Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Síða 64

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Síða 64
Skoöun mín Hcr oé nú „Um áhrifsem afsiöun afþessu tagi hefur á heila þjóö er ef til vill best aö spá sem fæstu“„ Vandinn er eigi aö síöur fyrir hendi í formi laga, sem menn treysta sér ekki til aö fara eftir..." 64 VÍKINGUR En blekið var varla orðið þurrt á friðarsamningnum þegar raddir fóru að heyrast meðal útgerðarmanna og sjómanna um að þau rök mætti ekki láta bitna á okkur Islendingum, við þyrftum að veiða miklu meiri þorsk held- ur en fiskifræðingar þorðu að mæla með. Er það kvótanum að kenna? Stjórnmálamenn tóku undir þann söng og allir sjávarút- vegsráðherrar Islendinga síðan hafa leyft meiri veiöi en Hafró mælti með. Það hefur að visu komið á daginn að þorskstofninn virðist hafa þolað þessa „ofveiði" með ágætum og það gefur auðvit- að tilefni til hugleiðinga um hversu sterk og þörf þessi hafrannsóknarvisindi eru þegar allt er talið, en það er efni i aðra grein. Meginefni þessarar greinar er aö hug- leiða afleiðingar þess að all- mikill hluti þeirra íslendinga sem framfærslu sína hafa af fiskveiðum virðast líta svo á að lög og reglur samfélagsins um stjórnun fiskveiða séu marklitil plögg, sem ástæðu- litið sé að virða á nokkurn hátt. Flest árin sem liöin eru sið- an við Islendingar fengum yfirráð yfir fiskimiðum okkar hefur verið veitt umtalsvert meira af fiski á Íslandsmiöum heldur en fiskifræðingar mæltu með og trúlega hafa þær öldur risið hæst eftir til- komu kvótans. Þar kemur tvennt til. Annað er það að heimiluð er umtalsverð veiði fram yfir ráð Hafró og hitt að fiskur er veiddur og honum landaö framhjá öllum skýrsl- um og kvótum. Enginn veit hversu mikið þaö er, en margt bendir til að það sé meira en fljótt á litið mætti halda. Aflagróði og afsiöun Afleiðingar þeirra íþrótta sem menn hafa uppi í sam- bandi við kvótann eru vitan- lega margar fyrir hag ein- staklinga, fyrirtækja og heild- arinnar. Eitt er þaö að þeir sem hagnast á iþróttinni borga auövitað engan skatt af gróðanum, því að hann er ekki hægt aö telja fram, af skiljanlegum ástæöum. Ann- að er að skýrslur um fiskveið- ar Islendinga eru ekki lengur marktækar, því að i raun get- ur enginn vitað hversu mikið er veitt framhjá kvótanum og þar af leiðandi aldrei gefið upp á aflaskýrslum. í þriðja lagi eykst ásókn i ferskfisk- sölu á erlendum mörkuðum, með þeim afleiöingum að fiskverkendur hér heima fá minnkandi hráefni og fisk- vinnsufólk minnkandi vinnu, sem leiðir svo aftur af sér stóra hættu á vanrækslu á góöum markaði okkar fyrir freöfisk i Bandarikjunum. Um áhrif sem afsiðun af þessu tagi hefur á heila þjóö er ef til vill best að spá sem fæstu. Að rata rétta leið Sist vil ég mótmæla mati Óskars Vigfússonar á núver- andi sjávarútvegráöherra, Halldóri Ásgrímssyni, sem fram kemur i áður nefndu við- tali i jólablaðinu, þvi, að hann sé fastur fyrir, heiðarlegur og umfram allt hreinskiptinn. En ég get þó ekki varist þvi að álita að honum hafi mistekist stjórnun fiskveiðanna, ann- aöhvort hafi hann valið ranga leið, eða honum hafi ekki tek- ist að rata þá sem hann valdi nægilega vel. Þar er að visu viö ramman reip aö draga, sem er einstaklingshyggja þeirra sem við er að fást, en það hjálpar ekki að neita til- vist gallana, eins og Halldór hefur vissulega oft gert, enda telja margir að hann liti á það sem persónulega óvild við sig þegar um þá er fjallað. Þarflaust að skríða undir piisfalda Hér hef ég drepið á þjóð- hagslegt vandamál af þeirri gerð, sem stjórnmálamenn veigra sér við að fjalla um opinþerlega, sérstaklega rétt fyrir kosningar, enda geri ég þvi skóna að góðir menn skammi mig ótæpilega fyrir tiltækið og segi mig kasta rýrð á sjómenn, og það i þeirra eigin blaði. Vandinn er eigi að siður fyrir hendi i formi laga, sem menn treysta sér ekki til að fara eftir, og það er óviðunandi að þúa við lög sem beinlinis kalla á að gera heilar stéttir manna að lög- brjótum, og óverjandi aö þegja um það. Auk þess hef ég þá trú á atgervi islenskra sjómanna að þeir þoli að tal- að sé opinskátt við þá um þeirra eigin mál. Ég trúi því ekki að þeir kjósi að gerast lögbrjótar í heildina, heldur hafi þeir hrakist til þess vegna þess að sannfæring þeirra segir þeim að kvóta- skiptingin sé röng. Ég vil þó ekki gera það að réttlætingu fyrir þá, né útgerðarmenn, kaupsýslumenn eða stjórn- málamenn sem sameiginlega bera ábyrgðina i þessu máli. Það er of „billeg" lausn, því að ranglátum lögum á aö breyta en ekki að brjóta þau. Sjómenn þurfa heldur ekki aö skríða undir pilsfalda þótt blakað sé við þeim með sannleikskorni, þeir hafa staðið af sér stærri veður en þetta. Og hvar ætti svo sem að stinga á sliku vandamáli stéttarinnnar frekar en i blaði hennar sjálfrar?

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.