Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Page 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Page 10
Skapmikill „Viðsemjendur okkar hafa stundum veriö mjög óábyrgir." Ari á skrifstofu Stýrimanna- félagsins. „Menn veröa aö svara fyrirsig, þó svo tilefniö sé bull og vitleysa. “ 10 VÍKINGUR „Við höfum gert viðsemj- endum okkar grein fyrir þvi i samningaviðræðunum und- anfarin ár aö við höfum frekar viljað halda friöinn og reyna aö semja af alvöru en rifast og tefja fyrir. Við höfum bent þeim á það æ ofan i æ að þeir eru náttúrlega ekki eins hæfir til að hækka við okkur launin eftir tveggja eða þriggja vikna verkfall og þeir væru ef ekki heföi þurft aö koma til þessa neyðarúrræöis sem verk- stöðvun alltaf er. Þaö hefur ætíð verið stefna okkar sjó- manna að reyna eins og frek- ast er unnt að leysa mál áður en þau eru komin i óefni, en þó er rétt að viðsemjendur okkar viti að svo lengi má deigt járn brýna að biti um síðir“. Óábyrgir viðsemjendur — Síöasta vinnudeila ykkar og útgeröarinnar hefur veriö afar hörö. Hvaö veldur helst þessari hörku?“ „Það eru ýmsar ástæður fyrir þessari hörku að minu viti. Meðal annars held ég að við þurfum að fara aftur i sagnfræðina til að skýra hana. Það hefur alltaf soðið i okkur farmönnum að hafa þurft að hlýta lögunum sem við höfum fengið á okkur. Það er allt aftur til 79 sem þessi lög eru hluti af skýringunni. Þá voru sett bráðabirgðalög á farmenn, lög sem þeir sættu sig ágætlega við, vegna þess að þau fólu í sér ýmislegt jákvætt fyrir stétt- ina. Þar var til dæmis gert ráö fyrir því að Kjaradómur ætti aö meta fjarvistir manna til tekna. Þegar hinsvegar Kjaradómur skilaöi sínum gögnum kom i Ijós aö þeir höfðu ekki treyst sér til að fara ofan i þessi mál og báru fyrir sig of skömmum tíma. Þetta vakti alveg geysileg sárindi á meðal farmanna. Það eru svo auðvitað lika sárindi fólgin i því að viðsemj- endur okkar hafa á stundum að því er okkur finnst verið mjög óábyrgir og ekki sýnt eðlilegri samningagerð þann áhuga sem ætti að vera, vegna þess að þeir hafa alltaf treyst þvi að fá rikisvaldið i liö með sér. Það hefur þvi jafnan verið mjög erfið samningaað- staða sem við höfum verið i; viðsemjendur beðið ríkisaf- skipta, bráðabirgðalög kallaö á Kjaradóm, sem svo hefur sýnt okkar málum lítinn skiln- ing og jafnvel svikið gefin lof- orð. Það er af þessum sökum sem harkan hleypur í málið.“ Hefur þér fundist fólkiö í landinu sýna ykkur farmönn- um skilning i þessum málum í samningaviöræöum undan- genginna ára? „Nei, mér hefur yfirleitt ekki fundist það. Og það sem fyrst og fremst háir okkur i þeim efnum er að viö höfum ekki eins góðan aðgang að fjöl- miðlum eins og atvinnurek- endur. Kannski er það okkur sjálfum að kenna aö hluta til. Við höfum ekki kynnt okkar mál mjög markvisst. Við höf- um til dæmis aldrei ráöiö okk- ur blaöafulltrúa eða talsmann sem kæmi fram fyrir okkar hönd út á við; svaraði öllum greinum, gagnrýni og rang- færslum sem við teljum að séu birtar um okkar mál. Við höfum látið undir höfuð leggj- ast að svara aðdróttunum — og þaö gengur náttúrlega ekki í þessu fjölmiðlakapp- hlaupi. Menn verða aö svara fyrir sig, þó svo tilefnið sé bull og vitleysa. Farmennska og álag — Þaö er í tísku aö tala um ímyndir. Er ykkar ímynd of veik? „Já, ég tel að svo sé“

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.