Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Side 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Side 36
Oryggisventill Þessi teikning hangir uppi á vegg í húsakynn- um Tilkynningaskyld- unnar og starfsmenn þar hafa á henni tals- veröar mætur. Kannski er áhrifarfkasta vopniö í baráttunni viö aö fá sjó- menn til aö viröa til- kynningaskylduna, einmitt á valdi kvenna. 36 VÍKINGUR Hvenær er álagiö mest á ykkur vegna tilkynninga? Mest er álagiö frá kl. 20.30 til 24.00, sérstaklega yfirver- tiöina. Eins er mikiö álag milli kl. 11.00 og 14.00. Og þar sem aöeins einn maöur kemst fyrir á vakt i einu er þaö svo oft á tiöum, aö hann kemst ekki frá til aö fá sér að boröa á þeim tima þegar álagið er mest. Tilkynninga- skyldan fyrir bátana er frá kl. 10.00 til 13.00 og svo aftur kl. 20.00 til 22.00. Þetta er skyldutiminn en svo eru bátar aö tilkynna sig á öllum öörum tímum, þegar þeir fara á sjó og þegar þeir koma aö landi. Upphafið Fyrst var fariö aö tala um nauðsyn tilkynningaskyld- unnar áriö 1962 þegar Stuðlaberg fórst. Skipiö var týnt í 2 daga. Þaö tók samt nokkur ár að koma henni á. Það var ekki fyrr en 1968 að hún tók til starfa. i byrjun voru þaö sildarbátarnir sem áttu að gera vart við sig og það var rannsóknaskipiö Árni Friöriksson sem var miðstöð fyrir þá. Árið 1977 kom Pétur Sigurðsson alþingismaður því i kring að sett voru lög sem skylduðu báta að til- kynna sig. Guðjón segir að fyrst hafi skipstjórar verið afar tregir aö tilkynna sig. Þaö rikti enn- þá sá hugsunargangur hjá þeim að vera ekkert að gefa það uþþ við Pétur og Pál hvar þeir væru, svo ekki sé nú tal- aö um ef þeir voru i fiski. En þetta hefur breyst mikið til batnaðar. „Samt eru enn margir bátar sem aldrei tilkynna sig. Aldrei nokurntimann. Þeireru á skrá hjá okkur yfir þá báta sem eru meö talstöð og ber að til- kynna sig en þeir gera það aldrei", segir Eysteinn. Hvaö eru þeir margir sem aldrei tilkynna sig? Þeir segjast ekki vita þaö nákvæmlega, vegna þess að þeir vita ekki hve margir bátar eru með talstöö, sem eiga að vera meö hana. Þetta er auð- vitaö alvarlegt mál, því örygg- isstuöullinn lækkar til muna eftir því sem fleiri bátar láta vera að tilkynna sig. Svo týn- ist eöa jafnvel ferst bátur. Þá er spurt hvers vegna tilkynn- ingaskyldan hafi ekkert gert i málinu. Viðkomandi bátur hefur ef til vill haft það fyrir sið að tilkynna sig aldrei. Þetta er óviðunandi með öllu. „I sjálfu sér er aðeins til ein lausn á þessu máli. Hún er sú að hreinlega neyða skip- stjóra með einhverjum hætti til að virða tilkynningaskyld- una. Hugsaðu þór hve mikið öryggisstuðullinn færi upp við þaö“, segirGuðjón.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.