Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Qupperneq 19
HVAÐ UM FRAMTIÐINA?
Viö lestur greinarinnar um fjöl-
stofna fiskveiöilíkön, sem birtist í
síóasta Víkingi, jólablaðinu,
vaknaöi óhjákvæmilega áhugi á
að vita meira en gert hefur veriö
kunnugt um rannsóknir á sam-
spili fiskistofnanna á íslandsmið-
um og aö hve miklu leyti ákvarö-
anir um veiðiþol þeirra byggist á
niöurstööum slíkra rannsókna.
Ólafur Karvel Pálsson fiskifræð-
ingur, einn af helstu sérfræöing-
um Hafrannsóknarstofnunar
hvaö varöar þorskinn varö vel viö
tilmælum undirritaðs um aö
skrifa grein um efnið. Hann fékk
Kjartan G. Magnússon stærö-
fræöing til liös viö sig og afrakst-
urinn er greinin hér á undan.
Ljóst er af greininni aö allmikl-
ar rannsóknir hafa verið geröar á
samspili loönu og þorsks, þess-
ara tveggja tegunda sem eru
stærstu undirstöður efnahags
okkar (slendinga, þótt tæplega
sé hægt aö segja aö þaö séu
umfangsmiklar eöa stööugar
rannsóknir. Þær hafa þó leitt í Ijós
aö loðnan er ákaflega þýöingar-
mikill hluti af fæöu þorsksins, svo
þýöingarmikill aö þegar ekki er
nægilega mikiö af henni sveltur
þorskurinn. Verulega dregur þá
úr vexti þorsksins og hann verður
grindhoraöur.
Þegar undirritaður haföi lesiö
greinina, þótti mér vanta skolli
mikiö af upplýsingum til aö geta
skapaö heilstæða mynd af
ástandinu. Upp í hugann komu
spurningar eins og:
Drepst ekki einhver hluti
þorskstofnsins úr hungri á slíkum
sultarárum?
í hvaöa tegundir sækir þorskur-
inn æti þegar enga loðnu er að fá?
Hvaö étur hann mikið af ung-
þorski? Étur þá hver tveggja ára
og eldri þorskur einn ungþorsk á
viku eða kannski einn á dag?
Hvaöa áhrif hefur þaö á veiöi-
þol rækjustofnsins aö þorskurinn
fær ekki loðnu og sækir meö jafn-
vel allt aö fjórföldum þunga fæöu
sína í rækjuna, eins og kemur
fram í greininni?
Hversu mikil áhrif hefur allt
þetta á veiðiþol þorskstofnsins
og allra hinna stofnanna sem viö
sækjum í?
Undirritaður vakti máls á
þessu viö Ólaf Karvel, en hann
svaraði aö rannsóknir á þessu
sviöi væru ekki komnar nægilega
vel á veg til þess aö hægt væri aö
gefa svör viö spurningum af
þessu tagi.
Þá vaknar auðvitað stærsta
spurningi: Hvernig er hægt aö
ákvaröa hvaö hver einstakur
stofn þolir mikla veiöi af manna
völdum, þegar ekki eru til svör viö
þessum spurningum, nema aö
mjög takmörkuöu leyti?
Ritstjóri.
Örfáar
spurningar
um stórt
mál
VERTÍÐARVÖRUR
Gœði og gott verð
NETASALAN HF
Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu
Sími 91-24620
Skoöun og viðgerðir gúmmíbáta allt árið.
Teppi og dreglar til skipa ávallt fyrirliggjandi.
GÚMMÍBÁTAÞJÓNUSTAN
Eyrargötu 9, Örfirisey, sími 14010.
Þessa bók þurfa allir
sjómenn að eiga.
Skipvljóruteiun Islauds
tlmmtiii úra
SKIPSTJÓRAR
Bókin er til sölu á skrifstofu
Skipstjórafélagsins að
Borgartúni 18, kl. 13-16.
Sími 29933