Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Blaðsíða 18
UM FÆÐUTENGSL 5. mynd. Reiknaður þorskafli með tilliti til mismunandi loðnuafla. 18 VÍKINGUR fastar, þ.e. gert ráö fyrir aö ný- liðun þorsks og loönu sé í meö- allagi, sóknin í þorskstofninn sé einnig föst og veiddur sé sami fjöldi fiska á ári hverju, en þyngd þeirra fiska breytist með breyttum vaxtarhraða sem af- leiöing minnkandi fæöu. Framboði loönu sem fæöu þorsks er stýrt í líkaninu meö því aö reikna hvaö gerist viö breytilegan loönuafla. Gert er ráö fyrir aö loönuaflinn sé tek- inn á tímabilinu ágúst til mars, með sambærilegum hætti og verið hefur í veiðunum frá 1980. Vaxandi loönuafli jafngildir minnkandi loönustofni, endaer loönuaflinn eina breytilega inn- taksstærðin í líkaninu. Þessi framsetning dregur því fram þaö meginatriði fjöltegunda fiskveiöistjórnar aö meta „ávinning“ þess aö breyta nýt- ingu einnar tegundar til hags- bóta fyrir aöra tegund og nýt- ingu hennar. Niðurstöður á 4. mynd sýna breytingar á meða- Iþyngd þorsks eftir aldri viö mismunandi loðnuafla. Eins og vænta mátti leiðir aukinn loönuafli til vaxandi samdráttar í vexti þorsks. Sam- drátturinn fer greinilega vax- andi meö aldri þorsks, þ.e. meö auknu mikilvægi loönu sem fæöu. Mestur er samdráttur í meöalþyngd 7 og 8 ára þorsks, eöa um 30% við 1600 þúsund tonna loðnuafla borið saman við meðalþyngdina viö enga loönuveiöi. Meginskýringin á þessu er sú, aö því eldri sem fiskurinn er, þeim mun fleiri „loðnuleysisár" hefur hann lifað og því vaxiö hægar. Hjá fjög- urra og tíu ára þorski minnkar meðalþyngd um 10% viö 1600 þúsund tonna loðnuafla, en um 16-22% hjá 5 ára, 6 og 9 ára þorski viö sömu aðstæður. Lægri meðalþyngd hvers fisks hlýtur að leiða til minnk- andi afraksturs stofnsins mið- aö viö óbreyttan fjölda veiddra fiska, eins og sýnt er á 5. mynd. Loðnuafli allt aö 800 þúsund tonn á ári virðist ekki hafa veru- leg áhrif á þorskafla. Ef ekkert er veitt af loðnu er reiknaður þorskafli 357 þúsund tonn á ári, en 334 þús. tonn viö 800 þús. tonna loðnuafla. Viö 1200 þús. tonn er reiknaður þorskafli kominn i 312 þús. tonn og í 283 þús. tonn viö 1600 þús. tonna loðnuafla. Sé veitt svo mikið af loðnu aö stofninn,, hrynji" og þorskurinn veröi því aö lifa ein- göngu á annarri fæöu, heföi þaö i för meö sér aö reiknaður þorskafli færi niður í 204 þús- und tonn. í þessum útreikningum er miðað viö að um langtíma ástand sé aö ræöa í hverju til- viki. Til aö mynda að„ hrun“ loönustofnsins sé varanlegt. Þorskstofninn er hinsvegar 5 til 10 ár aö bregðast að fullu við breyttum aöstæöum, enda þótt meginbreytingarnar eigi sér staö fyrstu fjögur árin. Sé „hrun“ loðnustofnsins tíma- bundið, t.d. 2 ár, reiknast sam- dráttur í vexti þorsks og þar meö þorskafla mun minni en sýnt er í fyrirliggjandi niðurstöð- um. Ástæöa er til aö leggja á þaö áherslu aö þessir útreikningar eru á byrjunarstigi. Ýmsar for- sendur eru talsveröum vafa undirorpnar og niöurstöður því engan veginn algildar. Þrátt fyrir þetta má þó ætla aö þess- ar niðurstöður gefi nokkrar vís- bendingar um þá meginþróun sem leiðir af tilteknum breyting- um í fæðutengslum þorsks og loönu. Sérstaklega ber aö hafa i huga að í útreikningunum er miðað viö meöalnýliöun loönu og fasta dreifingu loönuafla yfir vertíöina. Á hinn bóginn má Ijóst vera aö aðrar forsendur í þessu tilliti, t.d. betri nýliðun loðnu en í meöallagi eins og verið hefur síöustu árin, gæfi þá niðurstöðu aö „óhætt“ væri aö veiða meira af loðnu en sýnt er í ofangreindum niöurstöö- um. Áhrif breytinga á þessar forsendur eru meðal þeirra þátta sem kannaöir veröa nán- ar meö þessu líkani á næstu mánuðum. Þorskur (þús. tonn)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.