Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1985, Side 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1985, Side 58
Ommelettur Hinn messinn haröneitaöi lengi vel aö hreyfa sig úr koju, þarsem hann lá spúandi, en meö því aö höföa til stéttar- vitundar og sam- stööu... Þau sem enn voru óbrotin voru hrærö útápönnu, gamalt bjúga saxaö úti og nokkrirlaukar... Þetta skíröum viö ommelettu. 58 VÍKINGUR lúpulegur til klefa síns. Eftir þetta var allur vindur úr mannskapnum og menn fóru hver í sína koju nema hvaö ég varö vitaskuld eftir til aö hreinsa upp brotna diska, krúsir og brennivínsflöskur og skúra útataö gólfiö. Þegar ég komst loksins í koju varklukkan oröin fimm og ég tók eftirþviaö þaö var fariö aö versna ísjóinn. Um sjöleytiö kom grænleitur háseti aö ræsa mig. Eitt andartak velti ég því fyrir mér af hverju hann væri aö hoppa upp og niöur á gólfinu; svo áttaöi ég mig á því aö þetta var veöriö. Þaö var varla stætt og ég hentist til og frá í kojunni. Ég fann sjóveikina ólga upp í mér og aftarlega í höfðinu var lemjandi höfuöverkur. Mér var skapi næst aö hreyfa mig hvergi en hásetinn sagöi mér aö mér væri hollast aö líta fram í eldhús. Svo greip hann hendi fyrir munn sér og valt einhvern veginn út. Eftir óratíma tókst fótunum á mér loksins aö finna rétta leiö ofan í buxnaskálmarnar og ég gekk á veggjunum, fremur en gólfinu, fram í eld- hús. Þar blasti viö mér viöurstyggö eyöilegging- arinnar. Flestir skápar höföu opnast, þrátt fyrir allar varúöarráöstafanir, og hrærigrauturinn á gólfinu náöi mér næstum í hné. Þarna var brotiö leirtau, niöursuöudósir, hveiti og mjöl, kornfleks og súrmjólk, kjötstykki og allt sem nöfnum tjóir aö nefna. Nokkrar skápahuröir höföu brotnaö afí átökunum. Mig langaöi mest til þess aö setjast niöur og hágráta en mátti ekki vera aö því. Ég þurfti nefni- lega aö flýta mér fram á klósett og kasta upp þangaö til ekkert kom upp úr mér nema gall. Svo braust ég aö klefa kokksins til þess aö ræsa hann en hann leitbara á mig rauöeygöurog úrill- ur og skipaöi mér aö ræsa sig aftur eftir fimm mínútur. Harmi lostinn byrjaöi ég að hreinsa til í eldhúsinu en haföi varla komiö hlutunum fyrir á sínum stööum þegar þeir hentust af staö aftur eins og þeir heföu eigiö líf. Út um kýraugaö sá ég ekkert nema grængolandi hafiö; stundum var ég viss um aö viö værum á leiö beint til botns. Eftir fimm mínútur neitaöi kokkurinn enn aö róta sér. Hann umlaöi eitthvaö um aö ræsa hinn messann og þegar ég reyndi aö segja honum hvernig ástandiö væri urraöi hann aö okkur væri ekkert of gott aö ráöa fram úr þessu sjálfir. Mér féllust hendur en eitthvaö varö aö gera; bráttyröi átta-fjögur vaktin ræst og einhver morgunveröur varð vísataö vera á boröum. Hinn messinn harðneitaði lengi vel aö hreyfa sig úr koju, þar sem hann lá spúandi, en meö því aö höföa til stéttarvitundar og samstööu tókst mér loksins aö draga hann fram úr. I sameiningu reyndum viö svo aö þrífa mestan skítinn úr eld- húsinu og búa um leið til eitthvaö sem líktist morgunveröi. Þau egg sem enn voru óbrotin voru hrærö út á pönnu, gamalt bjúga saxaö út í og nokkrir laukar, sem viö hirtum raunar upp úr kornflekssúrmjólkinni á gólfinu, sömuleiðis. Þetta skíröum viö ommelettu, og þegar vaktin birtist komum viö hoppandi meö þetta á þeim sárafáu diskum sem höföu lifaö af. Sem betur fer höföu fáir mikla matarlyst. Flest- ir voru gulir og grænir í framan af sjóveiki, þynnku og timburmönnum og ommeletturnar okkar runnu mestanpart ósnertar til og frá á diskunum. Jafnvel gamlir hundar sem höföu ver- iö áratugum saman á sjó gripu fyrirvaralaust um munn og maga og hrööuöu sér á afvikna staöi til aö selja upp. Enginn reyndi þó aö fara út á þiljur enda heföi þeim hinum sama þá fljótlega skolaö burt. Eftir aö þessari morgunverðarnefnu var loks- ins lokiö — eftir óratíma fannst mér — fór hinn messinn alveg kaldrifjaöur og haröbrjósta aftur i koju og skildi mig eftir til þess aö bjarga því sem bjargaö yröi í messanum og eldhúsinu. Satt aö segja varég hálftihvoru feginn. Á svona erfiöum stundum í lífi manns fer best á því aö maöur sé einn. Ég veit enn ekki hvernig ég fór aö þessu en aö lokum virtist bara geisa bardagi i eldhúsinu, ekki heil styrjöld. Meö reglulegu millibili þurfti ég aö gleypa í mig kornfleks eöa einhvern þungan mat til þess aö hafa eitthvaö til þess aö æla og þegar ég kútveltist á höndum og fótum fram á klósett fann ég væmna gubbupestina úr næstum hverjum klefa. Enginn var á ferli og þegar ég fór meö kaffi upp i brú og niöur í vél sá ég þar ein- ungis guggna vesalinga meö örvæntingarsvip á andlitinu og samræöur voru óhugsandi. Þaö voru tólf vindstig og rúmlega þaö en þaö versta varaö allarþessarraunir voru fullkomlega ónauösynlegar. Þaö má heita aö viö höfum látiö reka. Ég veit ekki nákvæmlega hvaöa skipanir „kallinn" haföi fengiö frá útgeröinni í landi en aö minnsta kosti haföi honum veriö sagt aö bíöa átekta, eftir hverju hef ég ekki hugmynd. En í staö þess aö fara í var hélt hann sig úti íóveðrinu miöju til þess eins, aö því er séð varö, aö geta sent útgeröinni skeyti meö reglulegu millibili: „Höldum sjó í tólf vindstigum", og ítrekað þar meö aö hann væri sko engin kveif. Þetta var fár- ánlegt, fannst öllum nema „kallinum“ en hann var ekki til viöræðu; húkti aðallega í klefa sínum og skaust bara einstaka sinnum upp í brú til aö senda skeyti suöur. Örþreyttur og illa haldinn lauk ég helstu störf- um minum um hálfellefuleytiö og haföi hálftíma pásu áöur en ég átti aö ræsa kokkinn til aö búa til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.