Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Side 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Side 59
 Hcr oé nú Myndbönd Ekki er allt dans á rósum Fast Forward er mynd um „Bandaríska drauminn“. Níu ungmenni ætla aö veröa fræg. Þau eru frá litlum bæ i Bandarikjunum og fengu lof- orö frægs umboðsmanns um áheyrn. Þau leggja i feröalag- iö. Þegar þau koma til um- boðsskrifstofunnar er sá gamli horfinn til feðranna og hefst þá baráttan um áþeyrn hjá „vondamanninum“. Myndin er fyrst og fremst dans- og söngvamynd. Hún ber þess lika merki þar sem ungu leikararnir eru fyrst og fremst dansarar og ráöa oft á tiðum ekki viö leiktulkunina. Myndin er ekki rós i hnappagt leikstjórans Sidneys Poitier en lögin eru góö og undir öruggri stjórn þess sama og stjórnaði „Thriller" Michaels Jacksons, Quincy Jones. Leikstjóri: Sidney Poitier. Tónlist: Quincy Jones. Aðalhiutverk: Niu ungmenni. Bandarísk: söng-ogdansmynd. Sýningartimi: 107 mín.. ★ Mask „Hvers virði er innrimaö- urinn ef útlitið er ekki í lagi, eða öfugt?“ Griman er áhrifarik mynd um dreng sem fæöist meö mjög stórt höfuö og baráttu hans, móðurinnar og vina um réttarstööu hans og ekki hvaö sist baráttu við erfiðan sjúkdóm. Hann er öðruvísi i útliti og þaö virðist réttlæta útskúfun. Cher leikur móöur- ina á mjög áhrifaríkan hátt. Hún er ekki þessi venjulega mamma og heimilishaldið er sérstakt. Móðirin dópisti og vinirnir mótorhjólagengi. Drengurinn kemst i skóla og þá kemur í Ijós aö hann ber af i flestum greinum. Hann útskrifast með hæstu- einkunn. Myndin er sérstök á margan hátt. í mótorhjóla- genginu eru „menn“ en ekki ruddar og foringjar eins og þeir eru oftast sýndir. Þetta er frábær mynd og ekki hvað sýst fyrir frábæra túlkun Cher á hlutverki móöurinnar. „Ég hef alltaf sagt það, barnið mitt er engill." Já þvi miður er þetta álit allt of margra foreldra. Og ef annað kemur í Ijós þá er ekki hlustað eöa brugðist viö á al- rangan hátt. Börn og ungling- ar eru mjög viðkvæmar sálir og bregðast yfirleitt öðruvisi við en fullorðnir enda rök- semdir fyrir gerðum þeirra oft einfaldar ef þær eru þá nokkrar. Um þetta fjallar myndin „Ekki mitt barn“. Foreldrar komast að þvi að 15 ára dóttir þeirra er byrjuð að „fikta" við vimuefni. Þau bregðast við á sinn hátt. Myndin er góð en stundum full dramatísk. Foreldrar, þiö skulið sjá þessa mynd. Er þetta kannski ÞITT BARN? Stefán Sturla skrifar VÍKINGUR 59

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.