Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Side 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Side 27
Viöbrögð tegunda er þó hæpinn, því aö aðstæður geta verið breyti- legar og likamlegt ástand fisksins mismunandi frá ein- um tima til annar. Þessi dæmi sýna hins vegar, að stundum getur skipt sköpum um afla- brögð hvort togað er 5 minút- unum lengur eða skemur. Hér að lútandi má bæta þvi við, að Skotar hafa séð allan fisk i netopinu strunsa út og sleppa, þegar slegið hefur verið úr blökkinni á siðuskipi. Viöbrögð í belg og poka Eftir að fiskur er kominn inn í belg trollsins, reynir hann yfirleitt í lengstu lög að forð- ast snertingu viö netið. Oft vill þó brenna við, að smá- fiskur af ýmsum tegundum syndi á netið og sleppi eða ánetjist. Oft er talið, að þessi smáfiskur lendi á netinu, vegna þess að hann hafi ekki orku til að synda frá því. At- huganir sýna þó, að þessi smáfiskur er býsna snöggur í hreyfingum, svo að liklegt verður að telja, að hér sé um markvis viðbrögð að ræöa. Sandsíli, þótt fullvaxið sé, leitar líka mjög á netið hvar- vetna i trollinu. Vera kann, að hér sé um flótta undan rán- fiskum i netopinu að ræða. Þá hafa athuganir leitt í Ijós, að kolategundir láta sig oft vaða á netið, a.m.k. i mun rík- ara mæli en fullvaxnir fiskar af öðrum tegundum. Aftast i belgnum eða í pok- anum verður hræðsla fisks- ins siðan neikvæðri snerti- skynjun við netið yfirsterkari. Fiskurinn leitar útgöngu um möskva netsins. Smáfiskur getur sloppið út í miklu magni, en því miður verður alltaf nokkuð af honum eftir í pokanum og hlutfallslega þvi meira eftir því sem fiskur ’ifn+' berst örar i pokann. Reyndar er kjörhæfni pokans — sem er hæfileiki hans til að sleppa smáfiskinum — afar breytileg eftir aðstæðum, en ekki verð- ur hér farið nánar út i það (sjá t.d. Guðni Þorsteinsson, 1979). Dægursveiflur í afla Athuganir þær, sem hér hefur verið greint frá, eru vissulega gerðar við betri birtuskilyrði en oftast eru fyrir hendi. Ekki er nákvæmlega vitað, að hve miklu leyti fiskur hagar sér öðru vísi þegar sjóskyggnið er minna. Því hefur þegar ver- ið lýst að þvi er ýsuna varða, en ekki er víst hvaða breyt- ingar verða á atferli annarra tegunda. Þó hafa skoskir fræðingar mælt mun meira Ijósmagn að nóttu til en búast mætti við og kemur þetta Ijós frá ýmiss konar lífverum i sjónum (Wardle, 1984). Þvi er talið, að sjónin nýtist fiski að töluverðu leyti að nótt- unni, svo að viðbrögð þeirra við botnvörpunni gætu verið lík þvi, sem er, þegar sólar- birtu nýtur. Sé beint samband á milli atferlis fisks og birtu, ætti þaö á einhvern hátt að koma fram i dægursveiflum í afla. Ekki er þó hlaupiö að þvi að kryfja þaö mál til mergjar, þvi að margar fisktegundir eiga það til að fara frá botni nokk- urn hluta sólarhringsins. Ekki er þó mjög líklegt, að það eigi við steinbítinn. í okkar athug- unum virðist um helmingur hans veiðast en hinn helm- ingurinn fara undir fótreipið. Samkvæmt því ætti veiðin á nóttunni að vera tvöföld, sé gert ráð fyrir því, að enginn steinbitur sleppi undir fót- reipið á nóttunni. i svokölluð- um „Stofnmælingum botn- fiska á íslandsmiðum“ i mars 1985 og 1986 hefur þó kom- ið í Ijós, að steinbitsafli er um það bil fimmfaldur um blá- nóttina miðað við það sem er um hádaginn. Þetta bendir til þess, að steinbitsins verði ekki að fullu vart á daginn, vegna þess að hann kúrir einhvers staðar i felum. Annars er það gömul og kannski svolítið góð kenning, að breytileg hegðun komi ekki endilega fram í dægur- sveiflum í afla (Bridger, 1969). Kenningin er sú, að grandararnir smali fiskinum betur, þegar birtu nýtur, en i staðinn sér fiskurinn betur til að sleppa i netopinu. Þráti fyrir umfangsmiklar beinar athuganir á undanförnum árum, hefur hvorki tekist að Er allur þessi slaki í undirvængjunum nauðsynlegur? Guðmundur Gunnarsson, sölustjóri og netagerðarmeistari hjá Hampiðjunni, og Einar Hreinsson, útvegsfræðingur frá Netagerð Vestfjarða, ræða málin. (Ljósm. Guðni Þorsteinsson) Eftir að fiskur er kominn inn í belg trollsins, reynir hann yfirleitt í lengstu lög aö foröast snertingu viö netiö. VÍKINGUR 27

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.