesi er nú framkvæmd athyglisverö tilraun, sú fyrsta sinnar tegundar, til sjódælingar i staðbundið laxeldi á landi. Sjónum er dælt beint upp úr Reykjarfirði og hann síöan blandaöur heitu vatni, af staðnum, til að ávallt haldist rétt hitastig á honum. Allt bendir til þess aö ná megi eldisfiskinum frá klaki til sláturstærðar á tveim árum meö þessari aöferö en til samanburðar má geta þess aö í Noregi tekur sú þróun nú þrjú ár. Viö tilraunina eru nú notuö tvö eldisker, 56 rúmm., og eru um 3000 laxar í ööru þeirra en rúmlega 1500 í hinu. Stærö laxins liggur nú á bilinu 2—300 gr en seiðin voru sett í kerin síöla vetrar. Verið var aö byggja yfir tvö ker til viðbótar er Sjó- mannablaöið Víkingur var þarna á ferð í lok október s.l. Blaðiö ræddi þar viö aö- standendur stöövarinnar um tilraunina og framtíöartengsl stöðvarinnar viö Héraös- skólann á Reykjanesi, þá Pétur Bjarnason, Skarphéöinn Ólafsson skólastjóra og Hilmar Pálsson kennara. Myndin til vinstri er af sjókvinni, en hin er af mönnum við störf þar. Saga stöðvarinnar Aö sögn Péturs Bjarnason- ar er saga stöðvarinnar á Reykjanesi i stuttu máli sú að hann, ásamt fyrrverandi fé- lögum sinum og bændum i nágrenninu, stóð að hafbeit- arstöö í Reykjafirði á árunum 1974 til 1982. Þá varð Ijóst aö hafbeit á þessum slóðum var stopul og bar Pétur af þeim sökum upp tillögu á aðalfundi félagsins 1982 um að opna þaö fyrir nýju hlutafé til rekst- urs staðbundinnar stöðvar á Reykjanesi. „Þar sem flestir félaga minna voru þá fluttir til Reykjavíkur reyndist ekki grundvöllur fyrir þessu innan félagsins og þvi ákvað ég sjálfur að hefja undirbúning að stofnun eigin stöðvar“ sagði Pétur Bjarnason í sam- tali viö Sjómannablaðið Vik- ing. „Svo til á sama tima og þetta er i bigerð hjá mér er is- lax hf. i Nauteyrarhreppi með hugmynd um þessa tilraun á Reykjanesi og ákveðið var að efna til samstarfs okkar á milli. I framhaldi af þvi var gerður tveggja ára samstarfs- samningur okkar i millum. í sumar komu þeir Skarphéð- inn og Hilmar svo inn í þetta samstarf“ sagði Pétur. Framkvæmd tilraunarinnar Eins og fram kom i upphafi greinarinnar eru nú notuð tvö eldisker við tilraun þá er nú er framkvæmd á Reykjanesi. i máli þeirra félaga kom fram aö i upphafi var sjódælingin látin ganga af sjálfsdáðum yfir heitustu mánuðina i fyrra- sumar en yfir köldustu mán- uðina i fyrravetur var heitu vatni, sem nóg er af á Reykja- nesi, blandaö saman við sjóinn til að stöðugt hitastig væri i kerjunum. Er þessi beina blöndun margfalt kostnaðarminni en forhitun sjávarins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.