Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Blaðsíða 12
Skapmikill
í hópi félaga sinna í
Stýrimannafélaginu á
skrifstofu félagsins.
„Fyrstu feröirnar
voru ólíkar þeim
sem nú eru; gjarnan
viku- eöa hálfs-
mánaöarsiopp á
hverjum stað. “
12 VÍKINGUR
mesti lúxus sem almenningur
gat hugsað sér; að sjá útlönd
berum augum, hin löndin. Á
þessum árum, og sérstak-
lega á árunum undir “60,
voru fraktskipin ofsalega vin-
sæll vinnustaður af þessum
sökum — og það þurfti nán-
ast klíku til að komast á
þau“.
— En þú?
„Nei, ég sótti þara um“.
— Og starfiö var semsé
sveipaö þessum dýröarljóma.
En veruieikinn; haröar kojur,
veltingur, vosbúö, kuldi og
langar fjarverur innan um fá-
mennt liö karlmanna. Var
raunin nokkuö svona rósrauö i
svita starfsins?
„Auðvitað er þetta bara
vinna þegar til kemur. Vinna,
mikil vinna og löng vinna“.
Tillitssemi —
duttlungar
Eru þér minnisstæöir menn
frá þessum fyrstu árum á Fell-
unum — þú hefur alltaf veriö
hjá Samþandinu?
„Ég man að fyrstu árin voru
skipin mikið i tímabundnum
verkefnum erlendis, verkefn-
um sem gátu tekið mjög lang-
an tíma. Ég minnist sérstak-
lega ferðar á gamla Helga-
fellinu sem varöi i sex mán-
uði. Og þessir gömlu skip-
stjórar i ferðum sem þessum
eru manni náttúrlega einna
minnisstæðastir. Ég nefni til
dæmis Berg Pálsson, sem er
nýlega kominn á eftirlaun.
Lika Bernharð heitinn Páls-
son, sem lést fyrir um tveimur
árurn".
— Haröir karlar?
„Já, vissulega. Þessir
menn sigldu í stríðinu. Og
það sást á þeim að þeir höfðu
oftsinnis lent í kröppum leik.
Reynt margt, harðnað i lífsins
ólgusjó. Báðir tveir, einnig
Arnór Gíslason, sem lét af
störfum fyrir sex eða sjö
árum. Þetta voru miklir
persónuleikar...“
— Og kannski borin ótta-
blandin viröing fyrirþeim?
„Já, já — efalítið".
— Hvernig líkar þér þetta
litla samfélag — áhöfnin — í
sjálfu sér?
„Það er margt gott um
þetta litla samfélag að segja.
Það getur verið ósköp nota-
legt. Þaö skapast samstaða
hjá mönnum, altso — úti á
sjónum, ég veit ekki hvernig
færi í landi. Mér hefur virst að
þetta samfélag gangi mjög
vel upp þegar og ef menn
sýna hver öðrum mikla tillits-
semi. Hún ræður úrslitum,
viss sveigjanleiki í samskipt-
um, aldrei stifni. Tillitssemin
er geysilega mikið atriði i
sona þröngum hópi“.
— En svo eru til töffarar og
tiktúrur?
„Jú, jú — mikil ósköp.
Menn eru misjafnlega góðir
og ólikt hvað mönnum finnst
eiga við frá einum tima til
annars. Það eru þarna alltaf
skritnir persónuleikar inn á
milli, menn með ýmsa siði, en
svona yfir höfuö held ég að
menn reyni af fremsta megni
að umbera duttlungana".
Tungumál og milljónir
— Ævintýrin, sögurnar?
„Þegar ég lít um öxl finnst
mér ég ekki hafa lent i rosa-
legum ævintýrum, engum
einstökum eða sérstaklega
frásagnaverðum, þó svo allt
hafi þetta verið næsta ótrú-
legt á meðan það varöi, svo
sem fyrsta ferðin um Róm,
páskar i Genúa og svo
framvegis. Fyrstu ferðirnar
voru líka ólíkar þeim sem nú
eru; gjarnan viku- eða hálfs-
mánaöarstopp á hverjum
stað."
— Þú hefur aldrei veriö
hættkomin?
„Nei, aldrei svo að alvar-
legt geti talist. Ég hef verið
varkár".
— En tungumálaerfiöleik-
ar?
„Já, og þeir eru náttúrlega
kapituli út af fyrir sig. Þetta
var hægfara sjálfsnám hjá
manni, handapat og svo
smám saman orðaskil i er-
lendum borgum. Það er auð-
vitað i fyllsta máta óeðlilegt
að það skuli aldrei hafa verið
markviss tungumálakennsla í
Stýrimannaskólanum — og
þó hún hafi mikið batnað, frá
þvi sem var þegar ég nam
þar, þá er hún ennþá langt frá
því sem vera ber. Stýrimenn
og skipstjórar eru yfirleitt full-
trúar útgerðarinnar í erlend-
um höfnum og þurfa aö koma
fram fyrir hennar hönd og
taka jafnvel ákvarðanir sem