Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Side 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Side 48
nyjuMGAR TÆKMI Starfsmenn A/S Ove Christiansen taka skrúfuásinn úr umbúðunum eftir ferða- lagiðfrá Rio. Og hér er verið að mæla skekkjuna á ásnum i rennibekknum. 6 tonna skrúfuás fluttur um hálfan hnöttinn til viðgerðar Þegar danska skipið Mer- candia President var á leið inn i höfnina i Santos í Brasil- íu rakst skrúfan i siglingadufl sem maraði i kafi. Viö árekst- urinn bognaði skrúfuásinn um 6/10 úr millimetra sem var nóg til þess að skipið gat ekki haldið áfram för sinni fyrr en skrúfuásinn hafði verið réttur eða skipt um hann. Mercandia President var tekið í slipp i Rið de Janeiro og útgerðin hafði samband viö eitt af þeim fáu fyrirtækj- um í veröldinni sem geta gert við svo litla öxulbeygju en það var A/S Ove Christensen í Hirtshals. Frá Hirtshals voru sendir tveir menn til Ríó að skoða ásinn. Í samráði við trygging- arfélagið var ákveðið að senda ásinn til Hirtshals eins fljótt og auðið væri. Það er langt á milli Rio og Hirtshals svo að ekki var um annað að ræöa en senda skrúfuásinn, sem var 6 tonn að þyngd, loftleiðis. Hann var settur inn i Júmbóflutningavél og fluttur til Parisar þar sem flutninga- bill þeið og flutti ásinn til Hirtshals. Þangað kom skrúfuásinn aðfaranótt fimmtudags. I Hirtshals var unnið nótt og dag við að rétta ásinn. Undir hádegi á föstu- dag var skekkjan oröin 3/100 úr millimetra, sem er betra en á nýjum ás. Skrúfuásinn var nú fluttur sömu leið og á sama hátt til baka til Ríó, þar sem hann var settur á ný í Mercandia Presi- dent. Útgerðarfélagið og tryggingarfélagið voru ánægð með hvernig staðið ar að við- gerðinni. Vegalengdin i heild, sem skrúfuásinn var fluttur, var rúmir 20.000 km og kostnaðurinn við flutninginn með flugvélinni var 1.000.000 krónur. En tíminn sem skipið var stopp var dýrmætur, svo aö þrátt fyrir dýran flutning borg- aði sig að leggja i þennan kostnað. A/S Ove Christensen sem leysti áðurgreint verkefni af hendi hefur þróað aöferð við að rétta skrúfuása siöan að mikið var um réttingar á skrúfuásum togbáta er fengu hlera í skrúfuna og getur nú rétt skrúfuása af næstum hvaða stærð sem er. Hingað til hefur stærsta verkefnið veriö að rétta skrúfuás ferj- unnar Dronning Margrethe, sem gengur yfir Stórabelti. Frá byrjun hefur verksmiðjan rétt meira en 600 skrúfuása, vinduása, stýrisstamma o.fl.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.