Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Page 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Page 26
Viðbrögð Steinbítur veiöist betur aö nóttu til þegar birtu nýtur lítt eöa ekki. aður fær vist engin verðlaun fyrir sundgetu, enda orkar hann einungis að synda með i trollopinu í nokkrar sekúnd- ur. Hins vegar orkar tvimælis, að nokkur fisktegund slái styrtlunni jafnört til eða með meiri tilburðum. En þótt styrtlan sé kraftlitil er sladd- inn þó oft sýnd veiði en ekki gefin. Hann er gjarn á að taka nokkur hliðarspor i trollopinu svipað og þorskurinn. Vegna þess hve stutt hann getur synt með verður hann að vera fljótur að ákveða við- brögöin gegn fótreipinu. Er svo skemmst frá því að segja, að sladdin er ekkert feiminn við að lauma sér undir fót- reipið eöa láta það dragast yfir sig. Engu að siður þvælist töluvert af steinbítnum upp fyrir bobbingana og inn í troll- ið. Greinilegt er, að steinbít- urinn notar sjónina til að sleppa undir fótreipiö, þvi aö steinbítur veiðist betur á nóttunni, þegar birtu nýtur litt eða ekki. Skarkolinn er greinilega mun smeykari viö bobbingana en t.d. sladdinn. 26 VÍKINGUR Skarkoli. Skarkolinn syndir mjög skipulega undan vængfótreipinu og hefur mikla tilhneigingu til að synda undan hvort heldur sem er vír, tógi, keöju eöa bobbingum með 90 horni. Þegar skarkolinn er kominn að miðju fótreipinu þá syndir hann undan þvi likt og aðrar fisktegundir en rásar þó svo- litið til hliðanna til að kanna undankomuleiðir. Kolinn syndir fast við botn og getur synt undan fótreipinu i upp undir eina mínútu á þriggja hnúta ferð en yfirleitt þó miklu skemur. Skarkolinn er greinilega mun smeykari við bobbingana en t.d. sladdinn og þvælist þvi yfirleitt upp fyr- ir bobbingana og inn i trollið en nokkuð sleppur þó undir. Rétt er að taka það fram að oft er erfitt að greina á milli skarkola og annarra kolateg- unda á skjánum. Auk skar- kolans var oftast nokkuð af sandkola en litið af öðrum kolategundum. Hegöun skar- kola og sandkola virðist vera mjög svipuð. Lúöa. Lúðan var heldur sjaldséður gestur á skjánum en kom þó i kurteisisheim- sókn af og til en kunni ekki Rafn Ólafsson, bátsmaöur, og hans liö haföi nóg aö gera við trollbreytingar. (Ljósm. Guöni Þorsteinsson) alls kostar vel við sig og hvarf oft á braut fram úr trollinu. Slík hegðun er sem betur fer sjaldséð á meöal þeirra fisktegunda, sem við lifum á. Margar túnfisktegundir haga sérþóáþennan hátt. Ufsi. Enda þótt ufsi hafi nán- ast ekki sést i okkar athug- unum, er þó ómaksins vert að fjalla nokkuð um atferli hans í skoskum athugunum (War- dle, 1984). Það sem vekur sérstaka athygli er mikill sundkraftur ufsans, sem sjálfsagt kemur ekki á óvart. Það kann þó að koma mönnum i opna skjöldu, að ufsatorfa synti með i trollopinu i heilar 37 minútur á þriggja hnúta tog- ferð. Þó var þar um smáufsa að ræða, 40—50 cm að lengd. Enda þótt ufsinn hér við land sé kannski ekki eins sprækur vegna minni sjávar- hita, þá þenda sterkar likur til þess, að ekki sé gæfulegt að spara við sig togferðina, þeg- ar ufsi á i hlut. Ekki er einasta um það að ræða að koma ufsanum aftur i poka, þar sem hann er best geymdur, heldur hættir trollið líka að fiska, þegar opið er fullt af ufsa. Má þá segja á slæmri íslensku, að trollopið sé blokkerað, þannig að fiskur, sem eðli málsins samkvæmt ætti að bætast við i trollkjaft- inn, hrökklist upp fyrir höfuð- linuna eða út fyrir vængina. Besta ráðið til að ráöa bót á þessu er að auka togferðina. Enda þótt aukin togferð sé ekki nægjanleg til aö gera ufsann örmagna í fljótheitum, getur hún þó nægt til að koma ufsanum aftur fyrir bobbingana og inn í belg, þar sem hann snýr sér við og berst aftur i poka, einfaldlega vegna þess að hann hefur ekki gætt þess aö auka sundhraðann i samræmi við aukinn toghraða. Sumpart getur þetta stafað af því, að ufsinn hefur öðrum hnöppum aö hneppa, þvi að hann lætur ekkert ætilegt fram hjá sér fara og hefur sést hremma sandsíli, þegar hann er ómeðvitað að synda upp á líf og dauða. Enda þótt sundþróttur ufs- ans sé vissulega athygli verður þá hafa skoskar at- huganir sýnt, að makrill er enn þróttbetri, því að hann hefur sést synda með í troll- opinu i 45 mínútur á þriggja hnúta togferð. Slíkur saman- burður á sundgetu einstakra

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.