Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Page 18
Utan úr hcimi
Sigurbjörn
Guðmundsson
18 VÍKINGUR
Stuttarfréttir
Kaupskipafloti Sviþjóöar 1.
10. 1986 var 439 skip, 2,6
millj. tonn. Þetta er lægsta
tala kaupskipaflotans síðan
eftir heimsstyrjöldina seinni.
1976 var kaupskipafloti Svia
undir sænskum fána 13 millj.
tonn.
Útreikningar A.P. Möllers
sýna aö þegar á þessu ári
geta Danir fengið 70% af olíu
sinni og gasi á heimaslóð.
Bergesen tók nýlega viö
stærsta málmgrýtisskipi
heimsins frá Suður—Kóreu.
Stærðin er 365000 tonn.
Margumræddur sparnaöur
við að sigla undir NIS (Nor-
vegian International Shipp-
ingregister) verður á bilinu
4—7 millj. n.kr. pr. skip. Alltaf
má fá annað flagg.
Kýpurbúar eru n að hressa
upp á eftirlitið á smáskipum
sinum, en þeir hafa lengst af
tekið við og skrásett hjá sér
gömul skip frá Evrópu. Þá
opnast bara önnur leið: Fáni
Hondúras.
Mercandia skipafélagið
hefur alla tið haft skip sin
undir dönskum fána, en nú
hefur það bæst i hóp þeirra
félaga er flytja skip sin undir
„flóttafána“.
United States Lines gefst
upp með 12 stærstu gáma-
flutningaskip heimsins, er
hvert um sig tók 440 TEUs
gáma.
Norskir útgerðarmenn vilja
starta NIS þegar 1. mars í ár.
Rússar hafa byggt 5 kjarn-
orkudrifna isbrjóta við
Eystrasaltsskipasmíöastöð-
ina í Leningrad, hestaflafjöld-
inn er 75000. Nafnið er
„Leonid Brezjenev. Kjölur
hefur verið lagður að sjötta
systurskipinu, og áætlaö er
aö byggja einn i viðbót með
hestaflatölunni 150 000
hestöfl.
Kaupskipafloti heimsins
minnkaði um 11,4 millj. tonn.
Af siglingaþjóöunum hvarf
mest frá norska kaupskipa-
flotanum, yfir 6 millj. tonn.
ísraelskur skipstjóri hefur
verið dæmdur i tveggja ára
fangelsi fyrir að hafa hent
laumufarþega í sjóinn fyrir
utan strönd Mozambique.
Á þessu ári mun þýski
kaupskipaflotinn undir „þæg-
indafánum" verða stærri en
sá, er siglir undir þýsku
flaggi.
Trans Nordia, 7 manna
áhöfn
Pappirsflutningaskipið
„Trans Nordia" er 110 metra
langt, og dw. er 3900 tonn.
Áhöfnin er nú 7 menn, og á
að fækka i 6 menn áöur en
langt um liður. Veriö er að
byggja fleiri skip af sömu
stærð. Varla þarf að ræða um
vinnuálag áhafnar eða fritim-
ann. Menn geta sér nær um
hvernig mannlegum sam-
skiptum verður fullnægt viö
slikar aðstæður og eins
hvernig það fer með menn að
skreiðast beint í koju af vökt-
um sinum þvi timi til að sinna
áhugamálum og mannlegum
samskiptum er enginn orð-
inn. Öll eiga skipin að sigla á
erfiðum hafsvæðum, þar sem
umferð er mikil. Hvernig sjó-
menn framtiðarinnar eiga eft-
ir að endast á þessum skip-
um, verður framtíöin að skera
úr um.
Gamli góði tíminn
Félag sænskra yfirmanna
leit dagsins Ijós árið 1907.
Árið 1910 birtist eftirfarandi
tilskrif frá einum félags-
manna. í dag mundu slík skrif
vera talin óraunveruleg, jafn-
vel fáránleg. Þrátt fyrir efa-
semdir þá látum við tilskrifið
flakka.,,
Burt með kvenfólk sem
þjónustufólk úr skipunum.
Það, sem veldur mestum
vanda viö að halda uppi aga
um borð, er kvenfólk i þjón-
ustuliði skipanna. Yfir- og
undirmenn verða að sýna
sjóferðabækur eða meðmæli
til að fá skipsrúm, en kven-
fólkið þarf ekki á slíkum
gögnum að halda. Árangurinn
lætur ekki á sér standa: Um
borð kemur samsafn alls hins
lélegasta, sem finnst af kven-
fólki: Fallnar konur, skitugar
og óforskammaðar. Þegar
frammi sækir munu þær
hrækja i andlit yfirmanna
sinna, og þótt þær verði rekn-
ar munu þær klukkustund
seinna fá pláss á næsta skipi
útgerðarinnar, enda hagvan-
ar á kæjanum". Svo mörg
voru þau orð um ástandið á
þeim tíma. Krafðist félags-
maðurinn þess að yfirmanna-
félagið sneri sér til útgerð-
anna um að viðkomandi
„þokkadísir" fengju sjóferða-
bækur eins og aðrir sjómenn,
annars tæki yfirmannafélagið
til sinna ráða. Siðan þetta var
skrifað hefur mikið vatn til
sjávar runnið, timarnir hafa
breyst og kynslóðirnar með
þeim. Konur hafa nú orðið á
sér allt annað álit og ánægju-
legt að hafa þær með til sjós.
J