Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Side 21
FERÐAMAL
um kr. 11.000,oo aö fara 11 km/
klst upp fyrir hraðamörkin.
í Vestur-Þýskalandi er viö-
höfö sú regla aö krefjast trygg-
ingar fyrir sektinni ef málslok
eru vafasöm. Tryggingin end-
urgreiöist ef dómstólarnir eru
ekki sammála lögreglunni. En
oftast, t.d. í hraðabrotum, er um
fátt að deila og þá veröur aö
borga strax. Sama gildir í flest-
um löndum.
Geti ökumaöurinn ekki borg-
aö er oft hægt aö setja t.d.
myndavél sem tryggingu, ann-
ars er bíllinn kyrrsettur þangað
til peningarnir hafa verið útveg-
aöir.
í Danmörku greiöa útlend-
ingar líka sektina á staönum,
en viöurkenni ökumaðurinn
ekki brotiö, er réttarkerfiö svo
lipurt aö fljótlega er hægt aö
koma málinu fyrir dóm. Ef á
hinn bóginn dregst aö fá dóms-
úrskurð, hafa Norðurlöndin
með sér innbyrðis samkomu-
lag um aö sektarkröfur eru
sendar til lögreglunnar í heima-
landi ökumannsins til inn-
heimtu.
Mál um ölvunarakstur eru
stundum svo gróf aö ökumaö-
urinn er bæði dæmdur í sekt og
til missis ökuréttinda, jafnvel
getur hann fengiö fangelsis-
dóm.
Venjan er þó sú aö ökuskír-
teiniö sé ekki tekið af útlending-
um, en í staðinn skráö í þaö aö
þaö hafi ekki lengur gildi í viö-
komandi landi. Hafi brotið veriö
framiö í einhverju hinna Norö-
urlandanna, gæti málið komið
fyrir dóm hér heima, en til þess
þarf brotið aö hafa veriö af al-
varlegra taginu. Yfirleitt eru
umferðarlagabrot þó ekki gerö
aö milliríkjamálum og þaö er
nánast óþekkt fyrirbæri aö öku-
menn hafi þurft aö sitja í fang-
elsi í útlöndum vegna ölvunar-
aksturs.
Meö þessari grein fylgir tafla
sem sýnir hvaö það kostar í
peningum aö taka umferðar-
lögin í eigin hendur í ýmsum
löndum Evrópu. Þá eru ótalin
óþægindin og leiðindin. Þess
vegna er hagkvæmast fyrir fjár-
haginn og feröagleöina, og
raunar er það líka sjálfsögð
kurteisi viö gestgjafana íbúa
landsins sem viö erum aö
heimsækja - aö virða lög þeirra
og reglur.
Það er dýrt að taka umferðarreglurnar í eigin hendur
Sektir við algengum umferðalagabrotum í ýmsum Evrópulöndum.
Land: ölvunarakstur* Leyfilegt alkókól í % 25 km/klst. of hratt Ekki stoppað við stöðvunarskyldu Frammúrkastur þar sem hann er ekki leyfður Ólögleg lagning
A-Þýskaland há sekt 0,0 4.000 400-12.000 400-12.000 400-12.000
Austurríki 40.000 - 250.000 0,8 frá 1.500 frá 1.500 frá 1.500 frá 1.500
Danmörk frá 10.000 0,8 5.600 2.500 ca. 5.000 2.000 - 3.000
Belgía 12.000- 120.000 0,8 frá 5.600 frá 5.600 frá 5.600 frá 1.200
Búigaría 5.000 - 30.000 0,0 frá 2.000 frá 2.000 frá 2.000 frá 2.000
Finnland dagsektir 0,5 dagsektir dagsektir dagsektir 400 - 1.400
Frakkland 6.000-100.000 0,8 frá 10.500 frá 11.000 frá 11.000 1.000-11.000
Grikkland frá 4.000 0,5 frá 1.200 800 800 1.600
Holland 9.000 - 36.000 0,5 2.700 - 4.500 1.800-2.800 2.600 - 4.000 1.200-2.200
írland allt að 120.000 0,8 18.000 allt að 18.000 allt að 18.000 1.200 - 1.800
Italla 7.000 - 28.000 0,8 5.600 - 7.000 1.800 - 11.600 1.400-14.400 1.200-11.600
Júgóslavía 1.260-8.500 0,5 750 - 5.500 frá 400 frá 400 200
Luxemburg 1.250-8.500 0,8 2.000-10.000 2.000-10.000 2.000-10.000 400
Noregur minnst 110.000 0,5 20.000 10.000 frá 10.000 4.000 - 6.000
Portúgal frá 1.250 0,5 1.000-5.000 600 - 3.200 1.000-4.800 600 - 3.200
Pólland 6.000 - 28.000 0,2 200 - 1.200 200 - 1.200 200 - 1.200 200-1.200
Rúmenia 10.000-15.000 0,0 5,400-10.800 3.200 - 7.600 5.400-10.800 5.400-10.800
Sviss allt aö 48.000 0,8 oft 10.000 frá 1.000 frá 4.800 frá 1.000
Svíþjóð dagsektir 0,5 9.000 7.400 7.400 1.080-6.200
Spánn 3.000-150.000 0,8 3.000 - 6.000 frá 6.000 9.000 1.200
Stóra-Bretland oft 26.000 0,8 6.800 oft 5.400 oft 5.400 frá 1.400
Tékkóslóvakia 5.000 0,0 2.000 1.000 4.000 600-1.000
Tyrkland frá 400 0,0 800 400 400 200
Ungverjaland að 14.000 0,0 að 10.000 að 10.000 600 - 6.000 600 - 6.000
V-Þýskaland frá 20.000 0,8 2.400 800 - 4.000 800-12.000 400 - 6.000
* Það er mismunur á
reglunum um refsingu
við ölvunarakstri. í sum-
um löndum er ökuskír-
teinið tekið af ökumönn-
um fyrir gróft ölvunar-
brot við stýrið, en
aðalreglan er bann við
akstri í viðkomandi
landi. Sé ökuskírteinið
tekið, er það sent til lög-
reglunnar í landi ferða-
mannsins og þar er það
venjulega afhent aftur.
En valdi öivaður öku-
maður slysi, á hann
fangelsisvist á hættu.
Um það eru mörg dæmi í
Júgóslavíu.
Taflan er unnin af fé-
lagi vþýskra bíleigenda,
ADAC, en umreiknuð í
íslenskar krónurá gengi
í byrjun janúar 1990.
VÍKINGUR 21