Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Side 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Side 35
Wlif I9IH|IMXNI3 sér kæruleysi. Skip meö full- komnasta búnaö og tækjum láta auglýsa eftir sér allt aö 30 sinnum á ári. Þess eru mörg dæmi. Mjög margir láta auglýsa eftir sér yfir 20 sinn- um á ári. Eru til skýringar á þessu kæruleysi manna? Þeir félagar eru sammála um aö sjálfsagt séu þær til, en fáar afsakanlegar. Þeir benda einnig á að áróöur meö erindrekstri fyrir þvi aö menn sinni tilkynningaskyld- unni sé of litill. Áöur fyrr voru erindrekar á ferð sem hvöttu menn að sinna tilkynningar- skyldunni. Sýndu framá nauösyn þess aö hún væri virt. Leitum ailtaf Til er tæki sem nefnist ,,Self Cali“ og er fest viö tal- stöðvarnar. Þaö gefur frá sér hljóð og á þvi kviknar rautt Ijós þegar strandstöðvarnar kalla upp viðkomandi skip. Þeir Guöjón og Eysteinn segjast binda vonir viö aö það fáist fram aö skip séu skyldug aö hafa svona tæki um borö. Þaö myndi spara mikla vinnu og oft áhyggjur. Þeir segja aö ef bátar svara ekki kalli strandstöðvanna þá láti tilkynningaskyldan leita bátana uppi. Þaö er tal- að viö lögreglu i heimahöfn, vigtarmenn, hringt heim til skipstjóra ef viökomandi bát- ur er kominn að landi. Ef hann er á sjó eru aörirbátar.á svip- uöum slóöum og menn grun- ar aö sá sem leitað er aö sé á veiðum, beðnir um aö svipast um eftir honum. Þaö er allt gert sem hugsanlegt er til að hafa uppá bát sem ekki til- kynnir sig en vitaö er að hefur fariö á sjó. „Það tekur á mann aö stunda svona leit, sérstak- lega ef veöur er vont, þvi trúir enginn nema sá sem reynir", segir Guðjón. Hann segir aö áhyggjur út af dagróðrabát- um séu ekki eins miklar, vegna þess aö þaö er hæg- ara að fylgjast með þeim, hvenær þeir koma aö landi, hafi þeir látiö vera aö tilkynna sig. Það eru hinir sem eru marga daga á sjó i einu sem menn hafa áhyggjur af ef þeir láta það vera að tilkynna sig. „Þótt áhyggjurnar séu mestar vegna togara og annarra skipa sem eru marga daga á sjó i einu, þá hefur maður vissulega oft áhyggjur af dagróörarbátum ef þeir láta vera aö tilkynna sig á kvöldin. Svo ég tali nú ekki um ef það eru skip sem aö jafnaði eru skyldurækin i þessum efnum, en gleyma sér eina kvöldstund", segir Eysteinn. Einfarinn á hafinu. Hann siglir sinn sjó og segist vera sjálfum sér nógur, öðrum komi ekki við hvar hann fer. Teikning: Haraldur Einarsson. VÍKINGUR 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.