Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Blaðsíða 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1986, Blaðsíða 57
í'ðs JAPAN. í lok september 1985 hafði alls verið landað 48.500 tonnum af laxi sem er 68% af áætlaðri veiði á vertiðinni. Eins og venjulega minnkaöi veiðin i október og þá hækkaði verð- ið, vegna minnkandi framboðs. Verðið hækkaði i byrjun október úr 66,36 kr. kg i 105,84 kr. kg. Útlitið á markaðnum er ekki gott þar sem afli árið 1985 hefur orðið töluvert meiri en árið 1984. Nokkuð af laxinum hefur veriö flutt út til Evrópu, en útflutningur á laxi frá Japan hefur að meðaltali verið 300—500 tonn árin 1982—1984. Útlit er fyrir að útflutningur á laxi frá Japan verði 1000 tonn árið 1985. Útflutningur Japana á surimi gæti orðið 4.000 tonn árið 1985. Af 2.789 tonnum sem flutt höfðu verið út i lok ágústmánaðar fóru 2.576 tonn til Bandarikjanna. Útflutningur á fiskafurðum sem byggjast á sömu framleiðslu- aðferö og surimi heldur áfram aö vaxa. Áætlaö er að útflutningur á gervihörpudiski veröi 6.000 tonn árið 1985. Útflutningur á gervikrabba var i lok ágúst sl. orðinn 28.092 tonn, sem er litil- lega minna en allt árið 1984. Áætlað er að út- flutningur á gervikrabba haldi áfram að vaxa mikið, en nokkuð hefur þó dregiö úr aukning- unni. Útflutningurinn var 102% meiri áriö 1983 en 1982 og 1984 var hann 72% meiri en árið 1983. Útflutningur i lok ágúst 1985 var þó aðeins orðinn 26% meiri en á sama tíma 1984. Þessi framleiðsla fer öll fram á sjó þ.e. í verk- smiðjuskipum. Verð frá verksmiðjum i landi hefur hækkað og er nú 37 kr. kg, en aðalhráefnið sem er Alaskaufsi er ennþá nokkuð hátt. Venjulega lækkar þaö i ágúst en að þessu sinni hefur það ekki gerst og er ástæðan minni afli. T.d. var afli fyrri helming september 1985 minni en einn fjórði aflans á sama tima árið 1984. Verð upp úr skipi í október sl. var 5,88 kr. — 7,56 kr. kg. Um 11.000 tonn af sildarhrognum fóru á Japansmarkað fyrri hluta ársins. Um 80% af þessu magni fóru i frekari vinnslu. Vinnslu stöóvarnar keyptu 1. flokks hrogn á 795 kr. kg, en 2. flokks á 477 kr. kg. og 3. flokk á 397 kr. kg. Skráð verð á fullunnum hrognum var i októ- ber frá 1111 kr. kg fyrir lítii hrogn og 1309 fyrir sérstaklega stór hrogn. PERÚ. Ansjósuafli er nú að aukast á ný, en hann hefur veriö i lægð um skeiö vegna breyttra strauma og ofveiöi. Pescaperu, félag sem rekur fiskimjölsverksmiðjur og er i eigu ríkisins, hefur nú opnað að nýju þrjár verk- smiðjur til að geta tekiö við hinum aukna afla. Pescaperu lokaði og seldi fjölda verksmiðja á árunum 1983 og 1984, en þá brást afli og marg- ir bankar í Perú urðu gjaldþrota. Við opnun verksmiðjanna hafa vaknað á ný deilur um hvernig skipta eigi mjölframleiðslunni á milli rikis- og einkaverksmiðja. Einnig er deilt um hve mörg prósent aflans eigi að fara til manneldis. SPÁNN. Spánverjar gera nú þriggja mánaða veiðitilraunir á úthafsrækju i Rauðahafinu. Ef árangur veröur jákvæður er liklegt að stofnað verði hlutafélag meö þátttöku Saudi Araba til að reka rækjuútgerð á þessum slóöum. THAILAND. Togaraútgerðarmenn i Thailandi hafa stofnað samband til að semja við útlend útgeröarfélög um stofnun hlutafélags. Með þessu móti telja thailenskir útgerðarmenn mögulegt að halda sama ársafla sem er 1.600.000 tonn og jafnframt minnka árekstra við fiskimenn grannþjóðanna. í október sl. höfðu thailendingar þegar stofnað hlutafélög með Bangladeshbúum, Ástraliumönnum og Indverjum en eiga i samningum við Saudi Araba og Kuwait. MEXÍKÓ. Túnfiskafli á árinu 1985 verður sennilega sá mesti sem hingað til hefur fengist. Þessi mikli afli hefur valdið þvi að allar geymsl- ur eru fullar og vinnslustöðvar hafa ekki undan. í Mazatlan, aðal túnfisklöndunarhöfninni á Kyrrahafsströnd Mexikó, fylltust allar geymsl- ur í ágúst. Margir bátar þurftu að bíða eftir lönd- un, fara á aðrar hafnir eða hætta veiöum um stundar sakir meðan ekki var hægt að losna við aflann. NYJA SJALAND. Fiskneysla er vaxandi þrátt fyrir að verðið hefur hækkað á innanlands markaði. Verð var nýlega hækkað á innan- landsmarkaði til samræmis við verð sem fæst fyrir útfluttann fisk. Um þrír fjórðu af afla Ný- Sjálendinga er seldur úr landi, en innanlands- markaðurinn tekur við 50.000 tonnum. Verð- mæti heildaraflans árið 1985 er áætlað 14,6 milljarðar kr.. Innanlandsneysla er eins og áöur segir 25%, sem þýðir að hver Ný-Sjálendingur eyðir að meðaltali 3570 kr. i fisk á ári. Dýrasta fisktegundin kostar 264 kr. kg, en nautakjöt 141 kr. kg og svinakjöt 170 kr. kg. ■ ;-H-TV' .■■-..■ ■ " - VÍKINGUR 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.