Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Qupperneq 54
Einar
Vilhjálmsson
tollvöröur
Mikil framför þótti aö
geta unniö innanhúss
viö saltfiskinn.
Sjóminjasafn
Um nokkurra ára skeið hef-
ur rikisfé verið variö til vafa-
samra framkvæmda, við litið
byggðasafn i Hafnarfirði, og
þeim brögðum beitt að kalla
þetta „Sjóminjasafn Islands",
til þess að réttlæta málið og
ná opinþeru fé.
Upphaf þessa þyggða-
safns má rekja til áhugastarfs
Gisla Sigurðssonar f.v. lög-
regluvarðstjóra, sem nú er
látinn, en hann starfaði af
áhuga og fórnfýsi aö söfnun
muna og minja og tryggði
varðveislu þeirra. Ráðamenn
þæjarins sýndu málinu tak-
markaðan áhuga i fyrstu, en
þar kom aö áhugi þeirra
vaknaöi. Þeir settu nefnd i
málið, og hröktu Gisla frá
þessu óskaþarni hans og
settust að i búi hans á safn-
inu. Gisli haföi af elju og
dugnaði unniö virðingarvert
starf fyrir bæjarfélagið með
undirbúningi að stofnun
byggðasafnsins, en við hið
breytt viðhorf, þegar hann
var hrakinn frá áhugamáli
sínu, var endir bundinn á
raunverulegt söfnunarstarf
og sýndarmennska tók við.
Nú voru kerfismenn búnir
að taka málið i sinar hendur
og var búið til fyrirtækið „Sjó-
minjasafn lslands“, og pen-
ingar fengnir úr rikiskassan-
um til aö kosta þessa stofn-
un, sem getur aldrei orðiö þaö
sem nafnið bendir til, heldur
aðeins byggðasafn. Látið er í
veðri vaka að sem útgerðar-
bær sé Hafnarfjörður umfram
Reykjavik og aöra útgerðar-
staði, safnið skreytt með
lánsmunum frá Þjóðminja-
safni og úr einkaeigu til þess
að svo líti út i augum almenn-
ings, að um verulegt sjó-
minjasafn sé að ræða. Sögu-
fölsun er siðan beitt til frekari
áróðurs og er t.d. „Coot“ tal-
inn fyrsti togari Islendinga,
sem knúinn var vélarafli,
enda þótt togarinn Egería sé
skráður á Seyðisfirði 1897 og
gerður út þaðan til 1902, er
hann var seldur til Noregs. Þá
hafði Otto Wathne gert til-
raunir með bómutroll á gufu-
skipinu „Miaca" 1886.
Menn hafa nýlega stritaö
með sveittan skalla við að ná
gufukatli Coot af strand-
staðnum í þeirri trú að þeir
væru að bjarga minjum úr
elsta togaranum, en leifar
„Miaca“ eru á strandstað i
Vöölavík þar sem þessi fyrsti
togari íslendinga strandaði
áriö1888.
Við skulum vona að hætt
verði að ausa fé í þetta
byggðasafn Hafnfirðinga og
þeir látnir einir um það að
gera það svo úr garði sem
þeim hæfir, en hafist verði
handa um að koma uþp raun-
verulegu sjóminjasafni i
Reykjavík og það tengt Sjó-
mannaskólanum, sjómanna-
samtökum, útgerðaraðilum
og stofnunum í sjávarútvegi
auk Þjóöminjasafns. Svo
hepþilega vill til aö hús sem
hæfir þessu safni er til staðar
þar sem eru Kveldúlfshúsin
við Skúlagötu. Sjálf húsin eru
veröugar minjar um umsvif
eins mesta framfaramanns í
íslenskri útgerðarsögu, Thors
Jensen. Væri það ekki verö-
ugt verkefni á 200 ára afmæli
Reykjavíkurborgar aö friðlýsa
þessar byggingar og stofna til
sjóminjasafns með þeim
hætti? Ekki þarf að efa að
ráöamenn Eimskipafélags Isl.
væru fúsir til að láta húsin af
hendi ef eftir væri leitað. Efri
hæð sjávarmegin er heppileg
til veitingarekstrar, þar sem
koma mætti fyrir smærri grip-
um svo sem módelum, komp-
54 VÍKINGUR