Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Side 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Side 10
Sjómenn og fíkniefni Hví smygla menn fíkniefnum? Peningaleysi aðalástæðan Samkvæmt upplýsingum fikniefnalögreglunnar voru 79 sjómenn kærðir hjá Ávana- og fíkniefnadeild lögregl- unnar á siðasta ári. Þetta er næsthæsta tala hjá atvinnu- grein; aðeins flokkurinn „verkamenn'1 er fjölmennari Ég veit dæmi þess að menn hafi notaö allt upp í hálft gramm af amfetamíni á dag með 89 kærða. Hópurinn „at- vinnulaus" er hins vegar fjöl- mennastur með 114 menn kærða. Þessir þrír flokkar eru langhæstir þeirra niu sem gefnireru upp i skýrslum lög- reglunnar, en alls voru 412 einstaklingar kærðir hjá Ávana- og fikniefnadeild á síöasta ári. Rétt er að geta þess að hér er um að ræða kærur vegna neyslu, sölu og smygls, en þegar um smygl- tilraunir var að ræða voru 24 sjómenn teknir á siðasta ári. Auk þess fundust tvisvar sinnum efni um borð i skip- um, sem komið haföi verið þar fyrir án vitundar skip- verja. Efni þau sem lagt var hald á voru hass og amfetamin, þar af 199 grömm af hassi og 532,5 grömm af amfetamíni um borð i togurum, en 854 grömm af hassi og 55 grömm af amfetamini um borð i flutn- ingaskipum. Miklir peningar eru í húfi mæti þeirra sendinga sem hér væri um að ræða. Hann taldi það þýsna erfitt, því markaðsverð gæti verið mis- munandi, en miðað við hæsta verð sem hann vissi um væri það eftirfarandi: Verð á grammi af hassi 700 kr., grammi af maríjúna 350 kr., hassolía 2.000 kr. grammið, amfetamin 4.000 kr. grammið, kókain 6—8.000 kr. grammið og LSD 6 — 700 kr. grammið. Hér er þvi um mikla fjár- muni að ræða hjá þeim sem selja þessa vöru. Þá er einnig á það að lita að þeir sem standa í dreifingu fíkniefna þynna efnin gjarnan mjög verulega áður en þau eru sett á markað, þannig að eitt gramm af sendingu til lands- ins getur veriö orðið að fimm grömmum þegar á markað er komið. — En hve mikiö nota menn af þessum efnum í einu? „Það er erfitt að gefa ein- hverja algilda reglu um það“, segir Arnar, „enda neyslan einstaklingsbundin. Ég veit dæmi þess að menn hafi not- að allt upp i hálft gramm af amfetamini á dag, en aðrir miklu minna. Amfetamin er gjarnan notað með vini, enda geta menn haldið út i drykkj- unni miklu lengur ef þeir neyta amfetamins lika. Þá fer svona einn tiundi af grammi i nösina í einu." — Er hægt aö gera sér grein fyrir því hve mikiö magn þarf til aö gera menn háöan fíkniefnum? „Nei, þaö er ákaflega mis- jafnt. Menn verða aðallega andlega háðir þessum efn- um, en sá tími kemur þegar lengi hefur verið neytt, að likaminn heimtar sitt og menn 10 VÍKINGUR Ég spurði Arnar Jensson, fulltrúa hjá fikniefnalögregl- unni, hvort hægt væri að gera sér einhverja grein fyrir verð- Arnar Jensson, lögreglufulltrúi:...Þeir flytja vöruna til landsins en láta svo aöra um að selja hana. Þannig viröast þeir vera að friða sjálfa sig; yppta öxlum og segjast ekki stunda sölu, vandræðin séu ekki þeim aö kenna ..(Ljósm.: Haukur Már).

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.