Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1985, Qupperneq 72

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1985, Qupperneq 72
Árni Gíslason skráði. Árni Gíslason var formaöur og síöar yfirfiskimatsmaöur á Isafirði. Hann keypti fyrstu vélina í árabát, sem þang- aö kom meö E.s. Vestu í nóvember 1902. Frásagnir hans, sem hér eru birtar, voru fyrst prentaö- ar í Gullkistunni á ísafirði áriö 1944. 72 VÍKINGUR Brimlending í Bol Átakanlegar slysfarir 1889 Á því timabili, er hér greinir frá, voru tiðir skipstapar i Bol- ungarvik. Mátti heita, aö ár- lega færu fleiri eöa færri menn i sjóinn. Stundum fór- ust skipin meö allri áhöfn, en lika kom þaö fyrir, aö nokkru af mönnunum varö bjargaö, — þeim, sem komust á kjöl skipanna. Ég ætla hér aö lýsa einni slysfarasjóöferö. Áriö 1889, föstudaginn fyrir pálmasunnudag, fóru margir á sjó. Um nóttina var gott veður, en meö morgninum geröi stórviöri af norðri. Um miðjan daginn var 24 stiga frost á Celsius. Þegar leiö á daginn, var Vikina tekiö aö brjóta i ólögunum. Um nóttina veiktist formaöurinn á einu fimm manna fari. Var þá feng- inn gamall og reyndur sjó- maður, Ari Jónsson frá Þúfum i Vatnsfjarðarsveit, til þess aö fara á sjóinn í staö formanns- ins. Ari var þá kominn á sjö- tugsaldur og var skiprums- laus (skipaskækja, sem kall- aö var). Ari lagði lóöir sinar úti á Kömbum, og tók honum i uppsiglingunni undir Hvassa- leiti. Þaöan uröu skipverjaraö taka baráttu inn meö Stiga- hliö. Þaö óhapp henti einn hásetann, aö hann gleymdi að taka skinnstakk sinn i sjó- ferðina og var þvi hlifarlaus aö ofanveröu. Kom þetta fyrst i Ijós, þegar búiö var að leggja lóöirnar. Þegar hvessa tók og ágjafir jukust, var hásetinn brátt holdvotur. I sliku frosti leiö auövitaö ekki á löngu, þangaö til maðurinn varö óvinnufær vegna kulda. Á leiðinni til lands lagöist hann fyrir i barkanum og mun hafa dáiö skömmu siðar, þar sem enga hjálp ar hægt aö veita honum. Eftir haröa baráttu komst Ari inn fyrir Ófæruna og ætlaði aö sigla inn vikina.en þá var engu segli hreyfandi — vegna frosthörkunnar — nema fokkunni. Heppnaöist aö koma henni upp, og siðan var lensað inn Vikina og róið undir. Vikur nú sögunni til lands. Allir voru lentir nema Ari. Sið- asti sexæringurinn haföi lent þá fyrir skömmu. Var þá kom- iö rokveöur og stórbrim. i brimróörinum reis stór alda undir skipiö, sem lyfti þvi að aftan, svo aö þaö stakkst á hnýfil. Lyftist skipiö svo, aö stýriö missti sjó. Þegar skipiö varö stjórnlaust, tók þaö mik- iö hlaup i bárunni og breytti stefnu. Kom skipiö upp i var- arvegg, og, jafnskjótt og þaö kenndi grunns, fór úr þvi botninn. Allir mennirnir náö- ust, svo og efri hluti skipsins. Sá á engum mannanna, og var þaö talin einstök heppni. Rétt um það leyti, sem búiö var að bjarga mönnunum og skipsflakinu, sást til báts Ara. Varö hann of grunnt fyrir og komst ekki fram fyrir Búöar- nesboöann og fór því yfir boö- ann. í fyrstu virtist allt ætla aö ganga vel, en rétt i þann mund, sem báturinn er kom- inn yfir þaö versta, reis ólag, sem hvolfdist yfir bátinn aft- anverðan. Fylltist báturinn á svipstundu og hvolfdist. Mennirnir uröu allir lausir við skipið og hurfu í sjórótiö, nema Ari. Hann náöi i ár og lagði handlegginn yfir hana. Milli fóta hans var niðurstaða meö dufli. I hvert sinn, sem öldurnar kaffæröu Ara, strikk- aði á duflinu, og hjálpaði það til þess aö halda honum uppi, eöa svo aö höfuö hans var alltaf upp úr sjónum, nema í brotstjóum, og haföi hann alltaf ráö og rænu. Hraktist Ari þarna skammt frá landi, en engin leiö var aö komast fram. Mestur eöa allur mannskapurá Bolungarvikur- mölum var i fjörunni fyrir ofan og horföi á. Leiö hver minúta i mikilli eftirvæntingu. Manninn bar nær og nær landinu, en engin leiö var aö ná til hans enn þá. Stakk hann höfðinu i hverja báru og lokaði munnin- um. Milli ólaganna barst hann nær landi, og eftir þrjá stund- arfjórðunga frá þvi, aö bátur- inn fylltist, var Ari kominn upp i grunnbrotiö. Sló honum svo flötum, og þá missti hann ráö. Þrir menn, bundnir saman á streng, óöu nú út i sjóinn, þangað til þeir náöu mannin- um. Var hann strax borinn upp á kamb og lagöur á grúfu yfir tunnu, sem velt var fram og aftur. Rann þá sjór upp úr honum. Þegar álitiö var, aö hann heföi losnað viö mest af sjónum, var hann borinn upp i verbúö rétt hjá og lagður á borð niöri í búðinni. Voru þar gerðar lifgunartilraunir á hon- um. Fór hann aö rumska og draga andann eftir skamma- stund. Var Ari þá borinn i volga rekkju og afklæddur. Náöi hann sér furðufljótt. Þó varö hann aldrei jafngóöur og áöur eftir þetta áfall. Gegnir furöu, aö svo gamall maöur skyldi þola slika þrekraun. Hefir mér aldrei úr minni liöið aö horfa á þennan ömurlega skiptapa, vera nærstaddur og geta þó ekkert hjálpaö. Manninn, sem frosiö haföi í hel i bátnum, rak á land, en enga af hinum. Lifgunartil- raunir voru geröar á honum, en þær báru engan árangur. Slysfarir voru miklu tíöari, meðan sjóferöir voru almennt byrjaöir aö kvöldi og verið á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.