Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Blaðsíða 14
Sjómenn og fíkniefni Bíð eftir að einhver verði skotinn Einn þeirra farmanna sem dæmdir hafa verið fyrir fíkni- efnasmygl, -sölu og -neyslu á undanförnum árum, sam- þykkti aö ræða þessi mál við Viking. Honum var aö sjálf- sögðu heitið fullkominni nafnleynd, en til hægöarauka getum við kallað hann Einar. Þetta er ungur maður, sem auðheyrilega hefur margt reynt og ýmsu kynnst i gegn- um þessa iðju. „Þetta er orð- inn rosalega haröur bisniss", segir hann; „ég biö bara eftir að einhver verði skotinn á færi“. Þetta á sér skýringu i þvi sem hann segir siðar i sam- talinu; aö i Reykjavik og viðar séu starfrækt fyrirtæki sem beinlínis hafi verið sett á stofn og haldiö gangandi með sölu á fikniefnum og öðrum smyglvarningi. Hér sé um aö ræða videóleigur, tiskuversl- anir og veitingastaði. „Það leitar enginn á þessu bisnissliði sem fer til útlanda einu sinni og jafnvel tvisvar í mánuði i innkaupaferðir", segir Einar. „Og það virðist enginn velta þvi fyrir sér hvernig á þvi geti staöiö að t.d. tiskubúðir sem varla selja nokkurn skapaðan hlut allan ársins hring skuli komast hjá því að fara á hausinn. En þetta er skýringin hjá ótrú- lega mörgum. Ég er líka viss um aö það kæmi undarlegur svipur á almenning í þessu landi, ef hann vissi hve margir ... efhann vissi hve margir þeirra sem hampaö er af fjölmiölum sem framúrskarandi viöskiptajöfrum, hafa komiö undir sig fótunum og haldiö sér gangandi á dópsölu... 14 VÍKINGUR þeirra, sem hampaö er i fjöl- miölum sem framúrskarandi viðskiptajöfrum, hafa komiö undir sig fótunum og haldiö sér gangandi á dópsölu." Alltaf í rússi en enginn sá neitt Sjálfur komst Einar i kynni við fikniefni þegar hann var 16 ára, en hann reykti fyrstu hasspipuna. „Frá 17 ára aldri til 28 ára reykti ég á hverjum degi. Fékk mér fyrstu pipuna klukkan hálfátta á morgnana og hélt mér siðan við allan daginn. Þetta kom hins vegar aldrei niður á vinnunni hjá mér og ég var mjög eftirsóttur sjómaður. Og enginn hafði hugmynd um að ég var i eilifu rússi. Skýringin er sú, aö það þekkti mig enginn um borð i þessum skipum öðru vísi en undir áhrifum; það var mitt eðlilega ástand og enginn gerði sér grein fyrir að ég var undir áhrifum. Þannig var ég meira og minna i rugli frá 16 ára aldri. Amfetamin haföi hins vegar engin áhrif á mig fyrr en löngu eftir að ég kynntist þvi. Ég er svo ofsaleg ör að eðlisfari aö það blátt áfram virkaði ekki á mig.“ Vegna magasárs var Einar settur á róandi lyf og varð fljótlega háður þeim. Og það var ekkert vandamál aö fá lækninn til að skrifa lyfseðla. „Sko; hann fékk hjá mér brennivin og tóbak, og á móti fékk ég þaö sem mig lysti af Stesóliti. Ég var i heilt ár á 1000 milligrömmum af Stes- óliti á dag, samkvæmt lyf- seðli. Þetta er róandi lyf en breytir um eðliseiginleika og verður örvandi ef drukkiö er kaffi með þvi. Þú getur gert þér grein fyrir magninu út frá þeirri staðreynd að 120 milli- gramma skammtur af Stesól- iti ertalinn banvænn. Loks var ég orðinn svo ruglaöur af þessu aö ég fór til heimilislæknisins mins. Hann brjálaðist þegar hann fékk að vita hvað ég hefði verið aö éta siðasta árið. Skipaði mér aö hætta eins og skot og þaö gerði ég. En staðreyndin er sú, að það er ekkert mál að fá skammt af róandi eöa örv- andi lyfjum. Maður tekur bara upp símann, hringir i lækni og segir einhverja sorgarsögu um erfitt heimilislíf, veikindi barnanna eöa heimiliserjur. Simalyfseöill er sendur i næsta apótek að vörmu spori.“ Löglegt smygl og ólöglegt Einar skiptir smygli í tvennt; löglegt smygl og ólög- legt. Undir löglegt smygl flokkar hann þaö sem kalla mætti hefðbundiö; tóbak, áfengi, videóspólur og -tæki o.þ.h.. Ólöglegt smygl er fikniefnasmygl. Hann hefur fengist við hvort tveggja, - og það var raunar magasár af stressi vegna „löglega" smyglsins sem fyrst kom honum i kynni við lækni þann sem útvegaði honum Stesólitiö sem áöur er nefnt. Hann segist hafa séð einni videóleigunni hér i borg fyrir 20.000 spólum og nokkrum videótækjum eitt áriö, — og út frá þvi aö hann seldi spóluna á 150 krónur má sjá að til nokkurs hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.