Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Page 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Page 8
SPJALLAÐ VIÐ HALLDOR AS Sigurjón Valdimarsson ræddi við hann 8 VÍKINGUR EÐLILEGT AD LEITA SAMSTARFS VID NÁGRANNA- ÞJÓDIRNAR Sú skoðun hefur oft heyrst að undanförnu að minnkandi ásókn ungra íslenskra manna í að mennta sig til sjó- mennsku, megi að miklu leyti rekja til ör- yggisleysis starfans. Skipin eru að vísu búin margskonar öryggist- ækjum, en eigi að síður geta fárviðri norðurhafa grandað þeim. Þá verð- ur fátt til bjargar, vegna þess að við erum fátæk af björgunartækjum til að senda eftir sjómönn- um í nauð á sökkvandi skipi. Umræða um björgunarþyrlur er ofar- lega á baugi um þessar mundir og þess vegna leitaði Víkingurinn eftir áliti Halldórs Ásgríms- sonar sjávarútvegsráð- herra á því máli. Það kom á daginn að ráð- herrann hafði í tíð sinni sem dómsmálaráðherra kynnt sér þessi mál vel og myndað sér ákveðna skoðun á þeim. — Það er nú enginn vafi á því að við þurfum á fleiri þyrlum að halda, svaraði ráðherrann fyrstu spurningunni. Síðan hélt hann áfram: — Það hefur oft verið talað um það að við þyrftum að bæta við einni þyrlu í flugflota Land- helgisgæslunnar. Menn hafa yfirleitt verið sammála um að það væri þyrla sem væri búin öllum fullkomnasta búnaði, þannig að hún gæti flogið við öll þau vondu skilyrði sem eru hér í landinu. Það er jafnframt Ijóst að slík þyrla hefði í allmörgum tilvikum getað bjargað manns- lífum. Þess vegna svara ég því játandi að við þurfum á fleiri slíkum tækjum að halda. Ég kynntist því hinsvegar

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.